Fjöldi öryrkja tvöfaldast: Stór ástæða kulnun og streita Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2019 19:30 Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum. Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að útgjöld til öryrkja og málefna fatlaðs fólks aukast um 3,4 milljarða króna milli ára og er það meðal annars sagt skýrast af fjölgun örorkulífeyrisþega. Vísað er til þess að bæði öryrkjum og ellilífeyrisþegum hafi fjölgað og bætur hækkað. Haldi þróunin áfram með sama hætti þurfi að óbreyttu að fjármagna það með skattheimtu eða lækkun framlaga til annarra mála. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar hefur fjöldi öryrkja tvöfaldast frá aldamótum og taldi hópurinn tæplega 22 þúsund manns í janúar. Þar af um átta þúsund manns vegna geðraskana og hefur sá fjöldi ríflega tvöfaldast á sama tíma. Formaður velferðarnefndar Alþingis telur skorta forvarnir. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. „Það þarf að minnka álag og streitu í lífi fólks. Mikið af þessari aukningu er bara fólk sem er í kulnun vegna þessa vinnumarkaðar. Við þurufm að skoða það að stytta vinnuvikuna," segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. Frumvarp sem felur í sér umfangsmiklar breytingar á almennatryggingakerfinu er í vinnslu í velferðarráðuneytinu en samkvæmt því stendur til að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats. „Mér skilst að það eigi að koma í vor. Ég veit að fólk er ekki sátt, Öryrkjabandalagið er ekki sátt við þessa nálgun," segir Halldóra. Öryrkjabandalagið hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og bent á að starfsgetumat hafi reynst mörgum öryrkjum erlendis illa. Vinnumarkaðurinn hafi ekki fylgt með störf fyrir fólk með skerta starfsgetu. Halldóra segir að fyrsta skrefið ætti að vera að afnema krónu á móti krónu skerðingu. „Það er skref í átt að því að auka þetta nauðsynlega traust sem þarf til þess að öryrkjar og fleiri geti treyst því að starfsgetumatið verði þeim í hag en ekki bara til að spara einhvern pening fyrir ríkið," segir Halldóra. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að útgjöld til öryrkja og málefna fatlaðs fólks aukast um 3,4 milljarða króna milli ára og er það meðal annars sagt skýrast af fjölgun örorkulífeyrisþega. Vísað er til þess að bæði öryrkjum og ellilífeyrisþegum hafi fjölgað og bætur hækkað. Haldi þróunin áfram með sama hætti þurfi að óbreyttu að fjármagna það með skattheimtu eða lækkun framlaga til annarra mála. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar hefur fjöldi öryrkja tvöfaldast frá aldamótum og taldi hópurinn tæplega 22 þúsund manns í janúar. Þar af um átta þúsund manns vegna geðraskana og hefur sá fjöldi ríflega tvöfaldast á sama tíma. Formaður velferðarnefndar Alþingis telur skorta forvarnir. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. „Það þarf að minnka álag og streitu í lífi fólks. Mikið af þessari aukningu er bara fólk sem er í kulnun vegna þessa vinnumarkaðar. Við þurufm að skoða það að stytta vinnuvikuna," segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. Frumvarp sem felur í sér umfangsmiklar breytingar á almennatryggingakerfinu er í vinnslu í velferðarráðuneytinu en samkvæmt því stendur til að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats. „Mér skilst að það eigi að koma í vor. Ég veit að fólk er ekki sátt, Öryrkjabandalagið er ekki sátt við þessa nálgun," segir Halldóra. Öryrkjabandalagið hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og bent á að starfsgetumat hafi reynst mörgum öryrkjum erlendis illa. Vinnumarkaðurinn hafi ekki fylgt með störf fyrir fólk með skerta starfsgetu. Halldóra segir að fyrsta skrefið ætti að vera að afnema krónu á móti krónu skerðingu. „Það er skref í átt að því að auka þetta nauðsynlega traust sem þarf til þess að öryrkjar og fleiri geti treyst því að starfsgetumatið verði þeim í hag en ekki bara til að spara einhvern pening fyrir ríkið," segir Halldóra.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira