Enski boltinn

City kvartaði formlega yfir dómgæslunni gegn Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guardiola kvartaði yfir dómgæslunni með miklu látbragði.
Guardiola kvartaði yfir dómgæslunni með miklu látbragði. vísir/getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester City hafi kvartað formlega yfir frammistöðu dómarans Michaels Oliver í 3-1 tapinu fyrir Liverpool á Anfield á sunnudaginn.

City-menn voru afar ósáttir við dómgæsluna en þeir vildu fá tvær vítaspyrnur í leiknum.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, lét fjórða dómarann, Mike Dean, heyra það með miklum tilþrifum eftir seinna atvikið og í leikslok þakkaði hann Oliver svo kaldhæðnislega fyrir leikinn.

City ku hafa sent formlega kvörtun til Mike Riley, yfirmanns dómaranna í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir leikinn neitaði Guardiola að tala um dómgæsluna en hvatti fréttamenn þess í stað til að tala við Riley og hans fólk.

City er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, níu stigum á eftir toppliði Liverpool.


Tengdar fréttir

Fabinho sýndi nýja hlið á sér

Þegar stuðningsmenn Liverpool hugsa um Brasilíumanninn Fabinho koma líklega glæsimörk ekki fyrst upp í hugann en hann er þekktari fyrir að vera á hinum enda vallarins að sjá til þess að liðið fái ekki mörk á sig.

Guardiola aldrei verið stoltari af sínu liði

Englandsmeistarar Manchester City steinlágu fyrir meistaraefnum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag en Pep Guardiola var í skýjunum með frammistöðu síns liðs.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.