Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Runólfur Ágústsson á börn á aldrinum tveggja til þrítugs. Hann er formaður í óformlegum félagsskap eldri feðra. vísir/anton brink „Þetta er nú frekar óformlegur félagsskapur feðra sem eignast börn eftir fimmtugt. Við lítum svo á að menn hafi eiginlega ekki þroska til að eignast börn fyrr en um það bil á þeim aldri,“ segir Runólfur Ágústsson, formaður Félags eldri feðra. Runólfur segir félagsskapinn vera um það bil tveggja ára gamlan og að hann sé mjög óformlegur. Félagsmenn eru um fimmtán talsins en í þeim hópi eru auk Runólfs menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara, Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmann, Björn Karlsson, forstjóra Mannvirkjastofnunar, og fleiri. „Margir okkar hafa reynt þetta á fyrri ævistigum og þetta gengur miklu betur núna,“ segir Runólfur léttur í bragði. Hann á sjálfur börn á aldrinum tveggja til þrjátíu ára og segir það mjög algengt í þessum félagsskap. „En einhverjir komu síðar inn á þennan vettvang. Það er að segja að þeir hafa byrjað að eignast börn eftir að þeir tóku út þroskann,“ segir Runólfur. Alvarlegur í bragði segir Runólfur að munurinn á að eignast barn eftir fimmtugt og fyrir fimmtugt snúist um forgangsröðun. „Við þroskuðu feðurnir höfum meiri tíma fyrir börnin okkar í dag sem við höfðum kannski ekki fyrir 20 til 30 árum. Ungir menn og metnaðarfullir eru gjarnan held ég að sigra heiminn en á okkar aldri eru menn hættir svoleiðis vitleysu,“ segir hann. Runólfur segir að mörgu leyti betra að ala börn upp núna, sé horft til þeirrar þjónustu sem samfélagið hefur upp á að bjóða. „Þetta er persónuleg upplifun og við, sem eldri feður, tökum fyrst og fremst sjálfir ábyrgð á okkar lífi og okkar börnum. Við erum ekkert endilega að gera miklar kröfur á samfélagið í þeim efnum en nýtum okkur þá grunnþjónustu sem er í boði. Og hún er nú bara býsna góð. Til að mynda held ég að það sé mikill gæðamunur á leikskólum í dag og fyrir þrjátíu árum,“ segir hann. Runólfur segir að Félag eldri feðra styðji stefnu stjórnvalda í að stytta nám. „Við studdum sérstaklega fyrrverandi menntamálaráðherra í styttingu náms til stúdentsprófs og styðjum áframhaldandi vinnu við að stytta grunnskólann. Af því að við höfum það að markmiði að börnin okkar geti útskrifast sem stúdentar áður en við verðum sjötugir,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
„Þetta er nú frekar óformlegur félagsskapur feðra sem eignast börn eftir fimmtugt. Við lítum svo á að menn hafi eiginlega ekki þroska til að eignast börn fyrr en um það bil á þeim aldri,“ segir Runólfur Ágústsson, formaður Félags eldri feðra. Runólfur segir félagsskapinn vera um það bil tveggja ára gamlan og að hann sé mjög óformlegur. Félagsmenn eru um fimmtán talsins en í þeim hópi eru auk Runólfs menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara, Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmann, Björn Karlsson, forstjóra Mannvirkjastofnunar, og fleiri. „Margir okkar hafa reynt þetta á fyrri ævistigum og þetta gengur miklu betur núna,“ segir Runólfur léttur í bragði. Hann á sjálfur börn á aldrinum tveggja til þrjátíu ára og segir það mjög algengt í þessum félagsskap. „En einhverjir komu síðar inn á þennan vettvang. Það er að segja að þeir hafa byrjað að eignast börn eftir að þeir tóku út þroskann,“ segir Runólfur. Alvarlegur í bragði segir Runólfur að munurinn á að eignast barn eftir fimmtugt og fyrir fimmtugt snúist um forgangsröðun. „Við þroskuðu feðurnir höfum meiri tíma fyrir börnin okkar í dag sem við höfðum kannski ekki fyrir 20 til 30 árum. Ungir menn og metnaðarfullir eru gjarnan held ég að sigra heiminn en á okkar aldri eru menn hættir svoleiðis vitleysu,“ segir hann. Runólfur segir að mörgu leyti betra að ala börn upp núna, sé horft til þeirrar þjónustu sem samfélagið hefur upp á að bjóða. „Þetta er persónuleg upplifun og við, sem eldri feður, tökum fyrst og fremst sjálfir ábyrgð á okkar lífi og okkar börnum. Við erum ekkert endilega að gera miklar kröfur á samfélagið í þeim efnum en nýtum okkur þá grunnþjónustu sem er í boði. Og hún er nú bara býsna góð. Til að mynda held ég að það sé mikill gæðamunur á leikskólum í dag og fyrir þrjátíu árum,“ segir hann. Runólfur segir að Félag eldri feðra styðji stefnu stjórnvalda í að stytta nám. „Við studdum sérstaklega fyrrverandi menntamálaráðherra í styttingu náms til stúdentsprófs og styðjum áframhaldandi vinnu við að stytta grunnskólann. Af því að við höfum það að markmiði að börnin okkar geti útskrifast sem stúdentar áður en við verðum sjötugir,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent