Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 14:45 Frá dimmiteringu MA í gær. Hver bekkur sér um að útvega faraskjóta fyrir dimmisjón en algengast er að nemendur séu í vagni, sem dreginn er af traktori. Mynd/Aðsend Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum. Hún segir að einhverjir hafi nýtt sér aðhlynningu frá áfallateymi Rauða krossins en hlé var gert á hátíðahöldum gærdagsins eftir slysið. Stúlkan, sem var í hópi útskriftarnemanna í gær, hlaut alvarlega áverka á andliti er hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaður var til að ferja hana og bekkjarfélaga hennar um bæinn.„Þvílíkt sjokk“ Slysið varð síðdegis í gær, um einn til tvo klukkutíma eftir að vagnar nemendanna lögðu af stað klukkan 14. Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, formaður Hugins, nemendafélags MA, skólaárið 2018-19, segir útskriftarnemendur skólans afar slegna eftir slysið. „Og sérstaklega þeir sem voru á þessum vagni, þetta er náttúrulega þvílíkt sjokk.“ Áfallateymi Rauða krossins var kallað út til að veita vitnum að slysinu aðhlynningu. Kolbrún segir að nokkrir hafi nýtt sér þjónustuna, þeir sem voru á vagninum með stúlkunni og vinir hennar. Stúlkan var svo flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.Skemmtu sér fyrir hennar hönd Kolbrún, sem varð ekki vitni að slysinu sjálf og þekkir stúlkuna ekki persónulega, hefur eftir skólameistara MA að skólasystir hennar hafi brotnað illa á neðri hluta andlits við slysið. Sem betur fer hafi hún ekki slasast annars staðar. Þá var gert hlé á dimmiteringunni þegar slysið varð. „Við hættum og hittumst uppi í skóla og skólameistarinn ræddi við okkur. Allir þurftu aðeins að róa sig niður,“ segir Kolbrún. Eftir það hafi flestir ákveðið að halda dagskrá dagsins áfram. „Við vorum auðvitað öll mjög leið yfir þessu en þetta er náttúrulega dimmisjón og við vildum geta skemmt okkur, og þá einnig fyrir hennar hönd. Hún er að missa af þessu öllu saman.“ Ekkert fyllerísslys Þá leggur Kolbrún áherslu á að skemmtun gærdagsins hafi verið vímuefnalaus. Rík hefð sé fyrir því meðal nemenda MA að skemmta sér án áfengis og sú hafi einnig verið raunin þegar slysið varð. Um hafi verið að ræða raunverulegt óhapp en ekki fyllerísslys. Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að fólksflutningar með bílum á borð við þann sem átti í hlut í gær séu ólöglegir. Lögregla muni taka fyrir flutninga með slíkum bílum á dimmiteringum hér eftir. Að sögn Kolbrúnar er allur gangur á því hvernig útskriftarnemendur MA útvegi sér vagna og bíla á dimmisjón. Hver bekkur sjái um sinn vagn en þeir voru um sextán talsins í gær, og af ýmsum gerðum. Dimmiteringar hérlendis fara margar fram með þessum hætti. Þannig aka til að mynda útskriftarnemar Menntaskólans í Reykjavík um miðbæinn á stórum gámabílum við dimmiteringu á ári hverju. Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum. Hún segir að einhverjir hafi nýtt sér aðhlynningu frá áfallateymi Rauða krossins en hlé var gert á hátíðahöldum gærdagsins eftir slysið. Stúlkan, sem var í hópi útskriftarnemanna í gær, hlaut alvarlega áverka á andliti er hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaður var til að ferja hana og bekkjarfélaga hennar um bæinn.„Þvílíkt sjokk“ Slysið varð síðdegis í gær, um einn til tvo klukkutíma eftir að vagnar nemendanna lögðu af stað klukkan 14. Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, formaður Hugins, nemendafélags MA, skólaárið 2018-19, segir útskriftarnemendur skólans afar slegna eftir slysið. „Og sérstaklega þeir sem voru á þessum vagni, þetta er náttúrulega þvílíkt sjokk.“ Áfallateymi Rauða krossins var kallað út til að veita vitnum að slysinu aðhlynningu. Kolbrún segir að nokkrir hafi nýtt sér þjónustuna, þeir sem voru á vagninum með stúlkunni og vinir hennar. Stúlkan var svo flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.Skemmtu sér fyrir hennar hönd Kolbrún, sem varð ekki vitni að slysinu sjálf og þekkir stúlkuna ekki persónulega, hefur eftir skólameistara MA að skólasystir hennar hafi brotnað illa á neðri hluta andlits við slysið. Sem betur fer hafi hún ekki slasast annars staðar. Þá var gert hlé á dimmiteringunni þegar slysið varð. „Við hættum og hittumst uppi í skóla og skólameistarinn ræddi við okkur. Allir þurftu aðeins að róa sig niður,“ segir Kolbrún. Eftir það hafi flestir ákveðið að halda dagskrá dagsins áfram. „Við vorum auðvitað öll mjög leið yfir þessu en þetta er náttúrulega dimmisjón og við vildum geta skemmt okkur, og þá einnig fyrir hennar hönd. Hún er að missa af þessu öllu saman.“ Ekkert fyllerísslys Þá leggur Kolbrún áherslu á að skemmtun gærdagsins hafi verið vímuefnalaus. Rík hefð sé fyrir því meðal nemenda MA að skemmta sér án áfengis og sú hafi einnig verið raunin þegar slysið varð. Um hafi verið að ræða raunverulegt óhapp en ekki fyllerísslys. Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að fólksflutningar með bílum á borð við þann sem átti í hlut í gær séu ólöglegir. Lögregla muni taka fyrir flutninga með slíkum bílum á dimmiteringum hér eftir. Að sögn Kolbrúnar er allur gangur á því hvernig útskriftarnemendur MA útvegi sér vagna og bíla á dimmisjón. Hver bekkur sjái um sinn vagn en þeir voru um sextán talsins í gær, og af ýmsum gerðum. Dimmiteringar hérlendis fara margar fram með þessum hætti. Þannig aka til að mynda útskriftarnemar Menntaskólans í Reykjavík um miðbæinn á stórum gámabílum við dimmiteringu á ári hverju.
Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30