Mikil eftirspurn eftir magaaðgerðum vegna offitu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2019 22:00 Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum.Landlæknisembættið birti í vikunni greinargerð um bið eftir skurðaðgerðum. Þar má sjá að sérstakt átak, sem ráðist var í til að stytta bið eftir aðgerðum, hefur skilað árangri. Meðal annars þegar kemur að skurðaðgerðum á augasteinum. „Þetta biðlistaátak hefur í heild skilað miklum árangri því það hefur tekist að fjölga aðgerðum og þannig stytta biðlistana en hins vegar sjáum við líka að eftirspurn eftir ýmsum aðgerðum hefur aukist og því hefur aukinn aðgerðafjöldi ekki alltaf getað haldið í við þá þróun," segir Laura Scheving Thorsteinsson teymisstjóri úttekta hjá Landlæknisembættinu.Þannig hefur eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu aukist en í október voru eitt hundrað og fjörutíu á biðlista eftir offituaðgerðum. Skurðaðgerðir á maga vegna offitu eru annars vegar gerðar á Landspítalanum og hins vegar á einkastofum líkt og hjá Klíníkinni og Gravitas. Þeir sem fara í aðgerð á eigin vegum hjá einkastofu greiða fyrir aðgerðina sjálfir. Kostnaðurinn er allt frá einni komma tveimur milljónum króna og upp úr. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar 448 aðgerðir.Vísir/Hlynur Tölurnar sýna að fjögur hundruð fjörutíu og átta skurðaðgerðir á maga voru framkvæmdar á fyrstu níu mánuðum þessa árs en árið 2017 voru þær þrjú hundruð níutíu og sex. Flestar aðgerðirnar voru framkvæmdar hjá Klíníkinni eða tvö hundruð tuttugu og fjórar og hundrað fimmtíu og sjö hjá Gravitas. Þær voru aðeins sextíu og sjö á Landspítalanum. Löng bið er eftir skurðaðgerðum á maga vegna offitu hjá Landspítalanum.Vísir/Hlynur Bið eftir aðgerð á Landspítalanum var um fjörutíu og fjórar vikur. Þeir sem hins vegar fóru í aðgerð á einkastofu þurftu ekki að bíða nema sex vikur. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum.Landlæknisembættið birti í vikunni greinargerð um bið eftir skurðaðgerðum. Þar má sjá að sérstakt átak, sem ráðist var í til að stytta bið eftir aðgerðum, hefur skilað árangri. Meðal annars þegar kemur að skurðaðgerðum á augasteinum. „Þetta biðlistaátak hefur í heild skilað miklum árangri því það hefur tekist að fjölga aðgerðum og þannig stytta biðlistana en hins vegar sjáum við líka að eftirspurn eftir ýmsum aðgerðum hefur aukist og því hefur aukinn aðgerðafjöldi ekki alltaf getað haldið í við þá þróun," segir Laura Scheving Thorsteinsson teymisstjóri úttekta hjá Landlæknisembættinu.Þannig hefur eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu aukist en í október voru eitt hundrað og fjörutíu á biðlista eftir offituaðgerðum. Skurðaðgerðir á maga vegna offitu eru annars vegar gerðar á Landspítalanum og hins vegar á einkastofum líkt og hjá Klíníkinni og Gravitas. Þeir sem fara í aðgerð á eigin vegum hjá einkastofu greiða fyrir aðgerðina sjálfir. Kostnaðurinn er allt frá einni komma tveimur milljónum króna og upp úr. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar 448 aðgerðir.Vísir/Hlynur Tölurnar sýna að fjögur hundruð fjörutíu og átta skurðaðgerðir á maga voru framkvæmdar á fyrstu níu mánuðum þessa árs en árið 2017 voru þær þrjú hundruð níutíu og sex. Flestar aðgerðirnar voru framkvæmdar hjá Klíníkinni eða tvö hundruð tuttugu og fjórar og hundrað fimmtíu og sjö hjá Gravitas. Þær voru aðeins sextíu og sjö á Landspítalanum. Löng bið er eftir skurðaðgerðum á maga vegna offitu hjá Landspítalanum.Vísir/Hlynur Bið eftir aðgerð á Landspítalanum var um fjörutíu og fjórar vikur. Þeir sem hins vegar fóru í aðgerð á einkastofu þurftu ekki að bíða nema sex vikur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira