Innlent

Svona er staðan í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli í upphafi árs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hlíðarfjall þann 5. janúar.
Hlíðarfjall þann 5. janúar. Hlíðarfjall.is

Vonir standa til að hægt verði að opna fyrir skíðaáhugafólk í Hlíðarfjalli hið fyrsta eftir smá bakslag eftir leiðinlegt veður upp úr áramótum.

Á heimasíðu Hlíðafjalls má sjá hve mikið hefur tekið upp af snjó eftir áramót. Starfsmenn Hlíðarfjalls hafa verið við dýptarmælingar um helgina og skoðað hvar og hversu miklum snjó hægt er að ýta yfir á þau svæði sem verst koma undan vonda veðrinu.

Opnað var í Hlíðarfjalli þann 8. desember og í framhaldinu opið stóran hluta mánaðarins.


Hlíðarfjall þann 9. desember síðastliðinn. Hlíðarfjall.is

Enn á eftir að opna í Bláfjöllum þar sem þó er kominn einhver snjór eins og sjá má á mynd úr vefmyndavélinni hér að neðan. Bláfjallafólk minnir á að desember 2016 var snjólaus en þó tókst að opna í fjallinu 17. janúar og úr hafi orðið hinn frábærasti vetur.

Bláfjöll í morgun úr vefmyndavél Securitas. Securitas


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.