Samningsaðilar hafi skort á hjúkrunarfræðingum í huga Sighvatur Arnmundsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2019 07:00 Hjúkrunarráð Landspítalans hefur áhyggjur af skorti á hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Fréttablaðið/Vilhelm Hjúkrunarráð Landspítala skorar á samningsaðila í komandi kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga að hafa að leiðarljósi skort á hjúkrunarfræðingum á Landspítala. „Nauðsynlegt er að leitað verði allra mögulegra leiða til að bæta kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga,“ sagði í ályktun sem ráðið sendi frá sér í gær. Úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga frá árinu 2015 rann út um mánaðamótin. Kjaradeilan fyrir fjórum árum var afar strembin og eftir tæplega þriggja vikna verkfall setti Alþingi lögbann á verkfallið, sem og lengra verkfall BHM. Að því er kom fram í ályktun hjúkrunarráðsins bitnar skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítala einna verst á bráðamóttökunni. Þar hafa legið að meðaltali 20 til 30 sjúklingar undanfarið ár sem bíða eftir að komast á legudeild og er meðaldvalartími innlagðra á bráðamóttökunni nú um 24 klukkustundir. Miðað er við að sjúklingar dvelji ekki lengur en í sex tíma á bráðamóttöku og sagði í ályktuninni að rannsóknir sýndu að óþarflega löng dvöl gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Til að ná fram viðunandi mönnun er nauðsynlegt að bæta kjör og starfsumhverfi þessarar lykilstéttar,“ sagði í ályktuninni aukinheldur. Kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins eru hafnar en aðilar hittust síðast í byrjun vikunnar. Næsti fundur er áformaður strax eftir páska. Þá eru viðræður hafnar við Reykjavíkurborg. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, sagði fyrr í vikunni að lítið væri að frétta af viðræðunum. Staðreyndin væri sú að beðið hefði verið eftir því að kjarasamningar tækjust á almenna vinnumarkaðnum. Nú væri hins vegar hægt að setja aukinn kraft í vinnuna. Ljóst er að staðan á Landspítala er slæm þegar kemur að mönnun hjúkrunarfræðinga. Eftir fall WOW air bárust af því fréttir að hjúkrunarfræðingar, sem höfðu fært sig yfir í störf flugfreyja hjá félaginu, væru farnir að hafa samband til að spyrjast fyrir um laus störf. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, sagði þá að brýn þörf væri fyrir um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga til að halda uppi þeirri starfsemi sem spítalinn ætti að sinna. Enn fleiri hjúkrunarfræðinga vantaði hins vegar til þess að hægt væri að sinna öllu sem spítalinn vildi gera. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Hjúkrunarráð Landspítala skorar á samningsaðila í komandi kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga að hafa að leiðarljósi skort á hjúkrunarfræðingum á Landspítala. „Nauðsynlegt er að leitað verði allra mögulegra leiða til að bæta kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga,“ sagði í ályktun sem ráðið sendi frá sér í gær. Úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga frá árinu 2015 rann út um mánaðamótin. Kjaradeilan fyrir fjórum árum var afar strembin og eftir tæplega þriggja vikna verkfall setti Alþingi lögbann á verkfallið, sem og lengra verkfall BHM. Að því er kom fram í ályktun hjúkrunarráðsins bitnar skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítala einna verst á bráðamóttökunni. Þar hafa legið að meðaltali 20 til 30 sjúklingar undanfarið ár sem bíða eftir að komast á legudeild og er meðaldvalartími innlagðra á bráðamóttökunni nú um 24 klukkustundir. Miðað er við að sjúklingar dvelji ekki lengur en í sex tíma á bráðamóttöku og sagði í ályktuninni að rannsóknir sýndu að óþarflega löng dvöl gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Til að ná fram viðunandi mönnun er nauðsynlegt að bæta kjör og starfsumhverfi þessarar lykilstéttar,“ sagði í ályktuninni aukinheldur. Kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins eru hafnar en aðilar hittust síðast í byrjun vikunnar. Næsti fundur er áformaður strax eftir páska. Þá eru viðræður hafnar við Reykjavíkurborg. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, sagði fyrr í vikunni að lítið væri að frétta af viðræðunum. Staðreyndin væri sú að beðið hefði verið eftir því að kjarasamningar tækjust á almenna vinnumarkaðnum. Nú væri hins vegar hægt að setja aukinn kraft í vinnuna. Ljóst er að staðan á Landspítala er slæm þegar kemur að mönnun hjúkrunarfræðinga. Eftir fall WOW air bárust af því fréttir að hjúkrunarfræðingar, sem höfðu fært sig yfir í störf flugfreyja hjá félaginu, væru farnir að hafa samband til að spyrjast fyrir um laus störf. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, sagði þá að brýn þörf væri fyrir um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga til að halda uppi þeirri starfsemi sem spítalinn ætti að sinna. Enn fleiri hjúkrunarfræðinga vantaði hins vegar til þess að hægt væri að sinna öllu sem spítalinn vildi gera.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum