Fjöldi öryrkja tvöfaldast: Stór ástæða kulnun og streita Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2019 19:30 Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum. Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að útgjöld til öryrkja og málefna fatlaðs fólks aukast um 3,4 milljarða króna milli ára og er það meðal annars sagt skýrast af fjölgun örorkulífeyrisþega. Vísað er til þess að bæði öryrkjum og ellilífeyrisþegum hafi fjölgað og bætur hækkað. Haldi þróunin áfram með sama hætti þurfi að óbreyttu að fjármagna það með skattheimtu eða lækkun framlaga til annarra mála. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar hefur fjöldi öryrkja tvöfaldast frá aldamótum og taldi hópurinn tæplega 22 þúsund manns í janúar. Þar af um átta þúsund manns vegna geðraskana og hefur sá fjöldi ríflega tvöfaldast á sama tíma. Formaður velferðarnefndar Alþingis telur skorta forvarnir. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. „Það þarf að minnka álag og streitu í lífi fólks. Mikið af þessari aukningu er bara fólk sem er í kulnun vegna þessa vinnumarkaðar. Við þurufm að skoða það að stytta vinnuvikuna," segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. Frumvarp sem felur í sér umfangsmiklar breytingar á almennatryggingakerfinu er í vinnslu í velferðarráðuneytinu en samkvæmt því stendur til að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats. „Mér skilst að það eigi að koma í vor. Ég veit að fólk er ekki sátt, Öryrkjabandalagið er ekki sátt við þessa nálgun," segir Halldóra. Öryrkjabandalagið hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og bent á að starfsgetumat hafi reynst mörgum öryrkjum erlendis illa. Vinnumarkaðurinn hafi ekki fylgt með störf fyrir fólk með skerta starfsgetu. Halldóra segir að fyrsta skrefið ætti að vera að afnema krónu á móti krónu skerðingu. „Það er skref í átt að því að auka þetta nauðsynlega traust sem þarf til þess að öryrkjar og fleiri geti treyst því að starfsgetumatið verði þeim í hag en ekki bara til að spara einhvern pening fyrir ríkið," segir Halldóra. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira
Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að útgjöld til öryrkja og málefna fatlaðs fólks aukast um 3,4 milljarða króna milli ára og er það meðal annars sagt skýrast af fjölgun örorkulífeyrisþega. Vísað er til þess að bæði öryrkjum og ellilífeyrisþegum hafi fjölgað og bætur hækkað. Haldi þróunin áfram með sama hætti þurfi að óbreyttu að fjármagna það með skattheimtu eða lækkun framlaga til annarra mála. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar hefur fjöldi öryrkja tvöfaldast frá aldamótum og taldi hópurinn tæplega 22 þúsund manns í janúar. Þar af um átta þúsund manns vegna geðraskana og hefur sá fjöldi ríflega tvöfaldast á sama tíma. Formaður velferðarnefndar Alþingis telur skorta forvarnir. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. „Það þarf að minnka álag og streitu í lífi fólks. Mikið af þessari aukningu er bara fólk sem er í kulnun vegna þessa vinnumarkaðar. Við þurufm að skoða það að stytta vinnuvikuna," segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. Frumvarp sem felur í sér umfangsmiklar breytingar á almennatryggingakerfinu er í vinnslu í velferðarráðuneytinu en samkvæmt því stendur til að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats. „Mér skilst að það eigi að koma í vor. Ég veit að fólk er ekki sátt, Öryrkjabandalagið er ekki sátt við þessa nálgun," segir Halldóra. Öryrkjabandalagið hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og bent á að starfsgetumat hafi reynst mörgum öryrkjum erlendis illa. Vinnumarkaðurinn hafi ekki fylgt með störf fyrir fólk með skerta starfsgetu. Halldóra segir að fyrsta skrefið ætti að vera að afnema krónu á móti krónu skerðingu. „Það er skref í átt að því að auka þetta nauðsynlega traust sem þarf til þess að öryrkjar og fleiri geti treyst því að starfsgetumatið verði þeim í hag en ekki bara til að spara einhvern pening fyrir ríkið," segir Halldóra.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira