Vona að rafmagn verði komið í lag á Húsavík fyrir hádegi Sylvía Hall skrifar 21. desember 2019 10:15 Unnið er að því að tengja Húsavík aftur inn á kerfið í gegnum Bakka. Vísir/Jói K Uppfært klukkan 10:50: Rafmagn er komið á á Húsavík. Rafmagnslaust varð á Húsavík í morgun og er unnið að því að koma rafmagni aftur á. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir vonir standa til þess að rafmagn verði komið á fyrir hádegi. „Við erum að vinna við að tengja Húsavík aftur inn á kerfið í gegnum Bakka,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Síðustu daga hefur Landsnet staðið í viðgerðum og segir hún þær aðgerðir hafa gengið vel. „Það eru góðar fréttir að austan, við kláruðum viðgerðir á Fljótsdalslínu 4 í gærkvöldi. Það var mjög gott mál því það er spáð slæmu veðri á svæðinu í dag þannig við lögðum allt kapp á að klára þá viðgerð í gærkvöldi. Í nótt fórum við í vinnu í tengivirkinu í Hrútatungu og erum með þrjátíu manns þar í vinnu í alla nótt. Aðgerð lauk þar í morgun og gekk bara vel.“ Nú er stefnt að því að taka út Þeistareykjalínu til þess að bregðast við ísingarveðri sem spáð er. Hugmyndin er að hreinsa það og binda þau vonir við það að það muni ekki taka langan tíma. Hún segir mikinn viðbúnað vera hjá Landsneti svo hægt sé að bregðast við þeim aðstæðum sem geta komið upp. „Við erum búin að vera með ísingarvakt á þessum svæðum og erum búin að fara í hreinsanir á þeim tengivirkjum sem við teljum að séu útsett fyrir ísingu. Við vonum bara að veðrið muni ekki leika okkur mjög illa í þetta skiptið en við erum með mannskap á svæðinu ef eitthvað gerist.“ Þá sé Landsnet stöðugt á vaktinni og það sé mikilvægt að vakta kerfið vel. „Alltaf þegar við eigum von á veðurspá eins og þessari þá förum við vel yfir veðrið, förum yfir hvar mögulega getur orðið áraun á okkar línur og færum okkar fólk til eftir því.“ Norðurþing Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. 16. desember 2019 06:46 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Aftur orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Aftur er orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra vegna truflana sem voru í gærkvöldi og nótt á kerfi RARIK frá Hrútatungu og Laxárvatni. 17. desember 2019 08:57 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Uppfært klukkan 10:50: Rafmagn er komið á á Húsavík. Rafmagnslaust varð á Húsavík í morgun og er unnið að því að koma rafmagni aftur á. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir vonir standa til þess að rafmagn verði komið á fyrir hádegi. „Við erum að vinna við að tengja Húsavík aftur inn á kerfið í gegnum Bakka,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Síðustu daga hefur Landsnet staðið í viðgerðum og segir hún þær aðgerðir hafa gengið vel. „Það eru góðar fréttir að austan, við kláruðum viðgerðir á Fljótsdalslínu 4 í gærkvöldi. Það var mjög gott mál því það er spáð slæmu veðri á svæðinu í dag þannig við lögðum allt kapp á að klára þá viðgerð í gærkvöldi. Í nótt fórum við í vinnu í tengivirkinu í Hrútatungu og erum með þrjátíu manns þar í vinnu í alla nótt. Aðgerð lauk þar í morgun og gekk bara vel.“ Nú er stefnt að því að taka út Þeistareykjalínu til þess að bregðast við ísingarveðri sem spáð er. Hugmyndin er að hreinsa það og binda þau vonir við það að það muni ekki taka langan tíma. Hún segir mikinn viðbúnað vera hjá Landsneti svo hægt sé að bregðast við þeim aðstæðum sem geta komið upp. „Við erum búin að vera með ísingarvakt á þessum svæðum og erum búin að fara í hreinsanir á þeim tengivirkjum sem við teljum að séu útsett fyrir ísingu. Við vonum bara að veðrið muni ekki leika okkur mjög illa í þetta skiptið en við erum með mannskap á svæðinu ef eitthvað gerist.“ Þá sé Landsnet stöðugt á vaktinni og það sé mikilvægt að vakta kerfið vel. „Alltaf þegar við eigum von á veðurspá eins og þessari þá förum við vel yfir veðrið, förum yfir hvar mögulega getur orðið áraun á okkar línur og færum okkar fólk til eftir því.“
Norðurþing Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. 16. desember 2019 06:46 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Aftur orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Aftur er orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra vegna truflana sem voru í gærkvöldi og nótt á kerfi RARIK frá Hrútatungu og Laxárvatni. 17. desember 2019 08:57 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. 16. desember 2019 06:46
Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00
Aftur orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Aftur er orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra vegna truflana sem voru í gærkvöldi og nótt á kerfi RARIK frá Hrútatungu og Laxárvatni. 17. desember 2019 08:57