Sakar SA og Fréttablaðið um árásir á kröfugerðir verkalýðsfélaganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 13:47 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Samtök atvinnulífsins og leiðarahöfunda Fréttablaðsins hafa farið offari í árásum á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. Hún hafnar því að verkalýðsforystan krefjist 60-86% launahækkana, líkt og komið hefur fram í máli framkvæmdastjóra SA og í frétt Fréttablaðsins í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA en í útreikningunum er miðað við óbreyttan fjölda greiddra yfirvinnutíma. Þá kom fram í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfur VR sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Kröfurnar hóflegri en hækkun toppanna Í tilkynningu frá Eflingu segir að Samtök atvinnulífsins og leiðarahöfundar Fréttablaðsins hafi farið offari um hríð í „árásum á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar“. Talað sé um 60% til 85% hækkun launa hjá „fyrirtækjum í landinu“ og kennt við „sturlun“ og önnur álíka einkenni. „Allt er þetta fjarri lagi. Kröfurnar eru mun nær því að vera hóflegar og ábyrgar en hækkun bankastjóralauna og toppanna í samfélaginu á síðustu árum,“ segir í tilkynningu Eflingar. Þá eru kröfur Eflingar og Starfsgreinasambandsins útlistaðar í tilkynningunni. Þær snúist um flata krónutöluhækkun ofan á greidd grunnlaun, meðal annars lágmarkslaunatrygginguna sem er nú 300.000 kr. á mánuði. Vísað er í nánari útlistun á kröfugerð Starfsgreinasambandsins á vef Eflingar en þar kemur fram að mesta flata hækkunin sem farið er fram á sé 13,9% á ári. „Vegna þess að launahækkanir við flata krónutöluhækkun eru fallandi í prósentum þá verður hækkun meðallauna 6,5% og hækkun heildarlauna að öðru óbreyttu 5,4% á ári – og þrisvar sinnum það á þremur árum,“ segir á vef Eflingar.Töflu með kröfugerð Eflingar og Starfsgreinasambandsins má sjá hér að neðan.„Það þýðir að meðalhækkun launa yfir línuna í atvinnulífinu er mun minni að meðaltali en hækkun lægstu launa. Prósentuhækkun launa verður fallandi þegar sama krónutala kemur ofan á hærri laun," segir í tilkynningu Eflingar.Segir ritstjóra Markaðarins aðhyllast öfgaskoðanir í efnahagsmálum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er jafnframt harðorð í garð Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins og leiðarahöfundar í Fréttablaðinu, og gagnrýnir fréttaflutning blaðsins í morgun. „Öfgaskoðanir þær sem Hörður Ægisson aðhyllist þegar kemur að efnahagsmálum eru ekki lengur bundnar við leiðara eða skrif í Markaðinn. Nú er forsíða Fréttablaðsins undirlögð af þessari yfirgengilegu vitleysu. Það er ekki annað hægt en að hrista hausinn,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningu. „Einhver örvænting hefur gripið um sig í hópi þeirra sem aðhyllast ofræði íslensku auðstéttarinnar. Þessi örvænting hefur drifið málflutning þeirra langt út fyrir öll siðferðismörk. Lágmarkskröfur um leiðréttingu launa eru kallaðar sturlun á meðan við eigum að trúa því að launahækkanir bankastjóra séu náttúrulögmál. Það er greinilegt að það fjarar stöðugt undan trúverðugleika þeirra, og þau finna það. Þau voru búin að telja sjálfum sér trú um að verka- og láglaunafólk á Íslandi væri búið að sætta sig við hlutskipti sitt, og þau einfaldlega sturlast þegar við segjum nei. Það er náttúrulega ótrúleg kaldhæðni fólgin í því að þegar það gerist, þá saka þau okkur um sturlun.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tók í sama streng og Sólveig Anna í færslu á Facebook í dag. Hann sagði að fullyrðingar Samtaka atvinnulífsins um að kröfur félagsins hljóði upp á 60 til 85 prósent launahækkanir á samningstímabilinu opinberuðu „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar og að um „fjarstæðukenndan áróður“ væri að ræða. Kjaramál Tengdar fréttir Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Eyþór Arnalds segir Reykjavíkurborg bera mikla ábyrgð á hvað kemur úr launaumslagi launþega 22. febrúar 2019 13:40 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Samtök atvinnulífsins og leiðarahöfunda Fréttablaðsins hafa farið offari í árásum á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. Hún hafnar því að verkalýðsforystan krefjist 60-86% launahækkana, líkt og komið hefur fram í máli framkvæmdastjóra SA og í frétt Fréttablaðsins í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Í Fréttablaðinu í dag var fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA en í útreikningunum er miðað við óbreyttan fjölda greiddra yfirvinnutíma. Þá kom fram í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfur VR sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Kröfurnar hóflegri en hækkun toppanna Í tilkynningu frá Eflingu segir að Samtök atvinnulífsins og leiðarahöfundar Fréttablaðsins hafi farið offari um hríð í „árásum á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar“. Talað sé um 60% til 85% hækkun launa hjá „fyrirtækjum í landinu“ og kennt við „sturlun“ og önnur álíka einkenni. „Allt er þetta fjarri lagi. Kröfurnar eru mun nær því að vera hóflegar og ábyrgar en hækkun bankastjóralauna og toppanna í samfélaginu á síðustu árum,“ segir í tilkynningu Eflingar. Þá eru kröfur Eflingar og Starfsgreinasambandsins útlistaðar í tilkynningunni. Þær snúist um flata krónutöluhækkun ofan á greidd grunnlaun, meðal annars lágmarkslaunatrygginguna sem er nú 300.000 kr. á mánuði. Vísað er í nánari útlistun á kröfugerð Starfsgreinasambandsins á vef Eflingar en þar kemur fram að mesta flata hækkunin sem farið er fram á sé 13,9% á ári. „Vegna þess að launahækkanir við flata krónutöluhækkun eru fallandi í prósentum þá verður hækkun meðallauna 6,5% og hækkun heildarlauna að öðru óbreyttu 5,4% á ári – og þrisvar sinnum það á þremur árum,“ segir á vef Eflingar.Töflu með kröfugerð Eflingar og Starfsgreinasambandsins má sjá hér að neðan.„Það þýðir að meðalhækkun launa yfir línuna í atvinnulífinu er mun minni að meðaltali en hækkun lægstu launa. Prósentuhækkun launa verður fallandi þegar sama krónutala kemur ofan á hærri laun," segir í tilkynningu Eflingar.Segir ritstjóra Markaðarins aðhyllast öfgaskoðanir í efnahagsmálum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er jafnframt harðorð í garð Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins og leiðarahöfundar í Fréttablaðinu, og gagnrýnir fréttaflutning blaðsins í morgun. „Öfgaskoðanir þær sem Hörður Ægisson aðhyllist þegar kemur að efnahagsmálum eru ekki lengur bundnar við leiðara eða skrif í Markaðinn. Nú er forsíða Fréttablaðsins undirlögð af þessari yfirgengilegu vitleysu. Það er ekki annað hægt en að hrista hausinn,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningu. „Einhver örvænting hefur gripið um sig í hópi þeirra sem aðhyllast ofræði íslensku auðstéttarinnar. Þessi örvænting hefur drifið málflutning þeirra langt út fyrir öll siðferðismörk. Lágmarkskröfur um leiðréttingu launa eru kallaðar sturlun á meðan við eigum að trúa því að launahækkanir bankastjóra séu náttúrulögmál. Það er greinilegt að það fjarar stöðugt undan trúverðugleika þeirra, og þau finna það. Þau voru búin að telja sjálfum sér trú um að verka- og láglaunafólk á Íslandi væri búið að sætta sig við hlutskipti sitt, og þau einfaldlega sturlast þegar við segjum nei. Það er náttúrulega ótrúleg kaldhæðni fólgin í því að þegar það gerist, þá saka þau okkur um sturlun.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tók í sama streng og Sólveig Anna í færslu á Facebook í dag. Hann sagði að fullyrðingar Samtaka atvinnulífsins um að kröfur félagsins hljóði upp á 60 til 85 prósent launahækkanir á samningstímabilinu opinberuðu „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar og að um „fjarstæðukenndan áróður“ væri að ræða.
Kjaramál Tengdar fréttir Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Eyþór Arnalds segir Reykjavíkurborg bera mikla ábyrgð á hvað kemur úr launaumslagi launþega 22. febrúar 2019 13:40 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00
Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Eyþór Arnalds segir Reykjavíkurborg bera mikla ábyrgð á hvað kemur úr launaumslagi launþega 22. febrúar 2019 13:40
Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent