Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Sveinn Arnarsson skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Kristján Þór stendur í stórræðum bæði með hvalveiðar og nú innflutning á hráu kjöti. Fréttablaðið/Ernir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur kynnt frumvarp sitt sem felur í sér að frystiskylda á innfluttu kjöti verði afnumin og heimilt verði að flytja inn hrátt kjöt, hrá egg og ógerilsneydda mjólk. Á sama tíma verði brugðist við með mótvægisaðgerðum til þess að verja íslenska búfjárstofna. Frumvarpið var kynnt í gær og hefur valdið mikilli gremju í hópi bænda sem telja þetta frumvarp geta haft alvarlegar afleiðingar. Nái frumvarpið fram að ganga á vorþingi munu hömlur á innflutningi á hráu kjöti falla niður í byrjun sláturtíðar íslenskra lamba, þann 1. september næstkomandi.Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss.Ástæða þess að frumvarp þetta kemur fram nú er að bregðast þarf við dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2017 en hann komst að þeirri niðurstöðu að frystiskylda stjórnvalda bryti í bága við EES-samninginn. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans, hefur um nokkra hríð bent á þær hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Hann telur þær mótvægisaðgerðir sem landbúnaðarráðherra ætlar að setja á laggirnar vera góðar. „Þetta nýja lagafrumvarp er hægt að sættast á með þeim fyrirvara að mótvægisaðgerðunum verði framfylgt. Í þeim eru mjög mikilvægar varnir,“ segir Karl. Með frumvarpinu fær Matvælastofnun heimild til að annast framkvæmd sýnatöku hjá matvælafyrirtækjum. Einnig að annast eftirlit í formi skyndiskoðana og sýnatöku og hins vegar þegar rökstuddur grunur er um að afurðir séu heilsuspillandi eða óhæfar til manneldis.Verði frumvapið að lögum má hrátt kjöt koma til landsins eftir 1. september næstkomandi.Halla Signý Kristjánsdóttir, 2. varaformaður atvinnuveganefndar þingsins, segir hins vegar að sér lítist ekki á frumvarpið. „Að einhverju leyti er þetta uppgjöf að mínu mati,“ segir Halla Signý. „Ég tel að við eigum að halda í frystiskylduna og að gefa okkur rýmri tíma í að skoða dóminn og fara yfir hann. Við erum ekki að svelta hér á landi,“ segir Halla Signý. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og einnig í meirihluta atvinnuveganefndar líkt og Halla Signý, segir frumvarpið eiga eftir að koma til kasta atvinnuveganefndar. „Ég skil vel að ráðherra þurfi að einhverju leyti að bregðast við dómnum sem féll í nóvember 2017 þar sem engin leið er til að halda í frystiskylduna. Það er verið að reyna að koma með mótvægisaðgerðir á móti sem skipta máli.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur kynnt frumvarp sitt sem felur í sér að frystiskylda á innfluttu kjöti verði afnumin og heimilt verði að flytja inn hrátt kjöt, hrá egg og ógerilsneydda mjólk. Á sama tíma verði brugðist við með mótvægisaðgerðum til þess að verja íslenska búfjárstofna. Frumvarpið var kynnt í gær og hefur valdið mikilli gremju í hópi bænda sem telja þetta frumvarp geta haft alvarlegar afleiðingar. Nái frumvarpið fram að ganga á vorþingi munu hömlur á innflutningi á hráu kjöti falla niður í byrjun sláturtíðar íslenskra lamba, þann 1. september næstkomandi.Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss.Ástæða þess að frumvarp þetta kemur fram nú er að bregðast þarf við dómi EFTA-dómstólsins frá árinu 2017 en hann komst að þeirri niðurstöðu að frystiskylda stjórnvalda bryti í bága við EES-samninginn. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans, hefur um nokkra hríð bent á þær hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Hann telur þær mótvægisaðgerðir sem landbúnaðarráðherra ætlar að setja á laggirnar vera góðar. „Þetta nýja lagafrumvarp er hægt að sættast á með þeim fyrirvara að mótvægisaðgerðunum verði framfylgt. Í þeim eru mjög mikilvægar varnir,“ segir Karl. Með frumvarpinu fær Matvælastofnun heimild til að annast framkvæmd sýnatöku hjá matvælafyrirtækjum. Einnig að annast eftirlit í formi skyndiskoðana og sýnatöku og hins vegar þegar rökstuddur grunur er um að afurðir séu heilsuspillandi eða óhæfar til manneldis.Verði frumvapið að lögum má hrátt kjöt koma til landsins eftir 1. september næstkomandi.Halla Signý Kristjánsdóttir, 2. varaformaður atvinnuveganefndar þingsins, segir hins vegar að sér lítist ekki á frumvarpið. „Að einhverju leyti er þetta uppgjöf að mínu mati,“ segir Halla Signý. „Ég tel að við eigum að halda í frystiskylduna og að gefa okkur rýmri tíma í að skoða dóminn og fara yfir hann. Við erum ekki að svelta hér á landi,“ segir Halla Signý. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og einnig í meirihluta atvinnuveganefndar líkt og Halla Signý, segir frumvarpið eiga eftir að koma til kasta atvinnuveganefndar. „Ég skil vel að ráðherra þurfi að einhverju leyti að bregðast við dómnum sem féll í nóvember 2017 þar sem engin leið er til að halda í frystiskylduna. Það er verið að reyna að koma með mótvægisaðgerðir á móti sem skipta máli.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira