Bíl ekið inn í snjóflóð í Ljósavatnsskarði Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. desember 2019 22:45 Engin slys urðu á fólki. Mynd er úr safni. lögreglan á norðurlandi eystra Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokað veginum um Ljósavatnsskarð eftir að snjóflóð féll yfir veginn um klukkan tíu í kvöld. Bifreið var ekið inn í flóðið en til allrar mildi urðu engin slys. Þetta staðfestir Jón Valdimarsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir jafnframt að eitt til tvö flóð til viðbótar hafi fallið í fjallinu. Haft var samband við alla bændur og íbúa sem búa á þessum slóðum og opnuð fjöldahjálparstöð Rauða krossins að Stóru-Tjörnum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þar um fimmtán manns. Jón segir að litlar líkur séu á því að vegurinn verði opnaður í nótt. Mikil snjósöfnun hefur verið í fjallshlíðum fyrir norðan í dag og undanfarna daga og því snjóflóðahætta víða. Kolvitlaust veður og ófærð Þá var opnuð aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu á Húsavík vegna snjóflóðanna. Hjálmar Bogi Hafliðason, sem á sæti í aðgerðarstjórninni, segir að þrjár björgunarsveitir hafi verið kallaðar út. Björgunarsveitin Þingey, Hjálparsveit skáta í Reykjadal og Björgunarsveitin Garðar á Húsavík. Á annan tug björgunarsveitarmanna eru að störfum á fimm bílum og tveimur vélsleðum. Hjálmar segir sleðamennina hafa ekið yfir flóðið til þess að tryggja að enginn hafi lent undir því. Það sé stærra en áður var talið, eða um 500 metra breitt. Á staðnum sé kolvitlaust veður og mikil ófærð. Flóðið sem féll kom úr Krossfjöllum, ofan við Ljósavatnsskarð og fór yfir Þjóðveg 1 við Ljósavatn. Hjálmar segir að um fimmtán ökumenn sem hafi verið á ferðinni hafi leitað náða í heimavistarskólanum á Stóru- Tjörnum og að þar muni hugsanlega einhverjir gista í nótt. Hjálmar segir að þekkt sé að flóð falli á þessum slóðum en svæðið er ekki vaktað sérstaklega af snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvass vindur er nú á landinu og einnig ofankoma norðan- og austantil. Gular viðvaranir eru í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi þangað til í fyrramálið. Þá var vegum víða lokað síðdegis í dag og fleiri lokanir tóku gildi í kvöld. Þegar þetta er ritað hefur verið lokað fyrir umferð um Siglufjarðarveg, Ljósavatnsskarð, Öxnadalsheiði, Möðrudalsöræfi, Mývatnsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Öræfasveit. Hægt er að fylgjast með vegalokunum á vef Vegagerðarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Veður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00 Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11. desember 2019 13:46 „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokað veginum um Ljósavatnsskarð eftir að snjóflóð féll yfir veginn um klukkan tíu í kvöld. Bifreið var ekið inn í flóðið en til allrar mildi urðu engin slys. Þetta staðfestir Jón Valdimarsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir jafnframt að eitt til tvö flóð til viðbótar hafi fallið í fjallinu. Haft var samband við alla bændur og íbúa sem búa á þessum slóðum og opnuð fjöldahjálparstöð Rauða krossins að Stóru-Tjörnum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þar um fimmtán manns. Jón segir að litlar líkur séu á því að vegurinn verði opnaður í nótt. Mikil snjósöfnun hefur verið í fjallshlíðum fyrir norðan í dag og undanfarna daga og því snjóflóðahætta víða. Kolvitlaust veður og ófærð Þá var opnuð aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu á Húsavík vegna snjóflóðanna. Hjálmar Bogi Hafliðason, sem á sæti í aðgerðarstjórninni, segir að þrjár björgunarsveitir hafi verið kallaðar út. Björgunarsveitin Þingey, Hjálparsveit skáta í Reykjadal og Björgunarsveitin Garðar á Húsavík. Á annan tug björgunarsveitarmanna eru að störfum á fimm bílum og tveimur vélsleðum. Hjálmar segir sleðamennina hafa ekið yfir flóðið til þess að tryggja að enginn hafi lent undir því. Það sé stærra en áður var talið, eða um 500 metra breitt. Á staðnum sé kolvitlaust veður og mikil ófærð. Flóðið sem féll kom úr Krossfjöllum, ofan við Ljósavatnsskarð og fór yfir Þjóðveg 1 við Ljósavatn. Hjálmar segir að um fimmtán ökumenn sem hafi verið á ferðinni hafi leitað náða í heimavistarskólanum á Stóru- Tjörnum og að þar muni hugsanlega einhverjir gista í nótt. Hjálmar segir að þekkt sé að flóð falli á þessum slóðum en svæðið er ekki vaktað sérstaklega af snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvass vindur er nú á landinu og einnig ofankoma norðan- og austantil. Gular viðvaranir eru í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi þangað til í fyrramálið. Þá var vegum víða lokað síðdegis í dag og fleiri lokanir tóku gildi í kvöld. Þegar þetta er ritað hefur verið lokað fyrir umferð um Siglufjarðarveg, Ljósavatnsskarð, Öxnadalsheiði, Möðrudalsöræfi, Mývatnsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Öræfasveit. Hægt er að fylgjast með vegalokunum á vef Vegagerðarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Veður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00 Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11. desember 2019 13:46 „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00
Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11. desember 2019 13:46
„Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30