ISIS-liðar sýna mátt sinn í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 12:58 Sýrlenskir Kúrdar fylgjast með loftárás gegn ISIS í Sýrlandi. AP/Felipe Dana Talið er að hundruð vígamanna Íslamska ríkisins hafi tekist að flýja undan lokasókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra gegn hryðjuverkasamtökunum í Sýrlandi. Líklegast þykir að minnst þúsund vígamenn hafi flúið og farið til Írak. Þar ógni þeir viðkvæmu öryggi landsins og íbúum þess. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska og írakska hersins. Þeir segja ljóst að umsvif ISIS séu að aukast í Írak.ISIS-liðar frá Sýrlandi og Írak hafa snúið sér aftur að hefðbundnum skæruhernaði, hryðjuverkum, launmorðum og fjárkúgun í þeim löndum en þó sérstaklega í fjórum héruðum Írak. Þar hafa vígamenn kúgað mikið fé af íbúum, eins og þeir gerðu víða á árum áður. Þrátt fyrir að um tuttugu þúsund hermenn vakti landamærin Íraksmegin hafa vígamenn komist fram hjá varðstöðvunum með því að fara í gegnum eyðimörk norður af átakasvæðinu í Sýrlandi og með því að dulbúast og lauma sér yfir landamærin að nóttu til. Hershöfðinginn Yahya Rasoul, talsmaður írakska hersins, segir yfirvöld þar í landi telja að á milli fimm og sjö þúsund vígamenn Íslamska ríkisins séu virkir í Írak. „Íslamska ríkið er að reyna að sýna mátt sinn í Írak vegna pressunnar gagnvart þeim í Sýrlandi,“ segir Rasoul við AP. Hann segir vígamennina hafa falið fé og vopn víða um svæðið, þegar þeir höfðu stjórn á því og hafi nú greiðan aðgang að þeim birgðum. Rasoul sagði Íraka eiga erfitt með að kveða niður ISIS-liða vegna erfiðleika við upplýsingaöflun og framkvæmd loftárása. Svæðið sé það erfitt yfirferða og strjálbýlt að bestu herjir heimsins ættu erfitt með að stjórna því að fullu. Írak Sýrland Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Talið er að hundruð vígamanna Íslamska ríkisins hafi tekist að flýja undan lokasókn sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra gegn hryðjuverkasamtökunum í Sýrlandi. Líklegast þykir að minnst þúsund vígamenn hafi flúið og farið til Írak. Þar ógni þeir viðkvæmu öryggi landsins og íbúum þess. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska og írakska hersins. Þeir segja ljóst að umsvif ISIS séu að aukast í Írak.ISIS-liðar frá Sýrlandi og Írak hafa snúið sér aftur að hefðbundnum skæruhernaði, hryðjuverkum, launmorðum og fjárkúgun í þeim löndum en þó sérstaklega í fjórum héruðum Írak. Þar hafa vígamenn kúgað mikið fé af íbúum, eins og þeir gerðu víða á árum áður. Þrátt fyrir að um tuttugu þúsund hermenn vakti landamærin Íraksmegin hafa vígamenn komist fram hjá varðstöðvunum með því að fara í gegnum eyðimörk norður af átakasvæðinu í Sýrlandi og með því að dulbúast og lauma sér yfir landamærin að nóttu til. Hershöfðinginn Yahya Rasoul, talsmaður írakska hersins, segir yfirvöld þar í landi telja að á milli fimm og sjö þúsund vígamenn Íslamska ríkisins séu virkir í Írak. „Íslamska ríkið er að reyna að sýna mátt sinn í Írak vegna pressunnar gagnvart þeim í Sýrlandi,“ segir Rasoul við AP. Hann segir vígamennina hafa falið fé og vopn víða um svæðið, þegar þeir höfðu stjórn á því og hafi nú greiðan aðgang að þeim birgðum. Rasoul sagði Íraka eiga erfitt með að kveða niður ISIS-liða vegna erfiðleika við upplýsingaöflun og framkvæmd loftárása. Svæðið sé það erfitt yfirferða og strjálbýlt að bestu herjir heimsins ættu erfitt með að stjórna því að fullu.
Írak Sýrland Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira