Lífið

Undirbúningur hafinn fyrir brúðkaup ársins

Benedikt Bóas skrifar
Alexandra og Gylfi nýtrúlofuð við sjóinn á Bahamaeyjum.
Alexandra og Gylfi nýtrúlofuð við sjóinn á Bahamaeyjum. Instagram/@gylfisig23
Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar, er stödd þessa dagana á Ítalíu að undirbúa brúðkaup sitt. Ekki þarf að leggja marga saman til að fá út að þarna verður mikill fans af heimsfrægum stjörnum.

Gylfi hefur spilað fótbolta með mörgum af stærstu stjörnum heimsins og er góður vinur til dæmis margra úr enska landsliðinu eins og Harry Kane, Jordans Pickford og fleiri. Þá er hann einnig vinamargur hér heima. Fegurðardísin Alexandra og kærustur og eiginkonur leikmanna liða þar sem Gylfi hefur spilað hafa einnig náð vel saman. Þá hefur skartgripahönnun hennar slegið í gegn og draumurinn um matreiðsluþátt lifir enn. Alexandra þykir einstakur kokkur, og ausa þeir hana lofi sem hafa smakkað hennar lostæti en hún er að læra náttúrulega eldamennsku.

Parið trúlofaði sig á Bahamaeyjum nú í sumar. Eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi hélt parið í draumafrí þar sem Gylfi bað hennar. Tilkynnti parið trúlofunina á Instagram.

Tímasetningin er enginn tilviljun því ekkert stórmót fer fram í sumar og því verða flest allir lausir til að fjölmenna prúðbúnir til Ítalíu. Alexandra hefur birt myndir af undirbúningi sínum á Instagram en kunnugir segja að hún sé stödd við Como vatnið þar sem hún er að skoða staði þar sem hún mun ganga að eiga sinn heittelskaða.

 
 
 
View this post on Instagram
When wedding planning with future hubby looks like this

A post shared by @ alexandrahelga on Jan 7, 2019 at 10:57am PST


Tengdar fréttir

The Sun líkir Alexöndru og Gylfa við Beckham hjónin

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson og Alexandra Ívarsdóttir eru til umfjöllunar hjá breska miðlinum The Sun en þar er Alexandra kölluð Ísdrottningin og er sagt í greininni að parið sé þekkt sem Beckham parið hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×