Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 11:53 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. Vísir/vilhelm Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. „Það kemur gengishögg og verðbólguskot í kjölfarið á svona áfalli. Hversu alvarlegt er ómögulegt að segja til um núna en ég er svo sem ekkert svartsýnn á að það verði meiriháttar gengisfall,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Hann segir að gengi krónunnar muni að öllum líkindum veikjast aðeins og verðbólga aukast. Þetta sé liður í aðlögun að nýjum veruleika eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi að fullu.Ástæðulaust að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu „Þetta er ekkert hrun, langt því frá en þetta mun rífa í næstu eitt, tvö árin hið minnsta,“ segir Þorsteinn sem segir að ástæðulaust sé að draga upp kolsvarta mynd. Það sem af er degi hefur krónan veikst lítillega eða á bilinu hálft til eitt prósent eftir gjaldmiðlum. „Ég sé engar forsendur í augnablikinu fyrir því að það verði neitt í líkingu við það sem við sáum til dæmis í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður út í verðtryggð húsnæðislán en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem á í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir að í ljósi frétta af WOW air þurfi verkalýðshreyfingin mögulega að breyta áherslum sínum og krefjast þaks á verðtryggð húsnæðislán. „Það er engin ástæða til að teikna upp kolsvarta mynd í þeim efnum en það gæti alveg komið dálítið högg á gengið og upp úr stígandi verðbólga en ekkert eitthvað sem myndi skapa algjöran forsendubrest fyrir heimilin gagnvart skuldabréfum sínum“. Spurður hvort það sé ekki ósanngjarnt að niðursveiflan þurfi ávallt að bitna á fólkinu sem ekki hafi efni á óverðtryggðum húsnæðislánum vegna hærri greiðslubyrði segir Þorsteinn svo vera. Veruleiki íslensku krónunnar „Þetta er veruleiki íslensku krónunnar og þetta er sú hagstjórn sem þeir flokkar sem vilja byggja áfram á íslensku krónunni og trúa á að sé best og þar eru það alltaf við sem berum reikninginn á endanum þegar krónan fellur.“ Þorsteinn segist hafa allt frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins verið ötull við að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áætlanir um útgjaldaaukningu. „Á sama tíma og það er, út frá sögulegri reynslu, full ástæða til að vera varkár og eiga gott svigrúm til að mæta mögulegum skakkaföllum sem hafa gjarnan dunið á okkur með reglulegu millibili.“ Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Viðreisn WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. „Það kemur gengishögg og verðbólguskot í kjölfarið á svona áfalli. Hversu alvarlegt er ómögulegt að segja til um núna en ég er svo sem ekkert svartsýnn á að það verði meiriháttar gengisfall,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Hann segir að gengi krónunnar muni að öllum líkindum veikjast aðeins og verðbólga aukast. Þetta sé liður í aðlögun að nýjum veruleika eftir að fréttir tóku að spyrjast af því að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi að fullu.Ástæðulaust að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu „Þetta er ekkert hrun, langt því frá en þetta mun rífa í næstu eitt, tvö árin hið minnsta,“ segir Þorsteinn sem segir að ástæðulaust sé að draga upp kolsvarta mynd. Það sem af er degi hefur krónan veikst lítillega eða á bilinu hálft til eitt prósent eftir gjaldmiðlum. „Ég sé engar forsendur í augnablikinu fyrir því að það verði neitt í líkingu við það sem við sáum til dæmis í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn þegar hann er spurður út í verðtryggð húsnæðislán en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem á í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir að í ljósi frétta af WOW air þurfi verkalýðshreyfingin mögulega að breyta áherslum sínum og krefjast þaks á verðtryggð húsnæðislán. „Það er engin ástæða til að teikna upp kolsvarta mynd í þeim efnum en það gæti alveg komið dálítið högg á gengið og upp úr stígandi verðbólga en ekkert eitthvað sem myndi skapa algjöran forsendubrest fyrir heimilin gagnvart skuldabréfum sínum“. Spurður hvort það sé ekki ósanngjarnt að niðursveiflan þurfi ávallt að bitna á fólkinu sem ekki hafi efni á óverðtryggðum húsnæðislánum vegna hærri greiðslubyrði segir Þorsteinn svo vera. Veruleiki íslensku krónunnar „Þetta er veruleiki íslensku krónunnar og þetta er sú hagstjórn sem þeir flokkar sem vilja byggja áfram á íslensku krónunni og trúa á að sé best og þar eru það alltaf við sem berum reikninginn á endanum þegar krónan fellur.“ Þorsteinn segist hafa allt frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins verið ötull við að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir áætlanir um útgjaldaaukningu. „Á sama tíma og það er, út frá sögulegri reynslu, full ástæða til að vera varkár og eiga gott svigrúm til að mæta mögulegum skakkaföllum sem hafa gjarnan dunið á okkur með reglulegu millibili.“
Alþingi Efnahagsmál Kjaramál Viðreisn WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33