Komi til greina að bæta við forgangsakrein fyrir þá sem sameinast í bíla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2019 20:00 Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Umræður um þunga umferð hafa verið áberandi í Facebook hópi Mosfellinga. Þar greina íbúar frá því að hafa margir hverjir orðið of seinir í vinnu vegna mikillar umferðar. Einn greinir frá því að hafa verið í 65 mínútur á leiðinni sem vanalega tekur hann 12 mínútur. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar er í bígerð 110 milljarða króna samkomulag á milli sveitarfélaga og ríkisins sem eigi að fara í samgöngumál. Hann segir margar hugmyndir á lofti svo sem að laga stofnvegi. „Og svo þurfum við líka kannski breyttan hugsunarhátt hjá okkur sjálfum. Það er mjög algengt að fólk hér ferðist eitt í bíl. Viljum við það? Er það umhverfisvænt og gott fyrir okkur til að leysa umferðarmálin, ég held ekki,“ sagði Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Engin forgangsakrein er fyrir almenningssamgöngur á Vesturlandsvegi. Aðspurður hvort einhver hvati sé til að ferðast með strætó frá Mosfellsbæ segir hann það ekki þegar strætisvagninn situr í sömu umferð og einkabíllinn. „Og þess vegna þarf að bæta við forgangsrein á Vesturlandsveg ég held að það sé alveg ljóst. Sem geti þá líka þjónað þeim sem eru saman í bíl og stulað þá að því að fólk ferðist meira með carpooli,“ sagði Haraldur. Erlendis, til að mynda í Los Angeles hefur verið tekið upp svokölluð Carpool hvatning, en í því felst að sér forgangsakrein er til staðar fyrir þá sem eru fleiri en einn saman í bíl. Í aðferðinni felst hvatning til ökumanna að sameina í bíla, en ef ökumaður keyrir einn í bíl á forgangsakreininni bíður hans sekt. „Eins og að setja forgangsrein fyrir almenningssamgöngur og carpool er eitthvað sem þarf eki að bíða eftir, ég held að við setjum það strax í skoðun,“ sagði Haraldur. Mosfellsbær Samgöngur Tengdar fréttir Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir það koma til greina að bæta við forgangsakrein fyrir almenningssamgöngur og þá sem sameinast í bíla. Íbúar Mosfellsbæjar hafa síðustu daga kvartað undan þungri umferð til Reykjavíkur á morgnanna, sem margir hverjir ferðast einir í bíl. Umræður um þunga umferð hafa verið áberandi í Facebook hópi Mosfellinga. Þar greina íbúar frá því að hafa margir hverjir orðið of seinir í vinnu vegna mikillar umferðar. Einn greinir frá því að hafa verið í 65 mínútur á leiðinni sem vanalega tekur hann 12 mínútur. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar er í bígerð 110 milljarða króna samkomulag á milli sveitarfélaga og ríkisins sem eigi að fara í samgöngumál. Hann segir margar hugmyndir á lofti svo sem að laga stofnvegi. „Og svo þurfum við líka kannski breyttan hugsunarhátt hjá okkur sjálfum. Það er mjög algengt að fólk hér ferðist eitt í bíl. Viljum við það? Er það umhverfisvænt og gott fyrir okkur til að leysa umferðarmálin, ég held ekki,“ sagði Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Engin forgangsakrein er fyrir almenningssamgöngur á Vesturlandsvegi. Aðspurður hvort einhver hvati sé til að ferðast með strætó frá Mosfellsbæ segir hann það ekki þegar strætisvagninn situr í sömu umferð og einkabíllinn. „Og þess vegna þarf að bæta við forgangsrein á Vesturlandsveg ég held að það sé alveg ljóst. Sem geti þá líka þjónað þeim sem eru saman í bíl og stulað þá að því að fólk ferðist meira með carpooli,“ sagði Haraldur. Erlendis, til að mynda í Los Angeles hefur verið tekið upp svokölluð Carpool hvatning, en í því felst að sér forgangsakrein er til staðar fyrir þá sem eru fleiri en einn saman í bíl. Í aðferðinni felst hvatning til ökumanna að sameina í bíla, en ef ökumaður keyrir einn í bíl á forgangsakreininni bíður hans sekt. „Eins og að setja forgangsrein fyrir almenningssamgöngur og carpool er eitthvað sem þarf eki að bíða eftir, ég held að við setjum það strax í skoðun,“ sagði Haraldur.
Mosfellsbær Samgöngur Tengdar fréttir Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55