Bjóða farþegum WOW ókeypis gistingu á meðan þeir reyna að komast heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2019 20:40 Drífa Björk Linnet rekur gistisvæðið Hraunborgir ásamt eiginmanni sínum og börnum. Mynd/Samsett Eigendur gistisvæðisins Hraunborga í Grímsnesi hafa boðið öllum farþegum flugfélagsins WOW air, sem eru strandaglópar hér á landi eftir að félagið var lýst gjaldþrota í dag, ókeypis gistingu næstu vikuna. „Okkur langar í rauninni að sýna samstöðu og við vorum í morgun að horfa á fréttir og sáum þar viðtal við ferðamenn sem voru staddir í Leifsstöð og voru að reyna að bjarga sér,“ segir Drífa Björk Linnet, sem rekur Hraunborgir ásamt eiginmanni sínum og börnum, í samtali við Vísi. „Þannig að mér finnst bara að ef einhver getur mögulega hjálpað þá ætti hann að gera það og mér finnst líka mikilvægt að senda þau skilaboð að við Íslendingar séum nú gott fólk og ekki að nýta þennan harmleik til að græða einhverjar aukakrónur á þessu.“ Drífa segir gjaldþrot WOW air og aðdraganda þess hafa reynst erfitt fyrir reksturinn. Fjölskyldan finni jafnframt að róðurinn í ferðaþjónustunni hafi þyngst verulega undanfarna mánuði. „Við erum strax farin að fá gríðarlega miklar afbókanir. Þetta hefur strax rosalega mikil áhrif á allt, eins og maður hefur séð í fréttunum að þá er strax mikið atvinnuleysi. Þetta er bara hræðilegt.“ Viðbrögðin við tilboðinu hafi þó verið afar góð. Drífa segir marga hafa haft samband í gegnum Facebook-síðu Hraunborga en þegar hafa nokkrir strandaglópar boðað komu sína næstu daga, þeir fyrstu mæta á morgun og straumurinn heldur áfram alveg fram í apríl. „Við erum búin að bóka nokkrar fjölskyldur. Þau eru ekki að trúa sínum eigin augum hvað þetta er að bjarga miklu,“ segir Drífa. Í Facebook-færslu Hraunborga, þar sem greint var frá tilboðinu, er jafnframt skorað á aðra ferðaþjónustuaðila að fara að fordæmi gistisvæðisins og koma til móts við WOW-strandaglópa. Drífa segir þó að hún hafi ekki orðið vör við að önnur fyrirtæki hafi tekið áskoruninni. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur WOW Air Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Eigendur gistisvæðisins Hraunborga í Grímsnesi hafa boðið öllum farþegum flugfélagsins WOW air, sem eru strandaglópar hér á landi eftir að félagið var lýst gjaldþrota í dag, ókeypis gistingu næstu vikuna. „Okkur langar í rauninni að sýna samstöðu og við vorum í morgun að horfa á fréttir og sáum þar viðtal við ferðamenn sem voru staddir í Leifsstöð og voru að reyna að bjarga sér,“ segir Drífa Björk Linnet, sem rekur Hraunborgir ásamt eiginmanni sínum og börnum, í samtali við Vísi. „Þannig að mér finnst bara að ef einhver getur mögulega hjálpað þá ætti hann að gera það og mér finnst líka mikilvægt að senda þau skilaboð að við Íslendingar séum nú gott fólk og ekki að nýta þennan harmleik til að græða einhverjar aukakrónur á þessu.“ Drífa segir gjaldþrot WOW air og aðdraganda þess hafa reynst erfitt fyrir reksturinn. Fjölskyldan finni jafnframt að róðurinn í ferðaþjónustunni hafi þyngst verulega undanfarna mánuði. „Við erum strax farin að fá gríðarlega miklar afbókanir. Þetta hefur strax rosalega mikil áhrif á allt, eins og maður hefur séð í fréttunum að þá er strax mikið atvinnuleysi. Þetta er bara hræðilegt.“ Viðbrögðin við tilboðinu hafi þó verið afar góð. Drífa segir marga hafa haft samband í gegnum Facebook-síðu Hraunborga en þegar hafa nokkrir strandaglópar boðað komu sína næstu daga, þeir fyrstu mæta á morgun og straumurinn heldur áfram alveg fram í apríl. „Við erum búin að bóka nokkrar fjölskyldur. Þau eru ekki að trúa sínum eigin augum hvað þetta er að bjarga miklu,“ segir Drífa. Í Facebook-færslu Hraunborga, þar sem greint var frá tilboðinu, er jafnframt skorað á aðra ferðaþjónustuaðila að fara að fordæmi gistisvæðisins og koma til móts við WOW-strandaglópa. Drífa segir þó að hún hafi ekki orðið vör við að önnur fyrirtæki hafi tekið áskoruninni.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur WOW Air Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira