Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. janúar 2019 19:00 Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir framkvæmdir víða fara fram úr áætlunum. Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. Algengt er að heyra fréttir um að framkvæmdir á vegum hins opinbera standist ekki áætlanir. Þá hefur framúrkeyrsla á verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar verið fréttaefni síðustu mánuði. Um er að ræða framkvæmdir við Gröndalshús, Hlemm Mathöll, Sundhöll Reykjavíkur, Vesturbæjarskóla, Félagsbústaði að Írarbakka, hjólastíga á Grensásvegi og framkvæmdir við nýjan innsiglingarvita við Sæbraut sem hafa alls farið mörg hundruð milljónir fram úr áætlunum. Og loks er það bragginn í Nauthólsvík sem fór um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt í fréttum að þrátt fyrir að áætlanir standist oft ekki sé bragginn algjört einsdæmi. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir oft erfitt að sjá alla þætti fyrir þegar áætlanir séu gerðar um framkvæmdir hvort sem um er að ræða heimili eða opinbera aðila. „Verklegar framkvæmdir hafa víða farið framúr áætlunum ég ætla ekki að draga dul á það. Ég held hins vegar að flestir séu að vanda sig þegar þeir gera áætlanir en aftur á móti getur verk verið þess eðlis að það getur verið afskaplega erfitt að sjá fyrir sér alls konar óvissuþætti sem geta komið upp á framkvæmdartíma,“ segir Aldís. Aldís segist vera undrandi á tillögu þeirra borgarfulltrúa sem vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara. „Það kom mér auðvitað á óvart eins og svo mörgum öðrum að það sé rætt um að fara þá leið. Ég man ekki eftir það hafi verið gert áður á sveitarstjórnarstiginu,“ segir Aldís. Borgarstjórn Braggamálið Skipulag Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 „Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. 13. janúar 2019 13:48 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. Algengt er að heyra fréttir um að framkvæmdir á vegum hins opinbera standist ekki áætlanir. Þá hefur framúrkeyrsla á verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar verið fréttaefni síðustu mánuði. Um er að ræða framkvæmdir við Gröndalshús, Hlemm Mathöll, Sundhöll Reykjavíkur, Vesturbæjarskóla, Félagsbústaði að Írarbakka, hjólastíga á Grensásvegi og framkvæmdir við nýjan innsiglingarvita við Sæbraut sem hafa alls farið mörg hundruð milljónir fram úr áætlunum. Og loks er það bragginn í Nauthólsvík sem fór um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt í fréttum að þrátt fyrir að áætlanir standist oft ekki sé bragginn algjört einsdæmi. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir oft erfitt að sjá alla þætti fyrir þegar áætlanir séu gerðar um framkvæmdir hvort sem um er að ræða heimili eða opinbera aðila. „Verklegar framkvæmdir hafa víða farið framúr áætlunum ég ætla ekki að draga dul á það. Ég held hins vegar að flestir séu að vanda sig þegar þeir gera áætlanir en aftur á móti getur verk verið þess eðlis að það getur verið afskaplega erfitt að sjá fyrir sér alls konar óvissuþætti sem geta komið upp á framkvæmdartíma,“ segir Aldís. Aldís segist vera undrandi á tillögu þeirra borgarfulltrúa sem vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara. „Það kom mér auðvitað á óvart eins og svo mörgum öðrum að það sé rætt um að fara þá leið. Ég man ekki eftir það hafi verið gert áður á sveitarstjórnarstiginu,“ segir Aldís.
Borgarstjórn Braggamálið Skipulag Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 „Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. 13. janúar 2019 13:48 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35
„Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. 13. janúar 2019 13:48