Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Andri Eysteinsson skrifar 17. mars 2019 10:10 Vinir Zakaraia Bhuiyan, sem er enn saknað halda uppi myndum af honum í Christchurch. EPA/AAP Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. Lögreglan hefur ekki gefið út lista yfir fórnarlömb hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, en ljóst er að stór hluti fórnarlambanna voru flóttafólk sem taldi sig hafa fundið öruggt athvarf í Nýja Sjálandi.Höfðu sest að í Nýja Sjálandi í leit að betra lífi Egypsk yfirvöld hafa staðfest að fjórir egypskir ríkisborgarar, hafi látið lífið og sama má segja um jórdönsk yfirvöld. Þá hafa yfirvöld í Pakistan staðfest að sex ríkisborgarar hafi látið lífið, þar á meðal hinn fimmtíu ára gamli Naeem Rashid, sem sést á öryggismyndavélum Al Noor moskunnar gera tilraun til að fella byssumanninn Tarrant.Rashid, sem víða hefur verið kallaður hetja, starfaði sem kennari í Christchurch. Rashid var staddur í moskunni ásamt sonum sínum. Annar sona hans, hinn 21 árs gamli Talha Rashid var einnig myrtur en hinn liggur nú á sjúkrahúsi. Samfélag Sýrlendinga í Nýja Sjálandi staðfesti einnig að einn hinna látnu væri Khaled Mustafa, sem flúði ófremdarástandið í heimalandinu í fyrra og taldi sig hafa fundið öruggan stað til að vera á.Mustafa var einnig í moskunni ásamt sonum sínum, annar þeirra er illa særður og þurfti á skurðaðgerð að halda en ekki hefur tekist að hafa upp á hinum.Yngsta fórnarlambið þriggja ára drengur Þá var yngsta fórnarlamb hryðjuverkamannsins hinn þriggja ára gamli Mucad Ibrahim. Mucad var í moskunni ásamt eldri bróður sínum og föður sem báðir náðu að flýja af vettvangi árásarinnar.Ibrahim fjölskyldan hefur leitað að Mucad á sjúkrahúsum borgarinnar en án árangurs, telja þau því líklegast að Mucad, sem þau lýsa sem glaðlegum orkubolta, sé meðal hinna látnu. Lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt barn hafi látið lífið en fjöldi slasast, Cashmere HS skólinn í Christchurch hefur staðfest að tveir núverandi nemendur og einn fyrrum nemandi séu meðal þeirra sem er saknað. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12 Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Breska konungsfjölskyldan um hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi: „Engin manneskja ætti að óttast að sækja helgistað“ Hertogahjónin af Camebridge og Sussex hafa vottað aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkanna í Nýja-Sjálandi samúð sína . 16. mars 2019 16:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. Lögreglan hefur ekki gefið út lista yfir fórnarlömb hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, en ljóst er að stór hluti fórnarlambanna voru flóttafólk sem taldi sig hafa fundið öruggt athvarf í Nýja Sjálandi.Höfðu sest að í Nýja Sjálandi í leit að betra lífi Egypsk yfirvöld hafa staðfest að fjórir egypskir ríkisborgarar, hafi látið lífið og sama má segja um jórdönsk yfirvöld. Þá hafa yfirvöld í Pakistan staðfest að sex ríkisborgarar hafi látið lífið, þar á meðal hinn fimmtíu ára gamli Naeem Rashid, sem sést á öryggismyndavélum Al Noor moskunnar gera tilraun til að fella byssumanninn Tarrant.Rashid, sem víða hefur verið kallaður hetja, starfaði sem kennari í Christchurch. Rashid var staddur í moskunni ásamt sonum sínum. Annar sona hans, hinn 21 árs gamli Talha Rashid var einnig myrtur en hinn liggur nú á sjúkrahúsi. Samfélag Sýrlendinga í Nýja Sjálandi staðfesti einnig að einn hinna látnu væri Khaled Mustafa, sem flúði ófremdarástandið í heimalandinu í fyrra og taldi sig hafa fundið öruggan stað til að vera á.Mustafa var einnig í moskunni ásamt sonum sínum, annar þeirra er illa særður og þurfti á skurðaðgerð að halda en ekki hefur tekist að hafa upp á hinum.Yngsta fórnarlambið þriggja ára drengur Þá var yngsta fórnarlamb hryðjuverkamannsins hinn þriggja ára gamli Mucad Ibrahim. Mucad var í moskunni ásamt eldri bróður sínum og föður sem báðir náðu að flýja af vettvangi árásarinnar.Ibrahim fjölskyldan hefur leitað að Mucad á sjúkrahúsum borgarinnar en án árangurs, telja þau því líklegast að Mucad, sem þau lýsa sem glaðlegum orkubolta, sé meðal hinna látnu. Lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt barn hafi látið lífið en fjöldi slasast, Cashmere HS skólinn í Christchurch hefur staðfest að tveir núverandi nemendur og einn fyrrum nemandi séu meðal þeirra sem er saknað.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12 Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Breska konungsfjölskyldan um hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi: „Engin manneskja ætti að óttast að sækja helgistað“ Hertogahjónin af Camebridge og Sussex hafa vottað aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkanna í Nýja-Sjálandi samúð sína . 16. mars 2019 16:31 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Breska konungsfjölskyldan um hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi: „Engin manneskja ætti að óttast að sækja helgistað“ Hertogahjónin af Camebridge og Sussex hafa vottað aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkanna í Nýja-Sjálandi samúð sína . 16. mars 2019 16:31