Vona að rafmagn verði komið í lag á Húsavík fyrir hádegi Sylvía Hall skrifar 21. desember 2019 10:15 Unnið er að því að tengja Húsavík aftur inn á kerfið í gegnum Bakka. Vísir/Jói K Uppfært klukkan 10:50: Rafmagn er komið á á Húsavík. Rafmagnslaust varð á Húsavík í morgun og er unnið að því að koma rafmagni aftur á. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir vonir standa til þess að rafmagn verði komið á fyrir hádegi. „Við erum að vinna við að tengja Húsavík aftur inn á kerfið í gegnum Bakka,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Síðustu daga hefur Landsnet staðið í viðgerðum og segir hún þær aðgerðir hafa gengið vel. „Það eru góðar fréttir að austan, við kláruðum viðgerðir á Fljótsdalslínu 4 í gærkvöldi. Það var mjög gott mál því það er spáð slæmu veðri á svæðinu í dag þannig við lögðum allt kapp á að klára þá viðgerð í gærkvöldi. Í nótt fórum við í vinnu í tengivirkinu í Hrútatungu og erum með þrjátíu manns þar í vinnu í alla nótt. Aðgerð lauk þar í morgun og gekk bara vel.“ Nú er stefnt að því að taka út Þeistareykjalínu til þess að bregðast við ísingarveðri sem spáð er. Hugmyndin er að hreinsa það og binda þau vonir við það að það muni ekki taka langan tíma. Hún segir mikinn viðbúnað vera hjá Landsneti svo hægt sé að bregðast við þeim aðstæðum sem geta komið upp. „Við erum búin að vera með ísingarvakt á þessum svæðum og erum búin að fara í hreinsanir á þeim tengivirkjum sem við teljum að séu útsett fyrir ísingu. Við vonum bara að veðrið muni ekki leika okkur mjög illa í þetta skiptið en við erum með mannskap á svæðinu ef eitthvað gerist.“ Þá sé Landsnet stöðugt á vaktinni og það sé mikilvægt að vakta kerfið vel. „Alltaf þegar við eigum von á veðurspá eins og þessari þá förum við vel yfir veðrið, förum yfir hvar mögulega getur orðið áraun á okkar línur og færum okkar fólk til eftir því.“ Norðurþing Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. 16. desember 2019 06:46 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Aftur orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Aftur er orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra vegna truflana sem voru í gærkvöldi og nótt á kerfi RARIK frá Hrútatungu og Laxárvatni. 17. desember 2019 08:57 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Uppfært klukkan 10:50: Rafmagn er komið á á Húsavík. Rafmagnslaust varð á Húsavík í morgun og er unnið að því að koma rafmagni aftur á. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir vonir standa til þess að rafmagn verði komið á fyrir hádegi. „Við erum að vinna við að tengja Húsavík aftur inn á kerfið í gegnum Bakka,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Síðustu daga hefur Landsnet staðið í viðgerðum og segir hún þær aðgerðir hafa gengið vel. „Það eru góðar fréttir að austan, við kláruðum viðgerðir á Fljótsdalslínu 4 í gærkvöldi. Það var mjög gott mál því það er spáð slæmu veðri á svæðinu í dag þannig við lögðum allt kapp á að klára þá viðgerð í gærkvöldi. Í nótt fórum við í vinnu í tengivirkinu í Hrútatungu og erum með þrjátíu manns þar í vinnu í alla nótt. Aðgerð lauk þar í morgun og gekk bara vel.“ Nú er stefnt að því að taka út Þeistareykjalínu til þess að bregðast við ísingarveðri sem spáð er. Hugmyndin er að hreinsa það og binda þau vonir við það að það muni ekki taka langan tíma. Hún segir mikinn viðbúnað vera hjá Landsneti svo hægt sé að bregðast við þeim aðstæðum sem geta komið upp. „Við erum búin að vera með ísingarvakt á þessum svæðum og erum búin að fara í hreinsanir á þeim tengivirkjum sem við teljum að séu útsett fyrir ísingu. Við vonum bara að veðrið muni ekki leika okkur mjög illa í þetta skiptið en við erum með mannskap á svæðinu ef eitthvað gerist.“ Þá sé Landsnet stöðugt á vaktinni og það sé mikilvægt að vakta kerfið vel. „Alltaf þegar við eigum von á veðurspá eins og þessari þá förum við vel yfir veðrið, förum yfir hvar mögulega getur orðið áraun á okkar línur og færum okkar fólk til eftir því.“
Norðurþing Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. 16. desember 2019 06:46 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Aftur orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Aftur er orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra vegna truflana sem voru í gærkvöldi og nótt á kerfi RARIK frá Hrútatungu og Laxárvatni. 17. desember 2019 08:57 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. 16. desember 2019 06:46
Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00
Aftur orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra Aftur er orðið rafmagnslaust í Húnaþingi vestra vegna truflana sem voru í gærkvöldi og nótt á kerfi RARIK frá Hrútatungu og Laxárvatni. 17. desember 2019 08:57