Þurfa að stinga af frá sínum félagsliðum til að geta keppt á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 23:00 Alex Morgan, Lauren Holiday, Abby Wambach og Whitney Engen fagna sigri bandaríska landsliðsins á HM 2015. Getty/Christopher Morris Margir af bestu leikmönnum heims í kvennafótboltanum munu missa af fullt af leikjum með sínum liðum á meðan þeir taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi. HM kvenna í knattspyrnu í sumar hefur liggur við sömu áhrif á bandarísku kvennadeildina á fótbolta eins og Afríkukeppnin var á árum fyrir ensku úrvalsdeildina. Afríkukeppnin fór þá fram í byrjun ársins og þá var enska úrvalsdeildin í fullum gangi. Ensku liðin misstu því oft lykilmenn í margar vikur. Þessu hefur nú verið breytt með því að færa Afríkukeppnina inn á sumarið. Vandamálið með HM kvenna í fótbolta að bandaríska deildin fer fram frá apríl fram í október og það þótti ekki vera möguleiki á því að búa til almennilegt frí í kringum heimsmeistarakeppnina. Það verður því ekkert langt hlé gert á bandarísku deildinni á meðan HM fer fram í Frakklandi í júní og júlí. Það skiptir engu þótt að bandaríska landsliðið ætli sér þar að verja heimsmeistaratitilinn.Washington Spirit, NWSL adjust to more departures to Women’s World Cup https://t.co/Y9pjAcPIRu — Post Sports (@PostSports) May 20, 2019Fullt af leikmönnum úr bandarísku deildinni hafa verið valdar í HM-hópa sinna þjóða og verða því frá sínum liðum í margar vikur. Engir leikir fara fram í bandarísku deildinni frá 3. til 14. júní en heimsmeistarakeppnin nær frá 7. júní til 7. júlí. Sumar þjóðir detta fyrr úr keppni en bestu liðin eiga líka flesta leikmenn í bandarísku deildinni. Alls munu um sextíu leikmenn úr deildinni yfirgefa sín félög og fara til móts við landslið sín. Leikmenn þurfa að fara mörgum vikum fyrir keppni og þurfa líka sinn tíma til að jafna sig eftir hana. Allir leikmenn bandaríska landsliðsins spila sem dæmi í bandarísku deildinni og fari bandaríska liðið alla leið og eins og búist er við þá munu þeir leikmenn missa af níu leikjum (af 24) eða 38 prósent af tímabilinu. Deildin þarf ekki að hafa áhyggjur af íslensku landsliðskonunum Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem verða enn mikilvægari fyrir sín lið á meðan HM-leikmennirnir eru í burtu. HM 2019 í Frakklandi NWSL Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Margir af bestu leikmönnum heims í kvennafótboltanum munu missa af fullt af leikjum með sínum liðum á meðan þeir taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi. HM kvenna í knattspyrnu í sumar hefur liggur við sömu áhrif á bandarísku kvennadeildina á fótbolta eins og Afríkukeppnin var á árum fyrir ensku úrvalsdeildina. Afríkukeppnin fór þá fram í byrjun ársins og þá var enska úrvalsdeildin í fullum gangi. Ensku liðin misstu því oft lykilmenn í margar vikur. Þessu hefur nú verið breytt með því að færa Afríkukeppnina inn á sumarið. Vandamálið með HM kvenna í fótbolta að bandaríska deildin fer fram frá apríl fram í október og það þótti ekki vera möguleiki á því að búa til almennilegt frí í kringum heimsmeistarakeppnina. Það verður því ekkert langt hlé gert á bandarísku deildinni á meðan HM fer fram í Frakklandi í júní og júlí. Það skiptir engu þótt að bandaríska landsliðið ætli sér þar að verja heimsmeistaratitilinn.Washington Spirit, NWSL adjust to more departures to Women’s World Cup https://t.co/Y9pjAcPIRu — Post Sports (@PostSports) May 20, 2019Fullt af leikmönnum úr bandarísku deildinni hafa verið valdar í HM-hópa sinna þjóða og verða því frá sínum liðum í margar vikur. Engir leikir fara fram í bandarísku deildinni frá 3. til 14. júní en heimsmeistarakeppnin nær frá 7. júní til 7. júlí. Sumar þjóðir detta fyrr úr keppni en bestu liðin eiga líka flesta leikmenn í bandarísku deildinni. Alls munu um sextíu leikmenn úr deildinni yfirgefa sín félög og fara til móts við landslið sín. Leikmenn þurfa að fara mörgum vikum fyrir keppni og þurfa líka sinn tíma til að jafna sig eftir hana. Allir leikmenn bandaríska landsliðsins spila sem dæmi í bandarísku deildinni og fari bandaríska liðið alla leið og eins og búist er við þá munu þeir leikmenn missa af níu leikjum (af 24) eða 38 prósent af tímabilinu. Deildin þarf ekki að hafa áhyggjur af íslensku landsliðskonunum Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem verða enn mikilvægari fyrir sín lið á meðan HM-leikmennirnir eru í burtu.
HM 2019 í Frakklandi NWSL Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira