Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 10:02 Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. „Núverandi ríkisstjórn hefur vissulega farið nokkuð frjálslega með lög um opinber fjármál til þessa en nú virðist vera komin upp sú nýbreytni að hér verði lögð fram fjármálastefna árlega,“ segir Þorsteinn Víglundsson á þingfundi í dag undir liðnum störf þingsins. Hann sagði ríkisstjórnina hafa skellt skollaeyrunum við aðvaranir fjölmargra sérfræðinga þegar hún lagði fram fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar við upphaf kjörtímabilsins. Fjármálastefnan hafi byggt á of bjartsýnum efnahagsforsendum og myndi ekki standast. „Ríkisstjórnin kaus að skella skollaeyrum við þeim aðvörunarorðum og hefur unnið eftir þeirri fjármálastefnu undanfarna fjórtán mánuði eða svo en sá nú knúna til að leggja fram nýja fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu fjögur árin.“ Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í fyrradag. Í henni kemur fram að með breyttum horfum megi gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö árin.Sjá nánar: Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri Þorsteinn segir að í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að virða að vettugi aðvaranir sérfræðingar þegar hún lagði fram fjármálastefnu sína sé athyglisvert að gaumgæfa forsendur endurskoðaðrar fjármálastefnu því þar sé hið sama uppi á teningnum. „Hún gefur ekkert svigrúm til þess að forsendur í hagkerfinu kunni að vera heldur veikari en gert er ráð fyrir í núverandi hagspá hagstofunnar og það er athyglisvert sérstaklega með tilliti til þess að það er gert ráð fyrir umtalsverðum skelli í hagkerfinu á þessu ári en svo munum við halda áfram eins og ekkert hafi í skorist á því næsta og það er rétt að hafa í huga að ferðaþjónustan eða forsvarsmenn hennar hafa meðal annars bent á það að það sé ekkert í þeirra kortum sem bendir til þess að sú verði raunin.“ Það sé augljóst að ríkisstjórnin þurfi að gera ráð fyrir því að framundan kunni að vera brattari brekka en núverandi hagspá gerir ráð fyrir. „En það er kosið að skella skollaeyrum við því að nýju og halda áfram að þenja út ríkisútgjöld með fordæmalausum hætti. Það verður því spennandi að takast á við umræðu um enn nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar að ári,“ segir Þorsteinn en hann var einn af þeim sem gekk hvað harðast fram í gagnrýni sinni á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þegar hún var lögð fram við upphaf kjörtímabils. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hún myndi ekki standast. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. 26. apríl 2019 18:30 Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix. 30. maí 2019 19:47 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Núverandi ríkisstjórn hefur vissulega farið nokkuð frjálslega með lög um opinber fjármál til þessa en nú virðist vera komin upp sú nýbreytni að hér verði lögð fram fjármálastefna árlega,“ segir Þorsteinn Víglundsson á þingfundi í dag undir liðnum störf þingsins. Hann sagði ríkisstjórnina hafa skellt skollaeyrunum við aðvaranir fjölmargra sérfræðinga þegar hún lagði fram fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar við upphaf kjörtímabilsins. Fjármálastefnan hafi byggt á of bjartsýnum efnahagsforsendum og myndi ekki standast. „Ríkisstjórnin kaus að skella skollaeyrum við þeim aðvörunarorðum og hefur unnið eftir þeirri fjármálastefnu undanfarna fjórtán mánuði eða svo en sá nú knúna til að leggja fram nýja fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu fjögur árin.“ Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í fyrradag. Í henni kemur fram að með breyttum horfum megi gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö árin.Sjá nánar: Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri Þorsteinn segir að í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að virða að vettugi aðvaranir sérfræðingar þegar hún lagði fram fjármálastefnu sína sé athyglisvert að gaumgæfa forsendur endurskoðaðrar fjármálastefnu því þar sé hið sama uppi á teningnum. „Hún gefur ekkert svigrúm til þess að forsendur í hagkerfinu kunni að vera heldur veikari en gert er ráð fyrir í núverandi hagspá hagstofunnar og það er athyglisvert sérstaklega með tilliti til þess að það er gert ráð fyrir umtalsverðum skelli í hagkerfinu á þessu ári en svo munum við halda áfram eins og ekkert hafi í skorist á því næsta og það er rétt að hafa í huga að ferðaþjónustan eða forsvarsmenn hennar hafa meðal annars bent á það að það sé ekkert í þeirra kortum sem bendir til þess að sú verði raunin.“ Það sé augljóst að ríkisstjórnin þurfi að gera ráð fyrir því að framundan kunni að vera brattari brekka en núverandi hagspá gerir ráð fyrir. „En það er kosið að skella skollaeyrum við því að nýju og halda áfram að þenja út ríkisútgjöld með fordæmalausum hætti. Það verður því spennandi að takast á við umræðu um enn nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar að ári,“ segir Þorsteinn en hann var einn af þeim sem gekk hvað harðast fram í gagnrýni sinni á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þegar hún var lögð fram við upphaf kjörtímabils. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hún myndi ekki standast.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. 26. apríl 2019 18:30 Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix. 30. maí 2019 19:47 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40
Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. 26. apríl 2019 18:30
Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix. 30. maí 2019 19:47
Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05