Ronaldo hlýtur að vera hataður af stuðningsmönnum Atlético Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 10:00 Cristiano Ronaldo fagnar í gær. Getty/ Etsuo Hara Atlético Madrid datt í gær út úr Meistaradeildinni eftir 3-0 tap á útivelli á móti ítalska félaginu Juventus. Þetta í fimmta sinn á sex árum sem liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo gerði meira en að spila leikinn í gær því hann skoraði öll þrjú mörk Juventus og sá því til þess að liðið vann upp 2-0 forystu Atlético frá því í fyrri leiknum. Það var ótrúlegt að fylgjast með kappanum í leiknum en hann skoraði fyrst tvö öflug skallamörk og tryggði síðan sigurinn með því að skora af öryggi úr vítaspyrnu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á af hverju stuðningsmenn Atlético Madrid hljóta að hata Cristiano Ronaldo.Últimas 5 eliminaciones del Atlético de Madrid en Fase KO de Champions League: > 2013-14: final contra Cristiano > 2014-15: cuartos de final contra Cristiano > 2015-16: final contra Cristiano > 2016-17: semifinales contra Cristiano > 2018-19: octavos contra Cristiano — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 12, 2019Spænsku blaðamennirnir fengu ekki mikið frá Cristiano Ronaldo í blaðamannaherberginu eftir fyrri leikinn á Wanda Metropolitano en Ronaldo lá þá smá við höggi eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrstu sex Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus. Juventus skoraði líka ekki í Madrid og var því 2-0 undir í einvíginu. Blaðamennirnir gátu hins vegar búist við því að fimmfaldur meistari myndi mæta til leiks af fullum krafti þegar allt var undir í seinni leiknum. Það varð líka raunin. Hann hefur nú skorað fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en í riðlakeppninni. Eina skiptið á síðustu sex tímabilum þar sem Atlético datt ekki út á móti liði með Cristiano Ronaldo innanborðs var í fyrra þegar Atlético sat eftir í riðlakeppninni en Roma og Chelsea fóru áfram upp úr riðlinum. Öll hin árin hafa örlög Atlético hins vegar ráðist um leið og félagið drógst á móti liði Cristiano Ronaldo. Hann fór ekki aðeins illa með liðið í Meistaradeildinni heldur raðaði hann einnig inn mörkum gegn þeim í spænsku deildinni. Þetta var líka í annað skiptið á þremur árum sem þrenna Cristiano Ronaldo ræður úrslitum í einvíginu. Fyrir tveimur árum skoraði hann hana reyndar í fyrri leiknum.Skipti sem Cristiano Ronaldo hefur endað Meistaradeildarævintýri Atlético:Í úrslitaleiknum 2014 Real Madrid vann 4-1 sigur og skoraði Ronaldo eitt markannaÍ átta liða úrslitunum 2015 Real Madrid vann 1-0 samanlagt en Javier Hernández skoraði eina markið eftir stoðsendingu frá Ronaldo.Í úrslitaleiknum 2016 Real Madrid vann 5-3 í vítakeppni og skoraði Ronaldo úr síðustu spyrnunniÍ undanúrslitum 2017 Real Madrid vann 4-2 samanlagt en Ronaldo skoraði þrennu í 3-0 sigri í fyrri leiknum í Madrid.Í sextán liða úrslitum 2019 Juventus vann 3-2 samanlagt og skoraði Ronaldo þrennu í 3-0 sigri í seinni leiknum í Torínó. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Atlético Madrid datt í gær út úr Meistaradeildinni eftir 3-0 tap á útivelli á móti ítalska félaginu Juventus. Þetta í fimmta sinn á sex árum sem liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo gerði meira en að spila leikinn í gær því hann skoraði öll þrjú mörk Juventus og sá því til þess að liðið vann upp 2-0 forystu Atlético frá því í fyrri leiknum. Það var ótrúlegt að fylgjast með kappanum í leiknum en hann skoraði fyrst tvö öflug skallamörk og tryggði síðan sigurinn með því að skora af öryggi úr vítaspyrnu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á af hverju stuðningsmenn Atlético Madrid hljóta að hata Cristiano Ronaldo.Últimas 5 eliminaciones del Atlético de Madrid en Fase KO de Champions League: > 2013-14: final contra Cristiano > 2014-15: cuartos de final contra Cristiano > 2015-16: final contra Cristiano > 2016-17: semifinales contra Cristiano > 2018-19: octavos contra Cristiano — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 12, 2019Spænsku blaðamennirnir fengu ekki mikið frá Cristiano Ronaldo í blaðamannaherberginu eftir fyrri leikinn á Wanda Metropolitano en Ronaldo lá þá smá við höggi eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrstu sex Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus. Juventus skoraði líka ekki í Madrid og var því 2-0 undir í einvíginu. Blaðamennirnir gátu hins vegar búist við því að fimmfaldur meistari myndi mæta til leiks af fullum krafti þegar allt var undir í seinni leiknum. Það varð líka raunin. Hann hefur nú skorað fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en í riðlakeppninni. Eina skiptið á síðustu sex tímabilum þar sem Atlético datt ekki út á móti liði með Cristiano Ronaldo innanborðs var í fyrra þegar Atlético sat eftir í riðlakeppninni en Roma og Chelsea fóru áfram upp úr riðlinum. Öll hin árin hafa örlög Atlético hins vegar ráðist um leið og félagið drógst á móti liði Cristiano Ronaldo. Hann fór ekki aðeins illa með liðið í Meistaradeildinni heldur raðaði hann einnig inn mörkum gegn þeim í spænsku deildinni. Þetta var líka í annað skiptið á þremur árum sem þrenna Cristiano Ronaldo ræður úrslitum í einvíginu. Fyrir tveimur árum skoraði hann hana reyndar í fyrri leiknum.Skipti sem Cristiano Ronaldo hefur endað Meistaradeildarævintýri Atlético:Í úrslitaleiknum 2014 Real Madrid vann 4-1 sigur og skoraði Ronaldo eitt markannaÍ átta liða úrslitunum 2015 Real Madrid vann 1-0 samanlagt en Javier Hernández skoraði eina markið eftir stoðsendingu frá Ronaldo.Í úrslitaleiknum 2016 Real Madrid vann 5-3 í vítakeppni og skoraði Ronaldo úr síðustu spyrnunniÍ undanúrslitum 2017 Real Madrid vann 4-2 samanlagt en Ronaldo skoraði þrennu í 3-0 sigri í fyrri leiknum í Madrid.Í sextán liða úrslitum 2019 Juventus vann 3-2 samanlagt og skoraði Ronaldo þrennu í 3-0 sigri í seinni leiknum í Torínó.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira