Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2019 21:00 Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa gerðu nýverið með sér samkomulag um að þróa og efla markaðssetningu til ferðamanna á Demantshringnum svokallaða. Þar má finna nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nafnið hefur verið í notkun í nokkur ár en nú á að gefa í. „Það hefur í rauninni verið vannýtt. Við vitum að þetta er til og aðilar á svæðinu eru að nota þetta en þetta er vannýtt vegna þess að innviðar eru ekki til staðar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Goðafoss er hluti af Demantshringnum.Vísir/VilhelmHelsti farartálminn er Dettifossvegur en á nokkurra kílómetra kafla á milli Dettifoss og Ásbyrgis er aðeins hægt að aka eftir slóða. „Þessi vegur, þessi vegspotti sem á eftir að klára hefur verið stór hindrun í að nýta þetta vel. Síðan er það líka að það er ekki verið að opna veginn að Dettifossi að vestanverðu yfir vetrartímann sem þýðir að við höfum ekki getað markaðssett þetta svæði að fullu,“ segir Arnheiður. Og það er von á breytingum. Vegagerðin mun bjóða út síðasta áfanga Dettifossvegar eftir helgi og standa vonir til þess að vegurinn verði þá orðinn uppbyggður og fær öllum bílum fyrir veturinn. Markmiðið er að Demantshringurinn geti orðið segull sem dragi ferðamenn að Norðurlandi. „Þetta verður núna vonandi heilsársopnun. Það er það sem við sjáum fram á að verði svo að fyrirtækin geti farið að nýta sér þessar perlur sem eru á þessari leið,“ segir Arnheiður. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa gerðu nýverið með sér samkomulag um að þróa og efla markaðssetningu til ferðamanna á Demantshringnum svokallaða. Þar má finna nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nafnið hefur verið í notkun í nokkur ár en nú á að gefa í. „Það hefur í rauninni verið vannýtt. Við vitum að þetta er til og aðilar á svæðinu eru að nota þetta en þetta er vannýtt vegna þess að innviðar eru ekki til staðar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Goðafoss er hluti af Demantshringnum.Vísir/VilhelmHelsti farartálminn er Dettifossvegur en á nokkurra kílómetra kafla á milli Dettifoss og Ásbyrgis er aðeins hægt að aka eftir slóða. „Þessi vegur, þessi vegspotti sem á eftir að klára hefur verið stór hindrun í að nýta þetta vel. Síðan er það líka að það er ekki verið að opna veginn að Dettifossi að vestanverðu yfir vetrartímann sem þýðir að við höfum ekki getað markaðssett þetta svæði að fullu,“ segir Arnheiður. Og það er von á breytingum. Vegagerðin mun bjóða út síðasta áfanga Dettifossvegar eftir helgi og standa vonir til þess að vegurinn verði þá orðinn uppbyggður og fær öllum bílum fyrir veturinn. Markmiðið er að Demantshringurinn geti orðið segull sem dragi ferðamenn að Norðurlandi. „Þetta verður núna vonandi heilsársopnun. Það er það sem við sjáum fram á að verði svo að fyrirtækin geti farið að nýta sér þessar perlur sem eru á þessari leið,“ segir Arnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42
Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37