Bylgjurnar muni skella á Seltjarnarnesi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2019 09:12 Það verður hvasst á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag en lítið fer þó fyrir úrkomu. Vísir/vilhelm Veðurofsi dagsins á suðvesturhorninu nær hámarki í kvöld, milli klukkan 18 og 21. Einna hvassast verður við Kollafjörð, þar sem sviptivindar munu skella á Seltjarnarnesi í bylgjum. Veður verður hins vegar skaplegt austanlands síðdegis í dag, ólíkt því sem verður á Norður-, Vestur- og Suðurlandi. Þetta kom fram í mái Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann lægðina sem gengur á land með fullum þunga í dag. Þjónusta verður víða verulega skert vegna veðurs. Logn og heiður himinn fyrir austan „Þetta virðist allt saman haldast eins og spáð var í gær. Þetta er í raun og veru alveg svakalegt að sjá þessa lægð, hvernig hún fer að,“ sagði Einar. „Hún kemur og er nú ört vaxandi, lægðamiðjan við Austfirði, og stefnir nú til norðurs og norðvesturs og dýpkar ört. Svo tekur hún „straujið“ aftur til suðurs og seinnipartinn í dag verður lægðarmiðjan einhvers staðar við Ingólfshöfða.“Sjá einnig: Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Þetta þýði að vestan og norðan við lægðarmiðjuna sé „feikilega öflugur vindstrengur.“ Víða annars staðar verði þó ágætt veður síðdegis. „En í grennd við lægðarmiðjuna sjálfa og eins austanlands, þar finna menn ekkert fyrir veðri klukkan 18 í dag. Ekki neitt. Þar verður logn og nánast heiður himinn. Svo er bara veggur þarna fyrir norðan og vestan,“ sagði Einar. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Vísir Sprengilægð í vændum? Erlendar veðursíður hafa fjallað um ofsaveðrið sem ganga á yfir í dag. Vefsíðan Severe Weather Europe talar um veðurofsann sem „bombogenesis cyclone“, eða sprengilægð, og spáir allt að tveimur metrum af snjó. Einar segir að afar snjóþungt gæti orðið fyrir norðan í dag. „Það er meira að segja þannig að ef maður skoðar uppsöfnun á úrkomu, breytir snjókomunni í vatnsgildi, þá sést að til að mynda í fjalllendi á Tröllaskaga milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar þá getum við alveg átt von á þremur metrum, þrír metrar af nýjum snjó. En hann sest auðvitað ekki til eins og fallegur jólasnjór, jafnt og þétt yfir, heldur fýkur hann í skafla og fyllir öll gil.“ „Sjóðvitlaust veður“ við fjöll Á höfuðborgarsvæðinu verður skaplegt veður alveg fram yfir hádegi en eftir klukkan eitt byrjar að hvessa. Þá verður ofankoma nær engin á höfuðborgarsvæðinu í dag, ólíkt því sem verður á Norðurlandi. Veðrið nær svo hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. Vindstrengurinn byrjar þá að breiðast austur yfir Suðurland og þá verður hvassast við Kollafjörð, í Mosfellsbæ og á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Vindhviður gætu farið upp í 40 m/s þegar verst lætur. „Það er verið að tala um meðalvind 20 til 25 metra á sekúndu. Í fjöllunum hérna, til dæmis við Esjuna, Hafnarfjall og í Hvalfirði, verður alveg sjóðvitlaust veður, það verða svo miklir sviptivindar. Þeir ná reyndar alveg til Reykjavíkur og koma yfir Kollafjörðinn. Það verða bylgjur í loftinu sem skella á norðurhluta Seltjarnarness, ekkert ósvipað og gerðist í Höfðatorgsbylnum árið 2012, sem margir muna eftir. Þá mældust mjög há gildi vinds á vindmælum, til dæmis í Sundahöfn og við Sæbrautina. Þar verður hvað hvassast,“ sagði Einar. Veður er þegar orðið slæmt á Vestfjörðum og gripið hefur verið til vegalokana. Þannig hefur Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum verið lokað og þá fer veður einnig versnandi á Siglufirði. Þar er búið að loka Siglufjarðarvegi úr Fljótum. Hægt er að fylgjast með veðurvaktinni í beinni hér á Vísi í allan dag.Viðtalið við Einar má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir bíða átekta Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 10. desember 2019 08:15 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Veðurofsi dagsins á suðvesturhorninu nær hámarki í kvöld, milli klukkan 18 og 21. Einna hvassast verður við Kollafjörð, þar sem sviptivindar munu skella á Seltjarnarnesi í bylgjum. Veður verður hins vegar skaplegt austanlands síðdegis í dag, ólíkt því sem verður á Norður-, Vestur- og Suðurlandi. Þetta kom fram í mái Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann lægðina sem gengur á land með fullum þunga í dag. Þjónusta verður víða verulega skert vegna veðurs. Logn og heiður himinn fyrir austan „Þetta virðist allt saman haldast eins og spáð var í gær. Þetta er í raun og veru alveg svakalegt að sjá þessa lægð, hvernig hún fer að,“ sagði Einar. „Hún kemur og er nú ört vaxandi, lægðamiðjan við Austfirði, og stefnir nú til norðurs og norðvesturs og dýpkar ört. Svo tekur hún „straujið“ aftur til suðurs og seinnipartinn í dag verður lægðarmiðjan einhvers staðar við Ingólfshöfða.“Sjá einnig: Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Þetta þýði að vestan og norðan við lægðarmiðjuna sé „feikilega öflugur vindstrengur.“ Víða annars staðar verði þó ágætt veður síðdegis. „En í grennd við lægðarmiðjuna sjálfa og eins austanlands, þar finna menn ekkert fyrir veðri klukkan 18 í dag. Ekki neitt. Þar verður logn og nánast heiður himinn. Svo er bara veggur þarna fyrir norðan og vestan,“ sagði Einar. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Vísir Sprengilægð í vændum? Erlendar veðursíður hafa fjallað um ofsaveðrið sem ganga á yfir í dag. Vefsíðan Severe Weather Europe talar um veðurofsann sem „bombogenesis cyclone“, eða sprengilægð, og spáir allt að tveimur metrum af snjó. Einar segir að afar snjóþungt gæti orðið fyrir norðan í dag. „Það er meira að segja þannig að ef maður skoðar uppsöfnun á úrkomu, breytir snjókomunni í vatnsgildi, þá sést að til að mynda í fjalllendi á Tröllaskaga milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar þá getum við alveg átt von á þremur metrum, þrír metrar af nýjum snjó. En hann sest auðvitað ekki til eins og fallegur jólasnjór, jafnt og þétt yfir, heldur fýkur hann í skafla og fyllir öll gil.“ „Sjóðvitlaust veður“ við fjöll Á höfuðborgarsvæðinu verður skaplegt veður alveg fram yfir hádegi en eftir klukkan eitt byrjar að hvessa. Þá verður ofankoma nær engin á höfuðborgarsvæðinu í dag, ólíkt því sem verður á Norðurlandi. Veðrið nær svo hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. Vindstrengurinn byrjar þá að breiðast austur yfir Suðurland og þá verður hvassast við Kollafjörð, í Mosfellsbæ og á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Vindhviður gætu farið upp í 40 m/s þegar verst lætur. „Það er verið að tala um meðalvind 20 til 25 metra á sekúndu. Í fjöllunum hérna, til dæmis við Esjuna, Hafnarfjall og í Hvalfirði, verður alveg sjóðvitlaust veður, það verða svo miklir sviptivindar. Þeir ná reyndar alveg til Reykjavíkur og koma yfir Kollafjörðinn. Það verða bylgjur í loftinu sem skella á norðurhluta Seltjarnarness, ekkert ósvipað og gerðist í Höfðatorgsbylnum árið 2012, sem margir muna eftir. Þá mældust mjög há gildi vinds á vindmælum, til dæmis í Sundahöfn og við Sæbrautina. Þar verður hvað hvassast,“ sagði Einar. Veður er þegar orðið slæmt á Vestfjörðum og gripið hefur verið til vegalokana. Þannig hefur Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum verið lokað og þá fer veður einnig versnandi á Siglufirði. Þar er búið að loka Siglufjarðarvegi úr Fljótum. Hægt er að fylgjast með veðurvaktinni í beinni hér á Vísi í allan dag.Viðtalið við Einar má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Seltjarnarnes Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir bíða átekta Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 10. desember 2019 08:15 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Björgunarsveitir bíða átekta Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 10. desember 2019 08:15
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15