Læknaráð átelur Landspítalann fyrir litlar kröfur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 10:31 Stjórn læknaráðs er skipuð læknum frá öllum sviðum spítalans auk fulltrúa deildarlækna. Landspítalinn Stjórn læknaráðs Landspítala telur afleitt að ekki hafi verið gerð skýr krafa um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda þegar störf forstöðumanna á Landspítalanum voru auglýst nýverið. Tryggja þurfi að læknisfræðileg ábyrgð liggi hjá læknum einum. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér í morgun vegna nýs skipurits Landspítala.Nýja skipuritið var kynnt þann 27. september síðastliðinn og tók gildi 1. október. Með breytingunum verður starfsemi sjö klínískra sviða og rekstrarsviðs skipt milli þriggja sviða sem eru meðferðarsvið, aðgerðasvið og þjónustusvið. Þá verður fækkað í framkvæmdastjórn spítalans. „Nýtt skipurit Landspítala gerir ráð fyrir nýju lagi stjórnenda milli framkvæmdastjóra og yfirlækna/deildarstjóra, svonefndum forstöðumönnum. Nýverið voru birtar auglýsingar um þessi störf. Athygli vekur að einu menntunarkröfurnar eru „háskólapróf auk formlegrar viðbótarmenntunar sem nýtist í starfi“, en engar kröfur eru gerðar um faglega sérþekkingu eða reynslu á viðkomandi sviði,“ segir í ályktuninni. Stjórn læknaráðs telur afleitt að ekki séu gerðar skýrari kröfur um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda sem bera eigi faglega ábyrgð á klínísku sviði. „Læknaráð Landspítala telur í þessu ljósi brýnt að hlutverk forstöðumanna verði skoðað nánar. Ekki síst þarf að tryggja að læknisfræðileg ábyrgð muni liggja hjá læknum einum. “ Mikilvægt sé að yfirlæknar beri áfram faglega ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyri. „Í nýlegum drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 hefur verið fjarlægð sú grein úr lögum sem kveður á um faglega ábyrgð yfirlækna sérgreina/deilda. Að auki verður skv. frumvarpsdrögum ekki lengur skylt að hafa framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra hjúkrunar við heilbrigðisstofnanir. Þannig er læknisfræðileg ábyrgð á meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum óskilgreind í drögum að nýjum heilbrigðislögum.“ Samkvæmt fyrrnefndum frumvarpsdrögum verði bæði læknaráð og hjúkrunarráð lögð niður en í stað þeirra komi þverfaglegt fagráð skipað fulltrúum allra fagstétta. „Læknaráð Landspítala telur að slíkt fagráð muni aldrei hafa sama faglega vægi hvað varðar læknisþjónustu spítalans og læknaráð hefur haft hingað til. Stjórn læknaráðs mótmælir harðlega því að ekki sé sérstaklega gert ráð fyrir læknaráði eða hjúkrunarráði í nýju skipuriti Landspítala sem samþykkt var af heilbrigðisráðherra þó gildandi lög segi til um annað.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. 19. október 2019 07:30 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Stjórn læknaráðs Landspítala telur afleitt að ekki hafi verið gerð skýr krafa um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda þegar störf forstöðumanna á Landspítalanum voru auglýst nýverið. Tryggja þurfi að læknisfræðileg ábyrgð liggi hjá læknum einum. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn læknaráðs Landspítala sendi frá sér í morgun vegna nýs skipurits Landspítala.Nýja skipuritið var kynnt þann 27. september síðastliðinn og tók gildi 1. október. Með breytingunum verður starfsemi sjö klínískra sviða og rekstrarsviðs skipt milli þriggja sviða sem eru meðferðarsvið, aðgerðasvið og þjónustusvið. Þá verður fækkað í framkvæmdastjórn spítalans. „Nýtt skipurit Landspítala gerir ráð fyrir nýju lagi stjórnenda milli framkvæmdastjóra og yfirlækna/deildarstjóra, svonefndum forstöðumönnum. Nýverið voru birtar auglýsingar um þessi störf. Athygli vekur að einu menntunarkröfurnar eru „háskólapróf auk formlegrar viðbótarmenntunar sem nýtist í starfi“, en engar kröfur eru gerðar um faglega sérþekkingu eða reynslu á viðkomandi sviði,“ segir í ályktuninni. Stjórn læknaráðs telur afleitt að ekki séu gerðar skýrari kröfur um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda sem bera eigi faglega ábyrgð á klínísku sviði. „Læknaráð Landspítala telur í þessu ljósi brýnt að hlutverk forstöðumanna verði skoðað nánar. Ekki síst þarf að tryggja að læknisfræðileg ábyrgð muni liggja hjá læknum einum. “ Mikilvægt sé að yfirlæknar beri áfram faglega ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyri. „Í nýlegum drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 hefur verið fjarlægð sú grein úr lögum sem kveður á um faglega ábyrgð yfirlækna sérgreina/deilda. Að auki verður skv. frumvarpsdrögum ekki lengur skylt að hafa framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóra hjúkrunar við heilbrigðisstofnanir. Þannig er læknisfræðileg ábyrgð á meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum óskilgreind í drögum að nýjum heilbrigðislögum.“ Samkvæmt fyrrnefndum frumvarpsdrögum verði bæði læknaráð og hjúkrunarráð lögð niður en í stað þeirra komi þverfaglegt fagráð skipað fulltrúum allra fagstétta. „Læknaráð Landspítala telur að slíkt fagráð muni aldrei hafa sama faglega vægi hvað varðar læknisþjónustu spítalans og læknaráð hefur haft hingað til. Stjórn læknaráðs mótmælir harðlega því að ekki sé sérstaklega gert ráð fyrir læknaráði eða hjúkrunarráði í nýju skipuriti Landspítala sem samþykkt var af heilbrigðisráðherra þó gildandi lög segi til um annað.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. 19. október 2019 07:30 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45
Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15
Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. 19. október 2019 07:30