Innlent

Öryrki skuldlaus eftir 30 milljóna vinning í Happdrætti Háskólans

Atli Ísleifsson skrifar
Vinningshafinn segir að fjölskyldan hafi verið á spjalli í eldhúsinu þegar símtalið kom.
Vinningshafinn segir að fjölskyldan hafi verið á spjalli í eldhúsinu þegar símtalið kom. Vísir/Vilhelm

Heppinn miðahafi í Happdrætti Háskóla Íslands er nú skuldlaus eftir að hafa unnið 30 milljónir í nýjasta útdrættinum.

Í tilkynningu frá HHÍ er haft eftir vinningshafanum að vinningurinn hafi verið yndisleg jólagjöf. „Ég er öryrki og allt mitt nánasta fólk hefur farið í gegnum miklar raunir með mér og fjölskyldu minni. Þess vegna ákvað ég að segja þeim sem staðið hafa sem klettar við hlið okkar og gengið í gegnum öll áföllin með okkur frá vinningnum svo þau fengju að upplifa gleðina með okkur,“ segir vinningshafinn, sem er kona.

Hún segir að vinningurinn breyti hennar stöðu verulega. „Nú eru allar fjárhagsáhyggjur foknar út í veður og vind og í staðinn komið öryggi í fjármálin. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég fékk peninginn í hendurnar var að hreinsa upp allar skuldir og svo nokkrum dögum seinna skipti ég út gömlum lúnum heimilistækjum.“

Konan segir að fjölskyldan hafi verið á spjalli í eldhúsinu þegar símtalið kom. „Eftir símtalið gat ég ekki haldið því leyndu hvaða fréttir ég hafði fengið því allir störðu á mig. Það er samt gaman að segja frá því að elsta barnið mitt spurði „30 milljónir?“ Það var þá búið að sjá auglýsinguna frá ykkur með vinningnum,“ er haft eftir konunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.