Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 19:26 Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenksa landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. Ísland gerði 0-0 jafntefli við Tyrki, en þurfti að vinna til þess að eiga möguleika á að fara upp úr riðlinum. „Frammistaðan var góð og ég er stoltur af leikmönnunum. Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Hamrén við Óskar Ófeig Jónsson úti í Tyrklandi í leikslok. „Þeir reyndu allt sem þeir gátu, við lokuðum vel á þá og vorum nálægt því að skora í lokin.“ „Það verður áhugavert að skoða upptöku af leiknum því mér fannst Jón Daði eiga að fá víti undir lokin en ég þarf að sjá þetta aftur.“ Hvað var það sem vantaði upp á að mati Hamrén, var það bara smá heppni? „Við vorum að spila við mjög gott lið, þeir hafa sýnt það alla undankeppnina. En þú þarft á heppni að halda.“ „Við áttum okkar tækifæri og með heppni hefðum við skorað. En við reyndum allt sem við gátum og þú getur ekki gert betur en það.“ Hamrén byrjaði með þrjá framherja í liðinu, þá Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson frammi og Jón Daða Böðvarsson úti á kantinum. „Ég vildi hafa jafnvægi í liðinu og sækja þegar við vorum með boltann. Þess vegna var Jón Daði á kantinum, við reyndum að nota hlaupin hans en því miður þá komu meiðsli snemma í leiknum og þá þurftum við að breyta,“ sagði Hamrén en Alfreð fór meiddur af velli eftir rúmlega tuttugu mínútur. „Í lok leiksins þá gátum við ekki breytt of snemma því við opnuðum okkur og þeir fengu hálffæri. Ef þú gerir það of snemma þá getum við fengið skyndisókn á okkur. Það sást í lokin þegar þeir fengu hálffæri því við vorum með allt liðið uppi. Mér fannst við gera þetta rétt,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenksa landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. Ísland gerði 0-0 jafntefli við Tyrki, en þurfti að vinna til þess að eiga möguleika á að fara upp úr riðlinum. „Frammistaðan var góð og ég er stoltur af leikmönnunum. Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Hamrén við Óskar Ófeig Jónsson úti í Tyrklandi í leikslok. „Þeir reyndu allt sem þeir gátu, við lokuðum vel á þá og vorum nálægt því að skora í lokin.“ „Það verður áhugavert að skoða upptöku af leiknum því mér fannst Jón Daði eiga að fá víti undir lokin en ég þarf að sjá þetta aftur.“ Hvað var það sem vantaði upp á að mati Hamrén, var það bara smá heppni? „Við vorum að spila við mjög gott lið, þeir hafa sýnt það alla undankeppnina. En þú þarft á heppni að halda.“ „Við áttum okkar tækifæri og með heppni hefðum við skorað. En við reyndum allt sem við gátum og þú getur ekki gert betur en það.“ Hamrén byrjaði með þrjá framherja í liðinu, þá Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson frammi og Jón Daða Böðvarsson úti á kantinum. „Ég vildi hafa jafnvægi í liðinu og sækja þegar við vorum með boltann. Þess vegna var Jón Daði á kantinum, við reyndum að nota hlaupin hans en því miður þá komu meiðsli snemma í leiknum og þá þurftum við að breyta,“ sagði Hamrén en Alfreð fór meiddur af velli eftir rúmlega tuttugu mínútur. „Í lok leiksins þá gátum við ekki breytt of snemma því við opnuðum okkur og þeir fengu hálffæri. Ef þú gerir það of snemma þá getum við fengið skyndisókn á okkur. Það sást í lokin þegar þeir fengu hálffæri því við vorum með allt liðið uppi. Mér fannst við gera þetta rétt,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05
Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45