840 milljónir til að stytta bið eftir mikilvægum aðgerðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2019 09:53 Frá Landspítalanum við Hringbraut. Vísir/vilhelm Liðskiptaaðgerðir, augasteinsaðgerðir, tilteknar kvenlíffæraaðgerðir og brennsluaðgerðir vegna gáttatifs verða í forgangi við ráðstöfun 840 milljóna króna sem ætlaðar eru til að stytta bið sjúklinga eftir mikilvægum aðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þetta eru sömu aðgerðaflokkarnir og settir voru í forgang samkvæmt mati Embættis landlæknis í sérstöku biðlistaátaki til þriggja ára sem lauk á síðasta ári. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með átakinu hafi tekist hafi að stytta biðtíma eftir öllum umræddum aðgerðum. Líkt og í umræddu átaksverkefni munu Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands taka að sér að sinna umtalsvert fleiri aðgerðum en þær myndu gera að öllu óbreyttu, með þeim fjármunum sem sérstaklega eru ætlaðir í þessu skyni. Stofnanarnir þrjár hafa lagt fram áætlanir um tegundir og fjölda aðgerða sem þær munu sinna og verður framkvæmdin sem hér segir:Um 570 liðskiptaðagerðir Alls munu stofnanirnar þrjár framkvæma um 570 liðskiptaaðgerðir umfram þann aðgerðafjölda sem þær hefðu annars sinnt án sérstaks fjárframlags. Af þeim verða 250 gerðar á Landspítalanum, 250 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og 70 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Til samanburðar voru gerðar samtals 523 liðskiptaaðgerðir í biðlistaátaki síðasta árs. Augasteinsaðgerðir verða 1.300 fleiri en ella. Fjölgunin þessara aðgerða er fyrst og fremst hjá Landspítalanum sem mun sinna 1.200 aðgerðum en 100 þeirra verða gerðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Sambærilegar aðgerðir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs voru um það bil jafnmargar, eða 1.305 samtals og voru nær allar þeirra gerðar á Landspítalanum. Um 140 aðgerðir á grindarbotnslíffærum kvenna / brottnám legs Við Landspítalann verður völdum aðgerðum á grindarbotnslíffærum kvenna fjölgað um 80, viðbótin nemur 28 aðgerðum við Sjúkrahúsið á Akureyri og 29 við Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Brennsluaðgerðir vegna gáttatifs Landspítalinn framkvæmdi 310 hjartaþræðingar og kransæðavíkkanir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs árið 2018. Á þessu ári er ekki gert ráð fyrir slíkum aðgerðum innan átaksins, heldur er miðað við að framkvæmdar verði brennsluaðgerðir vegna gáttatifs fyrir svipaða upphæð og varið var til þræðinga og kransæðavíkkana í átakinu í fyrra. Embætti landlæknis kallar þrisvar á ári eftir upplýsingum um stöðu á biðlistum eftir völdum skurðaðgerðum. Meðal upplýsinga sem óskað er eftir er heildarfjöldi á biðlista og fjöldi þeirra sem hefur beðið lengur en 3 mánuði. Síðasta samantekt er frá því í október 2018.Upplýsingar á vef Embættis landlæknis um stöðu á biðlistum. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Liðskiptaaðgerðir, augasteinsaðgerðir, tilteknar kvenlíffæraaðgerðir og brennsluaðgerðir vegna gáttatifs verða í forgangi við ráðstöfun 840 milljóna króna sem ætlaðar eru til að stytta bið sjúklinga eftir mikilvægum aðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þetta eru sömu aðgerðaflokkarnir og settir voru í forgang samkvæmt mati Embættis landlæknis í sérstöku biðlistaátaki til þriggja ára sem lauk á síðasta ári. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að með átakinu hafi tekist hafi að stytta biðtíma eftir öllum umræddum aðgerðum. Líkt og í umræddu átaksverkefni munu Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands taka að sér að sinna umtalsvert fleiri aðgerðum en þær myndu gera að öllu óbreyttu, með þeim fjármunum sem sérstaklega eru ætlaðir í þessu skyni. Stofnanarnir þrjár hafa lagt fram áætlanir um tegundir og fjölda aðgerða sem þær munu sinna og verður framkvæmdin sem hér segir:Um 570 liðskiptaðagerðir Alls munu stofnanirnar þrjár framkvæma um 570 liðskiptaaðgerðir umfram þann aðgerðafjölda sem þær hefðu annars sinnt án sérstaks fjárframlags. Af þeim verða 250 gerðar á Landspítalanum, 250 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og 70 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Til samanburðar voru gerðar samtals 523 liðskiptaaðgerðir í biðlistaátaki síðasta árs. Augasteinsaðgerðir verða 1.300 fleiri en ella. Fjölgunin þessara aðgerða er fyrst og fremst hjá Landspítalanum sem mun sinna 1.200 aðgerðum en 100 þeirra verða gerðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Sambærilegar aðgerðir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs voru um það bil jafnmargar, eða 1.305 samtals og voru nær allar þeirra gerðar á Landspítalanum. Um 140 aðgerðir á grindarbotnslíffærum kvenna / brottnám legs Við Landspítalann verður völdum aðgerðum á grindarbotnslíffærum kvenna fjölgað um 80, viðbótin nemur 28 aðgerðum við Sjúkrahúsið á Akureyri og 29 við Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Brennsluaðgerðir vegna gáttatifs Landspítalinn framkvæmdi 310 hjartaþræðingar og kransæðavíkkanir sem féllu undir biðlistaátak síðasta árs árið 2018. Á þessu ári er ekki gert ráð fyrir slíkum aðgerðum innan átaksins, heldur er miðað við að framkvæmdar verði brennsluaðgerðir vegna gáttatifs fyrir svipaða upphæð og varið var til þræðinga og kransæðavíkkana í átakinu í fyrra. Embætti landlæknis kallar þrisvar á ári eftir upplýsingum um stöðu á biðlistum eftir völdum skurðaðgerðum. Meðal upplýsinga sem óskað er eftir er heildarfjöldi á biðlista og fjöldi þeirra sem hefur beðið lengur en 3 mánuði. Síðasta samantekt er frá því í október 2018.Upplýsingar á vef Embættis landlæknis um stöðu á biðlistum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira