Börn með krabbamein fengu hár Atla að gjöf Lovísa Arnardóttir skrifar 7. janúar 2019 06:30 Á myndinni eru þeir Atli Freyr til hægri og til vinstri er Breki Freyr bróðir hans. Þeir eru tvíburar. Atli ákvað að klippa sitt hár, en Breki er enn með sitt síða hár. Þeir æfa báðir fimleika og fótbolta. MYND/ERNIR Atli Freyr er í sjötta bekk. Hann æfir fimleika og fótbolta með Breiðabliki. Atli hefur nær alla sína ævi safnað hári og náði það alveg niður á rass, en seint á síðasta ári, eftir langa umhugsun, ákvað hann að láta klippa sig og gefa hárið til samtakanna Wigs for Kids sem búa til hárkollur fyrir börn sem glíma við krabbamein. Móðir Atla, Soffía Jónasdóttir, er barnalæknir sem lengi starfaði í Bandaríkjunum og því hafði Atli heyrt það hjá mömmu sinni að það væri hægt að gefa hárið. Spurður hvers vegna hann ákvað að láta klippa sig segir Atli:Á myndinni má sjá hversu sítt hárið á Atla var áður en það var klippt.MYND/SOFFÍA JÓNASDÓTTIR„Ég bara þarf það ekki og annað fólk þarf það meira.“ Ákvörðun Atla var þó langt frá því að vera skyndiákvörðun. Soffía móðir hans segir frá því að þau hafi verið búin að ræða það í nærri heilt ár, en eftir að hann vissi að það væri hægt að gefa það, reyndist honum auðveldara að taka ákvörðunina, þó hann segi það líka hafa verið skrítið. Þau pöntuðu tíma á hárgreiðslustofunni með mánaðarfyrirvara svo Atli hefði smá umhugsunartíma. Þegar kom að stóra deginum var Soffía vel undirbúin með poka og teygjur svo hægt væri að setja hárið beint í poka og varðveita það fyrir hárkollugerðina. Hún segir að hárgreiðslumeistarinn hafi aldrei klippt neinn áður sem ætlaði að gefa hárið og sagði síðar að Atli væri líklega með síðasta hár sem hann hafði nokkurn tíma klippt af karli eða strák. Atli vissi ekki hver myndi fá hárið en fyrir viku fékk Soffía móðir hans mynd af lítilli stúlku sem hafði fengið allt hárið hans Atla í hárkollu. Viðbrögð Atla voru fyrst að velta því fyrir sér hvort hún fyndi fyrir hárinu eins og hann gerði, en hann heldur nú að hún geri það ekki. Atli segir að honum hafi fundist það flott og gaman að fá myndina en hann hélt að hann myndi aldrei sjá mynd af einhverjum öðrum með hárið. Spurður hvort hann ætli að safna hári aftur svarar Atli því neitandi. Honum finnst þægilegt að vera stutthærður. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Atli Freyr er í sjötta bekk. Hann æfir fimleika og fótbolta með Breiðabliki. Atli hefur nær alla sína ævi safnað hári og náði það alveg niður á rass, en seint á síðasta ári, eftir langa umhugsun, ákvað hann að láta klippa sig og gefa hárið til samtakanna Wigs for Kids sem búa til hárkollur fyrir börn sem glíma við krabbamein. Móðir Atla, Soffía Jónasdóttir, er barnalæknir sem lengi starfaði í Bandaríkjunum og því hafði Atli heyrt það hjá mömmu sinni að það væri hægt að gefa hárið. Spurður hvers vegna hann ákvað að láta klippa sig segir Atli:Á myndinni má sjá hversu sítt hárið á Atla var áður en það var klippt.MYND/SOFFÍA JÓNASDÓTTIR„Ég bara þarf það ekki og annað fólk þarf það meira.“ Ákvörðun Atla var þó langt frá því að vera skyndiákvörðun. Soffía móðir hans segir frá því að þau hafi verið búin að ræða það í nærri heilt ár, en eftir að hann vissi að það væri hægt að gefa það, reyndist honum auðveldara að taka ákvörðunina, þó hann segi það líka hafa verið skrítið. Þau pöntuðu tíma á hárgreiðslustofunni með mánaðarfyrirvara svo Atli hefði smá umhugsunartíma. Þegar kom að stóra deginum var Soffía vel undirbúin með poka og teygjur svo hægt væri að setja hárið beint í poka og varðveita það fyrir hárkollugerðina. Hún segir að hárgreiðslumeistarinn hafi aldrei klippt neinn áður sem ætlaði að gefa hárið og sagði síðar að Atli væri líklega með síðasta hár sem hann hafði nokkurn tíma klippt af karli eða strák. Atli vissi ekki hver myndi fá hárið en fyrir viku fékk Soffía móðir hans mynd af lítilli stúlku sem hafði fengið allt hárið hans Atla í hárkollu. Viðbrögð Atla voru fyrst að velta því fyrir sér hvort hún fyndi fyrir hárinu eins og hann gerði, en hann heldur nú að hún geri það ekki. Atli segir að honum hafi fundist það flott og gaman að fá myndina en hann hélt að hann myndi aldrei sjá mynd af einhverjum öðrum með hárið. Spurður hvort hann ætli að safna hári aftur svarar Atli því neitandi. Honum finnst þægilegt að vera stutthærður.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira