Ætla nú að senda fleiri hermenn og jafnvel skriðdreka til Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2019 15:19 Esper ræddi við blaðamenn í höfuðstöðvum NATO í Brussel í dag. AP/Virginia Mayo Bandaríkin ætla að skilja fleiri hermenn en áður hefur komið fram eftir í Sýrlandi með því markmiði að velja ríkar olíulindir gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Þetta kom fram í máli Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, nú í dag. Þar að auki verða fleiri hermenn sendir á svæðið auk skriðdreka og annarra brynvarðra farartækja. Esper vildi ekki segja hve marga hermenn væri um að ræða. Ummæli varnarmálaráðherrans eru til marks um óvissa stefnu Bandaríkjanna í Sýrlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að allir hermenn í Sýrlandi, um þúsund talsins, yrðu kallaðir heim. Svo sagði hann að um 200 yrðu eftir í landinu. Esper sagði svo að hermennirnir sem færu frá Sýrlandi myndu ekki koma aftur til Bandaríkjanna heldur vera í Írak og halda þar áfram að berjast gegn ISIS. Yfirvöld Írak segja það þó hins vegar ekki koma til greina. Trump tísti svo í dag og sagði hermennina sem um ræðir vera að fara „á aðra staði“ og væru þeir á „LEIÐINNI HEIM!“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann einnig í umræddum tístum að búið væri að tryggja öryggi olíunnar.Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan Pentagon, höfuðstöðva herafla Bandaríkjanna, segja að Bandaríkin vilji tryggja að vígamenn Íslamska ríkisins komi höndunum ekki yfir olíulindir á svæðinu og geti nýtt tekjur frá þeim til að byggja samtökin upp á nýjan leik.Forsvarsmenn hersins hafa að undanförnu þrýst á Trump og embættismenn og vilja hafa viðveru í Sýrlandi því þrátt fyrir að kalífadæmi ISIS hafi verið sigrað er áætlað að tugir þúsunda í Sýrlandi og Írak tilheyri enn samtökunum. Þeir segja umræddar olíulindir mikilvægar vegna þessa. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Bandaríkin ætla að skilja fleiri hermenn en áður hefur komið fram eftir í Sýrlandi með því markmiði að velja ríkar olíulindir gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Þetta kom fram í máli Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, nú í dag. Þar að auki verða fleiri hermenn sendir á svæðið auk skriðdreka og annarra brynvarðra farartækja. Esper vildi ekki segja hve marga hermenn væri um að ræða. Ummæli varnarmálaráðherrans eru til marks um óvissa stefnu Bandaríkjanna í Sýrlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að allir hermenn í Sýrlandi, um þúsund talsins, yrðu kallaðir heim. Svo sagði hann að um 200 yrðu eftir í landinu. Esper sagði svo að hermennirnir sem færu frá Sýrlandi myndu ekki koma aftur til Bandaríkjanna heldur vera í Írak og halda þar áfram að berjast gegn ISIS. Yfirvöld Írak segja það þó hins vegar ekki koma til greina. Trump tísti svo í dag og sagði hermennina sem um ræðir vera að fara „á aðra staði“ og væru þeir á „LEIÐINNI HEIM!“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann einnig í umræddum tístum að búið væri að tryggja öryggi olíunnar.Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan Pentagon, höfuðstöðva herafla Bandaríkjanna, segja að Bandaríkin vilji tryggja að vígamenn Íslamska ríkisins komi höndunum ekki yfir olíulindir á svæðinu og geti nýtt tekjur frá þeim til að byggja samtökin upp á nýjan leik.Forsvarsmenn hersins hafa að undanförnu þrýst á Trump og embættismenn og vilja hafa viðveru í Sýrlandi því þrátt fyrir að kalífadæmi ISIS hafi verið sigrað er áætlað að tugir þúsunda í Sýrlandi og Írak tilheyri enn samtökunum. Þeir segja umræddar olíulindir mikilvægar vegna þessa.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira