Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Runólfur Ágústsson á börn á aldrinum tveggja til þrítugs. Hann er formaður í óformlegum félagsskap eldri feðra. vísir/anton brink „Þetta er nú frekar óformlegur félagsskapur feðra sem eignast börn eftir fimmtugt. Við lítum svo á að menn hafi eiginlega ekki þroska til að eignast börn fyrr en um það bil á þeim aldri,“ segir Runólfur Ágústsson, formaður Félags eldri feðra. Runólfur segir félagsskapinn vera um það bil tveggja ára gamlan og að hann sé mjög óformlegur. Félagsmenn eru um fimmtán talsins en í þeim hópi eru auk Runólfs menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara, Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmann, Björn Karlsson, forstjóra Mannvirkjastofnunar, og fleiri. „Margir okkar hafa reynt þetta á fyrri ævistigum og þetta gengur miklu betur núna,“ segir Runólfur léttur í bragði. Hann á sjálfur börn á aldrinum tveggja til þrjátíu ára og segir það mjög algengt í þessum félagsskap. „En einhverjir komu síðar inn á þennan vettvang. Það er að segja að þeir hafa byrjað að eignast börn eftir að þeir tóku út þroskann,“ segir Runólfur. Alvarlegur í bragði segir Runólfur að munurinn á að eignast barn eftir fimmtugt og fyrir fimmtugt snúist um forgangsröðun. „Við þroskuðu feðurnir höfum meiri tíma fyrir börnin okkar í dag sem við höfðum kannski ekki fyrir 20 til 30 árum. Ungir menn og metnaðarfullir eru gjarnan held ég að sigra heiminn en á okkar aldri eru menn hættir svoleiðis vitleysu,“ segir hann. Runólfur segir að mörgu leyti betra að ala börn upp núna, sé horft til þeirrar þjónustu sem samfélagið hefur upp á að bjóða. „Þetta er persónuleg upplifun og við, sem eldri feður, tökum fyrst og fremst sjálfir ábyrgð á okkar lífi og okkar börnum. Við erum ekkert endilega að gera miklar kröfur á samfélagið í þeim efnum en nýtum okkur þá grunnþjónustu sem er í boði. Og hún er nú bara býsna góð. Til að mynda held ég að það sé mikill gæðamunur á leikskólum í dag og fyrir þrjátíu árum,“ segir hann. Runólfur segir að Félag eldri feðra styðji stefnu stjórnvalda í að stytta nám. „Við studdum sérstaklega fyrrverandi menntamálaráðherra í styttingu náms til stúdentsprófs og styðjum áframhaldandi vinnu við að stytta grunnskólann. Af því að við höfum það að markmiði að börnin okkar geti útskrifast sem stúdentar áður en við verðum sjötugir,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Þetta er nú frekar óformlegur félagsskapur feðra sem eignast börn eftir fimmtugt. Við lítum svo á að menn hafi eiginlega ekki þroska til að eignast börn fyrr en um það bil á þeim aldri,“ segir Runólfur Ágústsson, formaður Félags eldri feðra. Runólfur segir félagsskapinn vera um það bil tveggja ára gamlan og að hann sé mjög óformlegur. Félagsmenn eru um fimmtán talsins en í þeim hópi eru auk Runólfs menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara, Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmann, Björn Karlsson, forstjóra Mannvirkjastofnunar, og fleiri. „Margir okkar hafa reynt þetta á fyrri ævistigum og þetta gengur miklu betur núna,“ segir Runólfur léttur í bragði. Hann á sjálfur börn á aldrinum tveggja til þrjátíu ára og segir það mjög algengt í þessum félagsskap. „En einhverjir komu síðar inn á þennan vettvang. Það er að segja að þeir hafa byrjað að eignast börn eftir að þeir tóku út þroskann,“ segir Runólfur. Alvarlegur í bragði segir Runólfur að munurinn á að eignast barn eftir fimmtugt og fyrir fimmtugt snúist um forgangsröðun. „Við þroskuðu feðurnir höfum meiri tíma fyrir börnin okkar í dag sem við höfðum kannski ekki fyrir 20 til 30 árum. Ungir menn og metnaðarfullir eru gjarnan held ég að sigra heiminn en á okkar aldri eru menn hættir svoleiðis vitleysu,“ segir hann. Runólfur segir að mörgu leyti betra að ala börn upp núna, sé horft til þeirrar þjónustu sem samfélagið hefur upp á að bjóða. „Þetta er persónuleg upplifun og við, sem eldri feður, tökum fyrst og fremst sjálfir ábyrgð á okkar lífi og okkar börnum. Við erum ekkert endilega að gera miklar kröfur á samfélagið í þeim efnum en nýtum okkur þá grunnþjónustu sem er í boði. Og hún er nú bara býsna góð. Til að mynda held ég að það sé mikill gæðamunur á leikskólum í dag og fyrir þrjátíu árum,“ segir hann. Runólfur segir að Félag eldri feðra styðji stefnu stjórnvalda í að stytta nám. „Við studdum sérstaklega fyrrverandi menntamálaráðherra í styttingu náms til stúdentsprófs og styðjum áframhaldandi vinnu við að stytta grunnskólann. Af því að við höfum það að markmiði að börnin okkar geti útskrifast sem stúdentar áður en við verðum sjötugir,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira