Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2019 13:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í Ráðherrabústaðnum í morgun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. Félögin hafa hafið undirbúning verkfallsaðgerða og Efling boðar þannig verkföll á gisti- og veitingahúsum um allt land. Bjarni segir jafnframt að í ljósi fregna af kröfum félaganna um tugprósenta launahækkanir að tillögur stjórnvalda, hvort sem væri í skattamálum eða húsnæðismálum, væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að þessi langa lota skyldi rata út í þennan farveg. Það er samt erfitt að segja að þetta komi á óvart miðað við það að það virðist hafa verið langt í land. Nú er að koma upp á yfirborðið að kröfurnar hljóða upp á 60 til 80, 85 prósent launahækkanir, og þá segi ég bara að það var ekki von að aðkoma stjórnvalda gæti hjálpað þegar það er jafnmikil gjá á milli aðilanna. Það var alveg ljóst að tillögur okkar um svona einstaka stefnumál, hvort sem laut að skattamálum eða aðgerðum í húsnæðismálum, þær voru aldrei að fara að brúa slíkt bil,“ sagði Bjarni þegar fréttastofa náði tali af honum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst aðspurður ekki sjá ástæðu til þess að stjórnvöld fari aftur yfir skattatillögur sínar og breyti þeim ef til vill. Tillögurnar væru vel útfærðar og kæmu láglaunafólki í fullu starfi best.Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir alla geta verið sammála um það að staðan sé alvarleg ef fram fer sem horfir. „Mikilvægast er að aðilar vinnumarkaðar geti haldið sínu samtali áfram og reyna að leita leiða til þess að leysa þessi mál. Stjórnvöld eru og hafa verið tilbúin til þess að reyna að koma að því með einhverjum hætti. Áhrifin eru auðvitað aldrei góð af svona verkföllum ef til þeirra kemur. Mikilvægt er hins vegar að allir nálgist hvern annan af virðingu og eru lausnamiðaðir,“ sagði Ásmundur í samtali við fréttastofu í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst hafa fullan skilning á baráttu stéttarfélaganna fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Það væri þó þannig að samningarnir væru á milli atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaganna hins vegar þótt að stjórnvöld myndu reyn að koma að málum með einhverjum hætti. Þá þurfi að gæta að hagkerfinu og passa að hér verði ekki verðbólguskot.Klippa: Viðtal við Ásmund Einar Daðason vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. Félögin hafa hafið undirbúning verkfallsaðgerða og Efling boðar þannig verkföll á gisti- og veitingahúsum um allt land. Bjarni segir jafnframt að í ljósi fregna af kröfum félaganna um tugprósenta launahækkanir að tillögur stjórnvalda, hvort sem væri í skattamálum eða húsnæðismálum, væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila. „Það eru auðvitað viss vonbrigði að þessi langa lota skyldi rata út í þennan farveg. Það er samt erfitt að segja að þetta komi á óvart miðað við það að það virðist hafa verið langt í land. Nú er að koma upp á yfirborðið að kröfurnar hljóða upp á 60 til 80, 85 prósent launahækkanir, og þá segi ég bara að það var ekki von að aðkoma stjórnvalda gæti hjálpað þegar það er jafnmikil gjá á milli aðilanna. Það var alveg ljóst að tillögur okkar um svona einstaka stefnumál, hvort sem laut að skattamálum eða aðgerðum í húsnæðismálum, þær voru aldrei að fara að brúa slíkt bil,“ sagði Bjarni þegar fréttastofa náði tali af honum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst aðspurður ekki sjá ástæðu til þess að stjórnvöld fari aftur yfir skattatillögur sínar og breyti þeim ef til vill. Tillögurnar væru vel útfærðar og kæmu láglaunafólki í fullu starfi best.Klippa: Viðtal við Bjarna Benediktsson vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir alla geta verið sammála um það að staðan sé alvarleg ef fram fer sem horfir. „Mikilvægast er að aðilar vinnumarkaðar geti haldið sínu samtali áfram og reyna að leita leiða til þess að leysa þessi mál. Stjórnvöld eru og hafa verið tilbúin til þess að reyna að koma að því með einhverjum hætti. Áhrifin eru auðvitað aldrei góð af svona verkföllum ef til þeirra kemur. Mikilvægt er hins vegar að allir nálgist hvern annan af virðingu og eru lausnamiðaðir,“ sagði Ásmundur í samtali við fréttastofu í Ráðherrabústaðnum í morgun. Hann kvaðst hafa fullan skilning á baráttu stéttarfélaganna fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Það væri þó þannig að samningarnir væru á milli atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaganna hins vegar þótt að stjórnvöld myndu reyn að koma að málum með einhverjum hætti. Þá þurfi að gæta að hagkerfinu og passa að hér verði ekki verðbólguskot.Klippa: Viðtal við Ásmund Einar Daðason vegna stöðunnar í kjaraviðræðum
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00
Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?