Fótbolti

Atletico og Girona skildu jöfn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Griezmann skoraði mark Atletico
Griezmann skoraði mark Atletico vísir/getty

Atletico Madrid og Girona skildu jöfn í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld.

Antoine Griezmann kom gestunum frá höfuðborginni yfir strax á níundu mínútu leiksins en Anthony Lozano jafnaði áður en fyrri hálfleikurinn var úti.

Ekkert mark kom í seinni hálfleik þrátt fyrir að bæði lið ættu þó nokkrar tilraunir í átt að marki og því standa þau jöfn fyrir seinni leikinn.

Girona er í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en Atletico er í öðru sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.