Efast stórlega um að foreldrar átti sig á að frí bitni á námi Ari Brynjólfsson skrifar 21. maí 2019 08:30 Meðal gesta málþingsins í gær voru ráðherrar menntamála og barnamála. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við erum að kalla eftir því að löggjafinn sem setur lög um skólaskyldu velti fyrir sér hvort það eigi að vera viðmið um hvað sé eðlilegt að veita mikið leyfi frá skyldunámi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Í nýrri könnun Velferðarvaktarinnar meðal skólastjórnenda, sem kynnt var á málþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær, kemur fram að mikill meirihluti vill opinber viðmið á frí. Í niðurstöðunum kemur fram að rúmlega þúsund börn, 2,2 prósent barna á grunnskólaaldri, glíma við skólaforðun, vilja ekki mæta í skólann. Þorsteinn segir töluna líklega vanáætlaða. Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, segir að upphaflega hafi aðeins átt að skoða skólaforðun. „Þegar við vorum að undirbúa könnunina kom í ljós að skólastjórnendur voru mjög uppteknir af almennri skólasókn, að foreldrar væru í auknum mæli að taka börnin í frí, til dæmis í sólarlandaferðir, á skólatíma,“ segir Siv. Þorsteinn segir beiðnum foreldra hafa fjölgað talsvert síðustu ár. Erfitt er að segja hvers vegna, líklegast sé það vegna meiri velmegunar í þjóðfélaginu þar sem lítið hafi verið um frí á fyrstu árunum eftir hrun. „Kannski er það auðveldasta svarið. Það eru alls ekki öll börn sem eru á leið í frí,“ segir Þorsteinn. Þá leiðir könnunin í ljós að skólastjórnendur á Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ eru hlynntir því að setja opinber viðmið á leyfi vegna fría, eða 90 prósent, samanborið við 20 prósent í Reykjanesbæ.Siv FriðleifsdóttirSkólastjórnendur hafa í dag takmarkað vald til að þess að neita foreldrum um leyfi. „Í bréfi ráðherra frá 2000 er kveðið á um að vald foreldranna gangi umfram lög um skólaskyldu. Við höfum áhyggjur af þessu, að foreldrar geti hvenær sem er tekið börnin sín úr skóla án þess að skólastjórnendur geti haft aðra hagsmuni barnsins að leiðarljósi,“ segir Þorsteinn. Siv segir tengsl á milli skólasóknar og skólaforðunar og kallar eftir vitundarvakningu meðal foreldra. „Skólastjórar margir hverjir tala um að börnin sem fara mikið í frí geti svo átt við skólaforðun að stríða í kjölfarið. Þau missa dampinn og tökin á því að fylgja jafnöldrunum.“ Er það mat tæplega helmings skólastjórnenda að fríin komi verulega niður á náminu. „Ég efast stórlega um að foreldrar geri sér grein fyrir þessu. Jafnvel geta margir talið að þessi frí komi til með að styrkja börnin og víkka sjóndeildarhringinn, en gera sér ekki grein fyrir því að þetta getur bitnað á náminu,“ segir Siv. Ekki var skoðað sérstaklega lengdin á fríum en Siv býst við að því lengri sem þau eru því meiri áhrif hafi þau. Mennt amálaráðher ra hef ur beðið stýrihóp stjórnarráðsins um málefni barna að skoða tillögur Velferðarvaktarinnar. „Þær snúa að því að koma með opinber viðmið um frí eða heimildir skólastjórnenda til að hafna leyfisóskum ásamt því að fyrirbyggja skólaforðun og tryggja börnum sem glíma við skólaforðun frekari aðstoð,“ segir Siv. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
„Við erum að kalla eftir því að löggjafinn sem setur lög um skólaskyldu velti fyrir sér hvort það eigi að vera viðmið um hvað sé eðlilegt að veita mikið leyfi frá skyldunámi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Í nýrri könnun Velferðarvaktarinnar meðal skólastjórnenda, sem kynnt var á málþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær, kemur fram að mikill meirihluti vill opinber viðmið á frí. Í niðurstöðunum kemur fram að rúmlega þúsund börn, 2,2 prósent barna á grunnskólaaldri, glíma við skólaforðun, vilja ekki mæta í skólann. Þorsteinn segir töluna líklega vanáætlaða. Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, segir að upphaflega hafi aðeins átt að skoða skólaforðun. „Þegar við vorum að undirbúa könnunina kom í ljós að skólastjórnendur voru mjög uppteknir af almennri skólasókn, að foreldrar væru í auknum mæli að taka börnin í frí, til dæmis í sólarlandaferðir, á skólatíma,“ segir Siv. Þorsteinn segir beiðnum foreldra hafa fjölgað talsvert síðustu ár. Erfitt er að segja hvers vegna, líklegast sé það vegna meiri velmegunar í þjóðfélaginu þar sem lítið hafi verið um frí á fyrstu árunum eftir hrun. „Kannski er það auðveldasta svarið. Það eru alls ekki öll börn sem eru á leið í frí,“ segir Þorsteinn. Þá leiðir könnunin í ljós að skólastjórnendur á Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ eru hlynntir því að setja opinber viðmið á leyfi vegna fría, eða 90 prósent, samanborið við 20 prósent í Reykjanesbæ.Siv FriðleifsdóttirSkólastjórnendur hafa í dag takmarkað vald til að þess að neita foreldrum um leyfi. „Í bréfi ráðherra frá 2000 er kveðið á um að vald foreldranna gangi umfram lög um skólaskyldu. Við höfum áhyggjur af þessu, að foreldrar geti hvenær sem er tekið börnin sín úr skóla án þess að skólastjórnendur geti haft aðra hagsmuni barnsins að leiðarljósi,“ segir Þorsteinn. Siv segir tengsl á milli skólasóknar og skólaforðunar og kallar eftir vitundarvakningu meðal foreldra. „Skólastjórar margir hverjir tala um að börnin sem fara mikið í frí geti svo átt við skólaforðun að stríða í kjölfarið. Þau missa dampinn og tökin á því að fylgja jafnöldrunum.“ Er það mat tæplega helmings skólastjórnenda að fríin komi verulega niður á náminu. „Ég efast stórlega um að foreldrar geri sér grein fyrir þessu. Jafnvel geta margir talið að þessi frí komi til með að styrkja börnin og víkka sjóndeildarhringinn, en gera sér ekki grein fyrir því að þetta getur bitnað á náminu,“ segir Siv. Ekki var skoðað sérstaklega lengdin á fríum en Siv býst við að því lengri sem þau eru því meiri áhrif hafi þau. Mennt amálaráðher ra hef ur beðið stýrihóp stjórnarráðsins um málefni barna að skoða tillögur Velferðarvaktarinnar. „Þær snúa að því að koma með opinber viðmið um frí eða heimildir skólastjórnenda til að hafna leyfisóskum ásamt því að fyrirbyggja skólaforðun og tryggja börnum sem glíma við skólaforðun frekari aðstoð,“ segir Siv.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira