Landnotkun bænda stærsti sökudólgurinn í kolefnislosun Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2019 08:00 Það þyrfti að gróðursetja um 1.770 ferkílómetra svæði til að binda jafnmörg tonn og losna á Norðurlandi vestra. Níutíu prósent allrar losunar kolefnis frá Norðurlandi vestra kemur vegna landnýtingar í landbúnaði. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice, segir þessar niðurstöður sláandi en orkunotkun eða flutningar eru aðeins brotabrot af heildarlosun landsfjórðungsins. Stefán greindi frá bráðabirgðaniðurstöðum á greiningu sinni á kolefnisspori landshlutans í erindi á ráðstefnu Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á dögunum. Landnotkun losar 1,6 milljón tonn af kolefni árlega. „Niðurstöðurnar eru sláandi þó aðeins um frumniðurstöður sé að ræða. Við munum nú fara yfir alla útreikninga okkar og greina þetta betur en þessar niðurstöður sýna ákveðna mynd sem vert er að skoða,“ segir Stefán. „Landnotkunin, sem er um 90 prósent af allri losun kolefnis er vegna framræsts votlendis. Í raun er framræst votlendi að losa meira kolefni en gefið er upp í þessum flokki þar sem mótvægisaðgerðir minnka örlítið þennan flokk. Því er það svo að ef NV-land vill ná skjótum árangri í að stöðva losun kolefnis út í andrúmsloftið þá er mikilvægt að moka ofan í skurði á nýjan leik,“ segir Stefán. Til samanburðar þyrfti að gróðursetja um 1.770 ferkílómetra svæðis til að binda jafnmörg tonn og sögð eru losna á Norðurlandi vestra. Það eru um 1,7 prósent flatarmáls landsins og í það þyrftu um 440 milljónir trjáplantna. „Til viðmiðunar má geta þess að trjáplöntuframleiðsla á Íslandi hefur undanfarin ár verið um þrjár milljónir á ári en er nú farin að aukast vegna loftslagsáætlunar stjórnvalda,“ segir Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. Pétur segir skógrækt vannýtta tekjulind fyrir bændur. „Stærstu tækifærin til að draga úr losun á Norðurlandi vestra eru fólgin í því að bleyta framræst land og friða rofin og rýr landsvæði þar sem jarðvegur er að rotna og kolefni að losna,“ segir Pétur. „Tækifærin til að binda með skógrækt eru margvísleg. Stór láglendissvæði gætu verið tiltæk til ræktunar á alaskaösp sem bindur mikið kolefni hratt. Víða eru rýr svæði sem bændur nýta lítið og henta vel til lerki- og fururæktunar.“ Hann bendir einnig á að frjósöm svæði gætu verið afar góð lönd fyrir skógrækt. „Á frjósömum svæðum, einkum neðst í hlíðum inn til dala, eru skilyrði til ræktunar á sitkagreni sem er mjög gjöful tegund. Á svæðum sem friðuð væru fyrir beit mætti ráðast í stórtæk birkiskóggræðsluverkefni í anda Hekluskóga þar sem birki yrði gróðursett á blettum og látið dreifa sér sjálft og klæða landið birki á nokkrum áratugum,“ bætir Pétur við. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Níutíu prósent allrar losunar kolefnis frá Norðurlandi vestra kemur vegna landnýtingar í landbúnaði. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice, segir þessar niðurstöður sláandi en orkunotkun eða flutningar eru aðeins brotabrot af heildarlosun landsfjórðungsins. Stefán greindi frá bráðabirgðaniðurstöðum á greiningu sinni á kolefnisspori landshlutans í erindi á ráðstefnu Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á dögunum. Landnotkun losar 1,6 milljón tonn af kolefni árlega. „Niðurstöðurnar eru sláandi þó aðeins um frumniðurstöður sé að ræða. Við munum nú fara yfir alla útreikninga okkar og greina þetta betur en þessar niðurstöður sýna ákveðna mynd sem vert er að skoða,“ segir Stefán. „Landnotkunin, sem er um 90 prósent af allri losun kolefnis er vegna framræsts votlendis. Í raun er framræst votlendi að losa meira kolefni en gefið er upp í þessum flokki þar sem mótvægisaðgerðir minnka örlítið þennan flokk. Því er það svo að ef NV-land vill ná skjótum árangri í að stöðva losun kolefnis út í andrúmsloftið þá er mikilvægt að moka ofan í skurði á nýjan leik,“ segir Stefán. Til samanburðar þyrfti að gróðursetja um 1.770 ferkílómetra svæðis til að binda jafnmörg tonn og sögð eru losna á Norðurlandi vestra. Það eru um 1,7 prósent flatarmáls landsins og í það þyrftu um 440 milljónir trjáplantna. „Til viðmiðunar má geta þess að trjáplöntuframleiðsla á Íslandi hefur undanfarin ár verið um þrjár milljónir á ári en er nú farin að aukast vegna loftslagsáætlunar stjórnvalda,“ segir Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar. Pétur segir skógrækt vannýtta tekjulind fyrir bændur. „Stærstu tækifærin til að draga úr losun á Norðurlandi vestra eru fólgin í því að bleyta framræst land og friða rofin og rýr landsvæði þar sem jarðvegur er að rotna og kolefni að losna,“ segir Pétur. „Tækifærin til að binda með skógrækt eru margvísleg. Stór láglendissvæði gætu verið tiltæk til ræktunar á alaskaösp sem bindur mikið kolefni hratt. Víða eru rýr svæði sem bændur nýta lítið og henta vel til lerki- og fururæktunar.“ Hann bendir einnig á að frjósöm svæði gætu verið afar góð lönd fyrir skógrækt. „Á frjósömum svæðum, einkum neðst í hlíðum inn til dala, eru skilyrði til ræktunar á sitkagreni sem er mjög gjöful tegund. Á svæðum sem friðuð væru fyrir beit mætti ráðast í stórtæk birkiskóggræðsluverkefni í anda Hekluskóga þar sem birki yrði gróðursett á blettum og látið dreifa sér sjálft og klæða landið birki á nokkrum áratugum,“ bætir Pétur við.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði