Boða til friðsamlegra mótmæla til stuðnings við flóttabörn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2019 13:31 Frá mótmælum við Dómsmálaráðuneytið í vetur. Vísir/vilhelm Boðað hefur verið til friðsamlegra mótmæla í stuðningi við flóttabörn á Íslandi við brúna yfir Hringbraut í Reykjavík í dag klukkan tvö. Ein af skipuleggjendum segir of mörg börn á flótta send úr landi. Ísland hafi nóg pláss til að bjóða öll þau börn sem óska eftir veru hér á landi velkomin. Reglugerð ráðherra sé bara yfirklór. Þeir sem standa að mótmælunum hafa hvatt fólk til þess að mæta með barnaföt, blöðrur, tuskudýr eða eitthvað sem minnir á börn, svo hægt sé að hengja það á brúna yfir Hringbraut. Í tilkynningu samtakanna Vinir Hauks Hilmarssonar, sem taka þátt í að skipuleggja mótmælin segir að ætlunin sé að gera flóttabörn sýnileg með því að þræða barnafatnað á snúru sem verður strengd yfir handrið göngubrúarinnar. Heiða Hafdísardóttur, ein skipuleggjenda, segir að breytingar á reglugerð sem dómsmálaráðherra gerði fyrir helgi til að hjálpa tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi hljómi sem yfirklór. „Helst myndum við vilja sjá það þannig að öll börn fengju eðlilega meðferð og helst að öll fengju þau að vera hér áfram. Sem samfélagi ber okkur skylda til þess að hugsa um þau, veita þeim allt það skjól og allt það besta sem hægt er,“ sagði Heiða. Hún segir það skýrt í Barnasáttmálanum sem lögfestur sé á Íslandi að það eigi alltaf að taka ákvarðanir sem séu börnum fyrir bestu. 75 börnum hafi verið vísað frá Íslandi það sem af er ári. Mótmælin eiga að vera friðsöm og verða undir leiðsögn skipuleggjenda. „Við erum ekki það sérstök að það komi milljónir [til landsins], en þeir sem rata hingað, við eigum að taka á móti þeim og bjóða þau velkomin. Það er í rauninni þetta sem við erum að leggja áherslu á,“ segir Heiða Hafdísardóttir, ein skipuleggjenda mótmælanna í dag. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Boðað hefur verið til friðsamlegra mótmæla í stuðningi við flóttabörn á Íslandi við brúna yfir Hringbraut í Reykjavík í dag klukkan tvö. Ein af skipuleggjendum segir of mörg börn á flótta send úr landi. Ísland hafi nóg pláss til að bjóða öll þau börn sem óska eftir veru hér á landi velkomin. Reglugerð ráðherra sé bara yfirklór. Þeir sem standa að mótmælunum hafa hvatt fólk til þess að mæta með barnaföt, blöðrur, tuskudýr eða eitthvað sem minnir á börn, svo hægt sé að hengja það á brúna yfir Hringbraut. Í tilkynningu samtakanna Vinir Hauks Hilmarssonar, sem taka þátt í að skipuleggja mótmælin segir að ætlunin sé að gera flóttabörn sýnileg með því að þræða barnafatnað á snúru sem verður strengd yfir handrið göngubrúarinnar. Heiða Hafdísardóttur, ein skipuleggjenda, segir að breytingar á reglugerð sem dómsmálaráðherra gerði fyrir helgi til að hjálpa tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi hljómi sem yfirklór. „Helst myndum við vilja sjá það þannig að öll börn fengju eðlilega meðferð og helst að öll fengju þau að vera hér áfram. Sem samfélagi ber okkur skylda til þess að hugsa um þau, veita þeim allt það skjól og allt það besta sem hægt er,“ sagði Heiða. Hún segir það skýrt í Barnasáttmálanum sem lögfestur sé á Íslandi að það eigi alltaf að taka ákvarðanir sem séu börnum fyrir bestu. 75 börnum hafi verið vísað frá Íslandi það sem af er ári. Mótmælin eiga að vera friðsöm og verða undir leiðsögn skipuleggjenda. „Við erum ekki það sérstök að það komi milljónir [til landsins], en þeir sem rata hingað, við eigum að taka á móti þeim og bjóða þau velkomin. Það er í rauninni þetta sem við erum að leggja áherslu á,“ segir Heiða Hafdísardóttir, ein skipuleggjenda mótmælanna í dag.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira