Vinnuskólakrakkar mótmæla í hádeginu Ari Brynjólfsson skrifar 28. júní 2019 07:30 Meira en helmingur nemenda í 8. til 10. bekk í Reykjavík starfar í Vinnuskólanum í sumar. Hópur þeirra hyggst taka frí á morgun. Fréttablaðið/Valli Hópur nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur tekur frí frá hefðbundnum störfum á morgun til að taka þátt í mótmælum. Móðir segir koma á óvart að hafa ekki verið látin vita. Skólastjóri segir að enginn sé hvattur til að taka þátt. „Við erum alls ekki að hvetja alla til að taka þátt í þessu. Það eru rúmlega 40 til 50 krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt í skólaverkfallinu á morgun. Það eru alls ekki allir að fara,“ segir Magnús Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. Nemendum Vinnuskóla Reykjavíkur býðst að taka þátt í umhverfisráði í Borgartúni á morgun. Þar munu þau læra um getu til aðgerða, fara í leiki tengda umhverfismálum og lýðræði og búa til mótmælaskilti. Í hádeginu munu nemendurnir fara ásamt grænum fræðsluleiðbeinendum úr Borgartúninu að Hallgrímskirkju og taka þátt í verkfalli ungmenna gegn aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Þeir sem taka þátt fá greitt samkvæmt taxta skólans, þeir sem taka ekki þátt halda áfram í hefðbundnum störfum. Allir nemendur vinnuskólans fá umhverfisfræðslu hjá svokölluðum grænum fræðsluleiðbeinendum. Er það hluti af verkefninu Skólar á grænni grein, en Vinnuskóli Reykjavíkur hlaut fyrst grænfánann fyrir áratug. Grænir fræðsluleiðbeinendur eru fjögurra manna teymi sem fer á milli vinnuskólanna í sumar. „Þau fara á milli hópanna og fræða nemendur um umhverfismál í víðum skilningi,“ segir Magnús. „Það er líka verið að hvetja nemendurna til að vera virkir, fræða þau um ýmis samfélagsmál, mannréttindi, lýðræði og fleira slíkt. Við leggjum áherslu núna á getu til aðgerða í ljósi þessara skólaverkfalla sem hafa verið í gangi.“ Nemendur í Vinnuskólanum fá einnig fræðslu frá jafningjafræðslu Hins hússins ásamt fræðslu gegn ofbeldi. Margrét Helga Theodórsdóttir, móðir nemanda í vinnuskólanum, segir það hafa komið sér á óvart þegar hún frétti að sonur sinn hafi verið á leiðinni á mótmæli. „Ég hefði viljað betra upplýsingaflæði þegar verið er að gera eitthvað svona út fyrir þetta hefðbundna starf,“ segir Margrét. „Ég hélt að hann ætti að reyta arfa, en líka að fá fræðslu. Þegar þetta er komið út í að búa til kröfuspjöld og fara í mótmæli þá hefði ég helst viljað fá póst.“ Starfsmaður skrifstofu Vinnuskóla Reykjavíkur segir að í gær hafi ekki verið búið að senda dagskrána út til foreldra. Magnús segir að það eigi að vera búið að láta foreldra fá dagskrána. „Það á að vera þannig náttúrulega að foreldrar fái upplýsingar þegar krakkarnir taka þátt í einhverju svona.“ Nemendum í vinnuskólanum fjölgaði um 15 prósent milli ára og eru nú 2.250 nemendur í 8. til 10. bekk skráðir. Starfa þau í þrjár vikur á þremur tímabilum frá júní fram í ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Hópur nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur tekur frí frá hefðbundnum störfum á morgun til að taka þátt í mótmælum. Móðir segir koma á óvart að hafa ekki verið látin vita. Skólastjóri segir að enginn sé hvattur til að taka þátt. „Við erum alls ekki að hvetja alla til að taka þátt í þessu. Það eru rúmlega 40 til 50 krakkar sem hafa áhuga á að taka þátt í skólaverkfallinu á morgun. Það eru alls ekki allir að fara,“ segir Magnús Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. Nemendum Vinnuskóla Reykjavíkur býðst að taka þátt í umhverfisráði í Borgartúni á morgun. Þar munu þau læra um getu til aðgerða, fara í leiki tengda umhverfismálum og lýðræði og búa til mótmælaskilti. Í hádeginu munu nemendurnir fara ásamt grænum fræðsluleiðbeinendum úr Borgartúninu að Hallgrímskirkju og taka þátt í verkfalli ungmenna gegn aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Þeir sem taka þátt fá greitt samkvæmt taxta skólans, þeir sem taka ekki þátt halda áfram í hefðbundnum störfum. Allir nemendur vinnuskólans fá umhverfisfræðslu hjá svokölluðum grænum fræðsluleiðbeinendum. Er það hluti af verkefninu Skólar á grænni grein, en Vinnuskóli Reykjavíkur hlaut fyrst grænfánann fyrir áratug. Grænir fræðsluleiðbeinendur eru fjögurra manna teymi sem fer á milli vinnuskólanna í sumar. „Þau fara á milli hópanna og fræða nemendur um umhverfismál í víðum skilningi,“ segir Magnús. „Það er líka verið að hvetja nemendurna til að vera virkir, fræða þau um ýmis samfélagsmál, mannréttindi, lýðræði og fleira slíkt. Við leggjum áherslu núna á getu til aðgerða í ljósi þessara skólaverkfalla sem hafa verið í gangi.“ Nemendur í Vinnuskólanum fá einnig fræðslu frá jafningjafræðslu Hins hússins ásamt fræðslu gegn ofbeldi. Margrét Helga Theodórsdóttir, móðir nemanda í vinnuskólanum, segir það hafa komið sér á óvart þegar hún frétti að sonur sinn hafi verið á leiðinni á mótmæli. „Ég hefði viljað betra upplýsingaflæði þegar verið er að gera eitthvað svona út fyrir þetta hefðbundna starf,“ segir Margrét. „Ég hélt að hann ætti að reyta arfa, en líka að fá fræðslu. Þegar þetta er komið út í að búa til kröfuspjöld og fara í mótmæli þá hefði ég helst viljað fá póst.“ Starfsmaður skrifstofu Vinnuskóla Reykjavíkur segir að í gær hafi ekki verið búið að senda dagskrána út til foreldra. Magnús segir að það eigi að vera búið að láta foreldra fá dagskrána. „Það á að vera þannig náttúrulega að foreldrar fái upplýsingar þegar krakkarnir taka þátt í einhverju svona.“ Nemendum í vinnuskólanum fjölgaði um 15 prósent milli ára og eru nú 2.250 nemendur í 8. til 10. bekk skráðir. Starfa þau í þrjár vikur á þremur tímabilum frá júní fram í ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira