Vona að rafmagn verði komið í lag á Húsavík fyrir hádegi Sylvía Hall skrifar 21. desember 2019 10:15 Unnið er að því að tengja Húsavík aftur inn á kerfið í gegnum Bakka. Vísir/Jói K Uppfært klukkan 10:50: Rafmagn er komið á á Húsavík. Rafmagnslaust varð á Húsavík í morgun og er unnið að því að koma rafmagni aftur á. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir vonir standa til þess að rafmagn verði komið á fyrir hádegi. „Við erum að vinna við að tengja Húsavík aftur inn á kerfið í gegnum Bakka,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Síðustu daga hefur Landsnet staðið í viðgerðum og segir hún þær aðgerðir hafa gengið vel. „Það eru góðar fréttir að austan, við kláruðum viðgerðir á Fljótsdalslínu 4 í gærkvöldi. Það var mjög gott mál því það er spáð slæmu veðri á svæðinu í dag þannig við lögðum allt kapp á að klára þá viðgerð í gærkvöldi. Í nótt fórum við í vinnu í tengivirkinu í Hrútatungu og erum með þrjátíu manns þar í vinnu í alla nótt. Aðgerð lauk þar í morgun og gekk bara vel.“ Nú er stefnt að því að taka út Þeistareykjalínu til þess að bregðast við ísingarveðri sem spáð er. Hugmyndin er að hreinsa það og binda þau vonir við það að það muni ekki taka langan tíma. Hún segir mikinn viðbúnað vera hjá Landsneti svo hægt sé að bregðast við þeim aðstæðum sem geta komið upp. „Við erum búin að vera með ísingarvakt á þessum svæðum og erum búin að fara í hreinsanir á þeim tengivirkjum sem við teljum að séu útsett fyrir ísingu. Við vonum bara að veðrið muni ekki leika okkur mjög illa í þetta skiptið en við erum með mannskap á svæðinu ef eitthvað gerist.“ Þá sé Landsnet stöðugt á vaktinni og það sé mikilvægt að vakta kerfið vel. „Alltaf þegar við eigum von á veðurspá eins og þessari þá förum við vel yfir veðrið, förum yfir hvar mögulega getur orðið áraun á okkar línur og færum okkar fólk til eftir því.“ Norðurþing Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. 16. desember 2019 06:46 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Aftur orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Aftur er orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra vegna truflana sem voru í gærkvöldi og nótt á kerfi RARIK frá Hrútatungu og Laxárvatni. 17. desember 2019 08:57 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Uppfært klukkan 10:50: Rafmagn er komið á á Húsavík. Rafmagnslaust varð á Húsavík í morgun og er unnið að því að koma rafmagni aftur á. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir vonir standa til þess að rafmagn verði komið á fyrir hádegi. „Við erum að vinna við að tengja Húsavík aftur inn á kerfið í gegnum Bakka,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Síðustu daga hefur Landsnet staðið í viðgerðum og segir hún þær aðgerðir hafa gengið vel. „Það eru góðar fréttir að austan, við kláruðum viðgerðir á Fljótsdalslínu 4 í gærkvöldi. Það var mjög gott mál því það er spáð slæmu veðri á svæðinu í dag þannig við lögðum allt kapp á að klára þá viðgerð í gærkvöldi. Í nótt fórum við í vinnu í tengivirkinu í Hrútatungu og erum með þrjátíu manns þar í vinnu í alla nótt. Aðgerð lauk þar í morgun og gekk bara vel.“ Nú er stefnt að því að taka út Þeistareykjalínu til þess að bregðast við ísingarveðri sem spáð er. Hugmyndin er að hreinsa það og binda þau vonir við það að það muni ekki taka langan tíma. Hún segir mikinn viðbúnað vera hjá Landsneti svo hægt sé að bregðast við þeim aðstæðum sem geta komið upp. „Við erum búin að vera með ísingarvakt á þessum svæðum og erum búin að fara í hreinsanir á þeim tengivirkjum sem við teljum að séu útsett fyrir ísingu. Við vonum bara að veðrið muni ekki leika okkur mjög illa í þetta skiptið en við erum með mannskap á svæðinu ef eitthvað gerist.“ Þá sé Landsnet stöðugt á vaktinni og það sé mikilvægt að vakta kerfið vel. „Alltaf þegar við eigum von á veðurspá eins og þessari þá förum við vel yfir veðrið, förum yfir hvar mögulega getur orðið áraun á okkar línur og færum okkar fólk til eftir því.“
Norðurþing Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. 16. desember 2019 06:46 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Aftur orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Aftur er orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra vegna truflana sem voru í gærkvöldi og nótt á kerfi RARIK frá Hrútatungu og Laxárvatni. 17. desember 2019 08:57 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. 16. desember 2019 06:46
Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00
Aftur orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Aftur er orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra vegna truflana sem voru í gærkvöldi og nótt á kerfi RARIK frá Hrútatungu og Laxárvatni. 17. desember 2019 08:57