Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Andri Eysteinsson skrifar 7. desember 2019 11:30 Corbyn og Johnson mættust í kappræðum BBC Getty/Leon Neal Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. Guardian greinir frá.Leiðtogarnir ræddu aðgerðir gegn múslimahatri í bresku samfélagi. Sagði Corbyn að Johnson hafi mistekist að taka á múslima- og útlendingahatri í Íhaldsflokknum og hafi sjálfur verið uppvís að því að nota niðrandi orð. „Múslimahatur er vandamál í samfélagi okkar og það er vandamál hvaða orð eru notuð. Ég nota aldrei niðrandi orð með nokkrum hætti til þess að lýsa einum einasta í þessum heimi,“ sagði Corbyn.Viðbrögð við gyðingahatri til marks um skort á leiðtogahæfni Johnson svaraði gagnrýni Corbyn með því að segja að sá Íhaldsmaður sem yrði uppvís af kynþáttafordómum yrði vikið á brott tafarlaust. Þó hafi Íhaldsmenn fengið að halda stöðu sinni sem frambjóðendur eftir að hafa beðist afsökunar. Johnson sakaði þá andstæðing sinn um að hafa ekki tekið á gyðingahatri innan Verkamannaflokksins. „Ég held að meðhöndlun Corbyn á málinu, tregða hans við að taka af skarið og standa vörð um gyðinga innan verkamannaflokksins sé einfaldlega merki um skort á leiðtogahæfni,“ sagði Johnson. Á tíð Jeremy Corbyn sem leiðtogi Verkamannaflokksins hefur mikið verið rætt um meint gyðingahatur innan flokksins. Hafa þingmenn sagt af sér vegna þessa, bæði í fulltrúa og lávarðadeild þingsins. Þá var íhugað innan flokksins að leggja fram vantrauststillögu gegn Corbyn vegna viðbragða hans við ásökunum um gyðingahatur. Hefur æðsti rabbíni Bretlands sagt gyðinga kvíðna fyrir möguleikanum á Bretlandi undir stjórn Corbyn. Corbyn svaraði fyrir sig og minnti á fyrri ummæli Johnson þar sem hann líkti meðal annars múslimakonum við póstkassa. „Skortur á leiðtogahæfni er þegar þú notar niðrandi orð til þess að lýsa fólki frá öðrum löndum eða innan okkar samfélags. Ég mun aldrei gera það. Ég vona að forsætisráðherrann átti sig á þeim sársauka sem hann hefur valdið með orðum sínum. „Ég vona að hann muni sjá eftir ummælunum og skilji hversu mikilvægt það er að sýna virðing gagnvart öllu fólki, óháð trú þeirra og tungumáli, í fjölmenningarsamfélagi,“ sagði Corbyn.Corbyn meira traustvekjandi en Johnson líkari forsætisráðherra Í könnun sem gerð var eftir kappræðurnar kom fram að 52% töldu að Johnson hafi komið betur út úr kappræðunum. Þó væri svo mjótt á munum að hægt væri að halda því fram að frambjóðendurnir hafi verið jafnir. Í skoðanakönnuninni var einnig spurt hvor þeirra væri meira traustvekjandi. Nefndu 48% Corbyn en 38% sögðu Johnson. Johnson var þó sagður líkari forsætisráðherra en 54% nefndu hann gegn 30% Corbyn þegar að því var spurt. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. Guardian greinir frá.Leiðtogarnir ræddu aðgerðir gegn múslimahatri í bresku samfélagi. Sagði Corbyn að Johnson hafi mistekist að taka á múslima- og útlendingahatri í Íhaldsflokknum og hafi sjálfur verið uppvís að því að nota niðrandi orð. „Múslimahatur er vandamál í samfélagi okkar og það er vandamál hvaða orð eru notuð. Ég nota aldrei niðrandi orð með nokkrum hætti til þess að lýsa einum einasta í þessum heimi,“ sagði Corbyn.Viðbrögð við gyðingahatri til marks um skort á leiðtogahæfni Johnson svaraði gagnrýni Corbyn með því að segja að sá Íhaldsmaður sem yrði uppvís af kynþáttafordómum yrði vikið á brott tafarlaust. Þó hafi Íhaldsmenn fengið að halda stöðu sinni sem frambjóðendur eftir að hafa beðist afsökunar. Johnson sakaði þá andstæðing sinn um að hafa ekki tekið á gyðingahatri innan Verkamannaflokksins. „Ég held að meðhöndlun Corbyn á málinu, tregða hans við að taka af skarið og standa vörð um gyðinga innan verkamannaflokksins sé einfaldlega merki um skort á leiðtogahæfni,“ sagði Johnson. Á tíð Jeremy Corbyn sem leiðtogi Verkamannaflokksins hefur mikið verið rætt um meint gyðingahatur innan flokksins. Hafa þingmenn sagt af sér vegna þessa, bæði í fulltrúa og lávarðadeild þingsins. Þá var íhugað innan flokksins að leggja fram vantrauststillögu gegn Corbyn vegna viðbragða hans við ásökunum um gyðingahatur. Hefur æðsti rabbíni Bretlands sagt gyðinga kvíðna fyrir möguleikanum á Bretlandi undir stjórn Corbyn. Corbyn svaraði fyrir sig og minnti á fyrri ummæli Johnson þar sem hann líkti meðal annars múslimakonum við póstkassa. „Skortur á leiðtogahæfni er þegar þú notar niðrandi orð til þess að lýsa fólki frá öðrum löndum eða innan okkar samfélags. Ég mun aldrei gera það. Ég vona að forsætisráðherrann átti sig á þeim sársauka sem hann hefur valdið með orðum sínum. „Ég vona að hann muni sjá eftir ummælunum og skilji hversu mikilvægt það er að sýna virðing gagnvart öllu fólki, óháð trú þeirra og tungumáli, í fjölmenningarsamfélagi,“ sagði Corbyn.Corbyn meira traustvekjandi en Johnson líkari forsætisráðherra Í könnun sem gerð var eftir kappræðurnar kom fram að 52% töldu að Johnson hafi komið betur út úr kappræðunum. Þó væri svo mjótt á munum að hægt væri að halda því fram að frambjóðendurnir hafi verið jafnir. Í skoðanakönnuninni var einnig spurt hvor þeirra væri meira traustvekjandi. Nefndu 48% Corbyn en 38% sögðu Johnson. Johnson var þó sagður líkari forsætisráðherra en 54% nefndu hann gegn 30% Corbyn þegar að því var spurt.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira