Jón Baldvin stefnir Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2019 11:12 Jóns Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. Stundin greinir frá þessu en ráðherrann fyrrverandi stefnir auk þess Sigmari Guðmundssyni dagskrárgerðarmanni á Rás 2 og Ríkisútvarpinu. Jón Baldvin og eiginkona hans Bryndís Schram höfðu áður hótað því að stefna Ríkisútvarpinu og starfsmönnum þess. gáfu þau útvarpsstjóra Magnúsi Geir Þórðarsyni færi á að draga til baka „tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og meiðyrði“ í þeirra garð. Aldís var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 17. janúar síðastliðinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem hefur farið mikinn í meiðyrðamálum fyrir dómstólum undanfarin misseri, gætir hagsmuna Jóns Baldvins. Mun vera stefnt fyrir á annan tug ummæla Aldísar í viðtalinu og fern ummæli Sigmars. Helga Seljan, sem stýrði þættinum ásamt Sigmari, er ekki stefnt. Aldís fullyrti í viðtalinu að Jón Baldvin hefði misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að Aldís yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Þá kom fram í þættinum að frásögnin væri staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefði undir höndum. Þá lýsti Aldís því að Jón Baldvin hefði virst hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og í framhaldinu hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar. Jón Baldvin tók til varnar í Silfrinu þann 3. febrúar og sagðist hafa verið dæmdur án dóms og laga. Þá hefur áður komið fram að Jón Baldvin segist hafa kært „slúðurbera“ um sig í fjölmiðlum. Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar. 13. febrúar 2019 11:31 Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið borið þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. 21. febrúar 2019 10:06 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. Stundin greinir frá þessu en ráðherrann fyrrverandi stefnir auk þess Sigmari Guðmundssyni dagskrárgerðarmanni á Rás 2 og Ríkisútvarpinu. Jón Baldvin og eiginkona hans Bryndís Schram höfðu áður hótað því að stefna Ríkisútvarpinu og starfsmönnum þess. gáfu þau útvarpsstjóra Magnúsi Geir Þórðarsyni færi á að draga til baka „tilhæfulausar ásakanir, rangar fullyrðingar og meiðyrði“ í þeirra garð. Aldís var til viðtals í Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 17. janúar síðastliðinn. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður sem hefur farið mikinn í meiðyrðamálum fyrir dómstólum undanfarin misseri, gætir hagsmuna Jóns Baldvins. Mun vera stefnt fyrir á annan tug ummæla Aldísar í viðtalinu og fern ummæli Sigmars. Helga Seljan, sem stýrði þættinum ásamt Sigmari, er ekki stefnt. Aldís fullyrti í viðtalinu að Jón Baldvin hefði misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að Aldís yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Jón Baldvin hafi notað til þess bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington. Þá kom fram í þættinum að frásögnin væri staðfest í skjölum sem Ríkisútvarpið hefði undir höndum. Þá lýsti Aldís því að Jón Baldvin hefði virst hafa haft vald, sem sendiherra og fyrrverandi ráðherra, til að hringja í lögreglu og í framhaldinu hafi hún umsvifalaust verið sett í járn og flutt á geðdeild. Sjálf hefur Aldís lengi fullyrt að Jón Baldvin hafi brotið kynferðislega gegn fjölda kvenna sem og henni sjálfri. Á móti hefur fjölskylda hennar haldið því fram að hún sé veik á geði og frásagnir hennar skuli ekki taka trúanlegar. Jón Baldvin tók til varnar í Silfrinu þann 3. febrúar og sagðist hafa verið dæmdur án dóms og laga. Þá hefur áður komið fram að Jón Baldvin segist hafa kært „slúðurbera“ um sig í fjölmiðlum.
Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar. 13. febrúar 2019 11:31 Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið borið þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. 21. febrúar 2019 10:06 Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Vilhjálmur spyr Magnús Geir um ábyrgð Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er lögmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar. 13. febrúar 2019 11:31
Jón Baldvin kærir „slúðurbera í fjölmiðlum“ Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið borið þungum sökum um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu misseri. 21. febrúar 2019 10:06
Jón Baldvin og Bryndís hóta því að stefna RÚV Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Baldvins og Bryndísar sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 13. febrúar 2019 07:52