Félag eldri feðra harmar mistök Fréttablaðsins Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2019 10:33 Í myndatexta Fréttablaðsins var þroskaður faðir tvegga stúlkubarna kallaður afi þeirra. Runólfur, formaður Félags eldri feðra, segir þetta lýsandi fyrir aldurfordóma sem vaða uppi í þessu samfélagi. Fbl/Anton Brink Félag eldri feðra harmar mistök Fréttablaðsins í tengslum við myndatexta við mynd sem birtist í blaðinu á gamlaársdag. Þar segir að margt hafi verið um manninn á flugeldasölu björgunarsveitarinnar Ársæls í Gróubúð á Grandagarði. „Þessar stúlkur virtu fyrir sér flugeldapakkann Tralla, á meðan afi þeirra hafði mögulega augastað á einhverju örlitlu kraftmeira.“Æskudýrkun og aldursfordómar Meinið er að þar var ekki afi stúlknanna á ferð heldur faðir þeirra. Runólfur Ágústsson, sem er formaður Félags eldri feðra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar sem segir „Félag eldri feðra harmar þau inngrónu viðhorf upphafinnar æskudýrkunar og aldursfordóma sem endurspegluðust í mynd Fréttablaðsins af ritara félagsins, dr. Birni Karlssyni hvar hann var staddur ásamt ungum dætrum sínum í flugeldasölu hér í bæ á gamlársdag. Björn var þar titlaður og talinn afi stúlknanna.“Myndin umdeilda en hér er Dr. Björn að huga að flugeldum. Með honum á myndinni eru dætur hans Birna Eldey og Ásta Melrós.fbl/ernirRunólfur bendir á að blaðið hafi nú þegar leiðrétt fréttina en það sé „allt of algengt að einstaklingar sem komnir eru á miðjan aldur séu afskrifaðir sem virkir þátttakendur í okkar samfélagi. Í því samhengi og út frá þeim aldursfordómum sem koma hér fram hjá miðlinum bendir félagið sérstaklega á getu og hæfni félagmanna til barneigna og uppeldis sem að mati þess vex með auknum þokka, þroska og aldri. Eldri feður eru betri feður!“ Svo segir í yfirlýsingu sem Runólfur sendir frá sér fyrir hönd félagsins.Fórnarlambið vill sem minnst úr málinu gera Ritari félagsins, sá sem fyrir þessum mistökum varð, er ekki eins herskár og formaðurinn. Segir þetta aðallega vandræðalegt. Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi blaðsins og fyrrverandi ritstjóri hafi sett sig í samband við hann en Björn vildi sem minnst úr málinu gera. „Hún sagði að ljósmyndarinn hefði gert þessi mistök, að tala ekki við mig. Og baðst afsökunar, sem ég tók gilda.“ Félag eldri feðra er um þriggja ára gamall félagsskapur, óformlegur en félagsmenn eru um fimmtán talsins. Í þeim hópi eru auk Runólfs og Björns menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara og Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmanns.Uppfært 14:25 Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar var Björn í myndatexta kallaður Dr. Bjarni. Sem er allt annar maður. Þetta hefur nú verið lagfært. Dr. Björn sem og lesendur er beðinn afsökunar og mistökin hörmuð. Blm. Félagsmál Tengdar fréttir Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Hópur karla sem eignast börn eftir fimmtugt hefur stofnað félagsskap. Formaðurinn segir menn fyrst þá hafa nægilegan þroska í föðurhlutverkið og telur leikskólana vera talsvert betri í dag en þeir voru fyrir þrjátíu árum. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Félag eldri feðra harmar mistök Fréttablaðsins í tengslum við myndatexta við mynd sem birtist í blaðinu á gamlaársdag. Þar segir að margt hafi verið um manninn á flugeldasölu björgunarsveitarinnar Ársæls í Gróubúð á Grandagarði. „Þessar stúlkur virtu fyrir sér flugeldapakkann Tralla, á meðan afi þeirra hafði mögulega augastað á einhverju örlitlu kraftmeira.“Æskudýrkun og aldursfordómar Meinið er að þar var ekki afi stúlknanna á ferð heldur faðir þeirra. Runólfur Ágústsson, sem er formaður Félags eldri feðra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar sem segir „Félag eldri feðra harmar þau inngrónu viðhorf upphafinnar æskudýrkunar og aldursfordóma sem endurspegluðust í mynd Fréttablaðsins af ritara félagsins, dr. Birni Karlssyni hvar hann var staddur ásamt ungum dætrum sínum í flugeldasölu hér í bæ á gamlársdag. Björn var þar titlaður og talinn afi stúlknanna.“Myndin umdeilda en hér er Dr. Björn að huga að flugeldum. Með honum á myndinni eru dætur hans Birna Eldey og Ásta Melrós.fbl/ernirRunólfur bendir á að blaðið hafi nú þegar leiðrétt fréttina en það sé „allt of algengt að einstaklingar sem komnir eru á miðjan aldur séu afskrifaðir sem virkir þátttakendur í okkar samfélagi. Í því samhengi og út frá þeim aldursfordómum sem koma hér fram hjá miðlinum bendir félagið sérstaklega á getu og hæfni félagmanna til barneigna og uppeldis sem að mati þess vex með auknum þokka, þroska og aldri. Eldri feður eru betri feður!“ Svo segir í yfirlýsingu sem Runólfur sendir frá sér fyrir hönd félagsins.Fórnarlambið vill sem minnst úr málinu gera Ritari félagsins, sá sem fyrir þessum mistökum varð, er ekki eins herskár og formaðurinn. Segir þetta aðallega vandræðalegt. Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi blaðsins og fyrrverandi ritstjóri hafi sett sig í samband við hann en Björn vildi sem minnst úr málinu gera. „Hún sagði að ljósmyndarinn hefði gert þessi mistök, að tala ekki við mig. Og baðst afsökunar, sem ég tók gilda.“ Félag eldri feðra er um þriggja ára gamall félagsskapur, óformlegur en félagsmenn eru um fimmtán talsins. Í þeim hópi eru auk Runólfs og Björns menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara og Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmanns.Uppfært 14:25 Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar var Björn í myndatexta kallaður Dr. Bjarni. Sem er allt annar maður. Þetta hefur nú verið lagfært. Dr. Björn sem og lesendur er beðinn afsökunar og mistökin hörmuð. Blm.
Félagsmál Tengdar fréttir Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Hópur karla sem eignast börn eftir fimmtugt hefur stofnað félagsskap. Formaðurinn segir menn fyrst þá hafa nægilegan þroska í föðurhlutverkið og telur leikskólana vera talsvert betri í dag en þeir voru fyrir þrjátíu árum. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Hópur karla sem eignast börn eftir fimmtugt hefur stofnað félagsskap. Formaðurinn segir menn fyrst þá hafa nægilegan þroska í föðurhlutverkið og telur leikskólana vera talsvert betri í dag en þeir voru fyrir þrjátíu árum. 4. maí 2017 07:00