Var spurður hvort hann gæti borgað meira af skuldinni við bankann vegna ferðalaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2019 13:08 Atli Steinn fjallaði um bréf sem hann fékk frá innheimtufyrirtæki í Noregi sem er jafnframt verktaki hjá Arion banka í Bítinu á Bylgjunni í morgun. visir/Brink/Rósa Lind Atli Steinn Guðmundsson, Íslendingur, búsettur í Ósló, fékk á dögunum bréf frá innheimtustofnun Í Noregi þar sem hann var spurður hvort hann gæti ekki borgað meira af skuld sinni við Arion banka í ljósi þess að hann væri það vel efnum búinn að geta farið í ferðalög erlendis. Upplýsingafulltrúi Arion banka segir að þarna hafi innheimtufyrirtæki í Noregi, farið fram úr sér og að farið verði fram á að verklagið verði endurskoðað.Skrifaði ferðasögu um ævintýrið í Bandaríkjunum Atli Steinn birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni sem kom mörgum afar spánskt fyrir sjónir og vakti marga til umhugsunar um persónuverndarsjónarmið. Atli Steinn fjallaði um efni bréfsins sem hann fékk frá alþjóðadeild Visma, innheimtufyrirtæki sem er verktaki Arion banka, í Bítinu í morgun en áður en hann fékk bréfið hafði hann verið á ferðalagi í Bandaríkjunum og skrifað um það ferðasögu. „Svo fæ ég tölvupóst í fyrradag frá Visma innheimtuskrifstofu sem ég hef verið í samskiptum við og á alla mína samninga hjá í Noregi þar komu skilaboð frá Arion banka, takk fyrir, um að fyrst ég hafi efni á að fara til Bandaríkjanna í frí, ein sog það var orðað, og að bankinn hefði frétt að þú hefðir nýlega farið í frí til Bandaríkjanna og hvort ég gæti nú ekki greitt aðeins meira inn á skuldina en ég hef verið að gera,“ segir Atli en hann skuldar í kringum tvær milljónir íslenskra króna.“ Atla Steini fannst kostulegt þegar rökin voru færð fram í bréfinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka.„Svo kömu rökin sem voru þau að ef þú lýkur láninu fyrr þá borgarðu náttúrulega minni vexti sem eru náttúrulega þvert á hagsmuni bankans, sem gengur fyrir vöxtum og þjónustugjöldum þannig að mér fannst þetta nú býsna broslegt.“ Aðspurður hvort hann hyggist fara að ráðum innheimtufyrirtækisins segir Atli Steinn. „Já, já það getur vel verið að ég borgi þeim meir aþegar ég er búinn með bílalánið svo sem en ég hætti nú seint að ferðast. Hinsta förin verður farin ofan í gröfina,“ segir Atli Steinn.Innheimtufyrirtækið hafi farið fram úr sér Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka segir í samtali við fréttastofu að þarna virtist verktaki bankans, innheimtufyrirtækið í Noregi, hafa farið fram úr sér. Þau séu afar ósátt við þessi vinnubrögð. Haraldur segir að lokum að þau muni fara fram á að þetta verklag verði endurskoðað. Efnahagsmál Íslenskir bankar Noregur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Atli Steinn Guðmundsson, Íslendingur, búsettur í Ósló, fékk á dögunum bréf frá innheimtustofnun Í Noregi þar sem hann var spurður hvort hann gæti ekki borgað meira af skuld sinni við Arion banka í ljósi þess að hann væri það vel efnum búinn að geta farið í ferðalög erlendis. Upplýsingafulltrúi Arion banka segir að þarna hafi innheimtufyrirtæki í Noregi, farið fram úr sér og að farið verði fram á að verklagið verði endurskoðað.Skrifaði ferðasögu um ævintýrið í Bandaríkjunum Atli Steinn birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni sem kom mörgum afar spánskt fyrir sjónir og vakti marga til umhugsunar um persónuverndarsjónarmið. Atli Steinn fjallaði um efni bréfsins sem hann fékk frá alþjóðadeild Visma, innheimtufyrirtæki sem er verktaki Arion banka, í Bítinu í morgun en áður en hann fékk bréfið hafði hann verið á ferðalagi í Bandaríkjunum og skrifað um það ferðasögu. „Svo fæ ég tölvupóst í fyrradag frá Visma innheimtuskrifstofu sem ég hef verið í samskiptum við og á alla mína samninga hjá í Noregi þar komu skilaboð frá Arion banka, takk fyrir, um að fyrst ég hafi efni á að fara til Bandaríkjanna í frí, ein sog það var orðað, og að bankinn hefði frétt að þú hefðir nýlega farið í frí til Bandaríkjanna og hvort ég gæti nú ekki greitt aðeins meira inn á skuldina en ég hef verið að gera,“ segir Atli en hann skuldar í kringum tvær milljónir íslenskra króna.“ Atla Steini fannst kostulegt þegar rökin voru færð fram í bréfinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka.„Svo kömu rökin sem voru þau að ef þú lýkur láninu fyrr þá borgarðu náttúrulega minni vexti sem eru náttúrulega þvert á hagsmuni bankans, sem gengur fyrir vöxtum og þjónustugjöldum þannig að mér fannst þetta nú býsna broslegt.“ Aðspurður hvort hann hyggist fara að ráðum innheimtufyrirtækisins segir Atli Steinn. „Já, já það getur vel verið að ég borgi þeim meir aþegar ég er búinn með bílalánið svo sem en ég hætti nú seint að ferðast. Hinsta förin verður farin ofan í gröfina,“ segir Atli Steinn.Innheimtufyrirtækið hafi farið fram úr sér Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka segir í samtali við fréttastofu að þarna virtist verktaki bankans, innheimtufyrirtækið í Noregi, hafa farið fram úr sér. Þau séu afar ósátt við þessi vinnubrögð. Haraldur segir að lokum að þau muni fara fram á að þetta verklag verði endurskoðað.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Noregur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum