Sonurinn yfirgefur líka Gróttu: Orri samdi við FCK Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 13:30 Orri Steinn Óskarsson handsalar samninginn. Mynd/Twitter/@FCKobenhavn Hinn stórefnilegi Orri Steinn Óskarsson hefur gengið frá samningi við danska félagið FC Kaupmannahöfn en Danirnir og Grótta sögðu frá þessu á heimasíðum sínum í dag. Orri Steinn er aðeins fimmtán ára gamall en hefur samt leikið sautján leiki fyrir Gróttu í deild og bikar. Hann hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og er að auki með 7 mörk í 4 leikjum með fimmtán ára landsliðinu sem KSÍ telur ekki með á heimasíðu sinni.Talentafdelingen har sikret sig det 15-årige islandske offensiv-talent Orri Steinn Oskarsson, der tiltræder på vores U17-hold i sommeren 2020 #fcklivthttps://t.co/AIB70daMfR — F.C. København (@FCKobenhavn) November 5, 2019 Orri Steinn var með eitt mark í tólf leikjum með Gróttu í Inkasso deildinni í sumar en liðið vann deildina mjög óvænt og tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn. Orri Steinn spilaði undir stjórn föðurs síns Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Gróttu en Óskar Hrafn hætti með Gróttuliðið eftir tímabilið og tók við Breiðabliki. Grótta segir frá þessum tímamótum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Orri verður fyrsti leikmaður Gróttu sem erlent atvinnumannalið fær til sín frá félaginu. Þetta er mikill áfangi fyrir þennan efnilega leikmann og ekki síður tímamót fyrir knattspyrnudeild Gróttu. Orri Steinn er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og byrjaði að æfa fótbolta hjá Gróttu 6 ára gamall. Hann hefur verið undir handleiðslu margra þjálfara hjá Gróttu en helst ber þó að nefna Óskar Hrafn Þorvaldsson, föður Orra, sem hóf störf hjá Gróttu haustið 2015. Óskar þjálfaði Orra Stein í 4. og 3. flokki, og síðar í meistaraflokki, en í fyrra stýrði Óskar 3. flokki Gróttu í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem Orri var lykilmaður. Í fyrra varð Orri yngsti leikmaðurinn til að spila með meistaraflokki Gróttu þegar hann kom inn á í 2. deildinni á móti Hetti og gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk. Orri var þá 13 ára og 354 daga gamall en metið átti Daði Már Jóhannsson sem var 14 ára og 330 daga gamall þegar hann lék með meistaraflokki. Orri Steinn mun ekki fara til FCK fyrr en næsta sumar og því gæti strákurinn náð að spila leiki með Gróttu í Pepsi Max deild karla 2020 áður en hann fer út. Það væri bæði gaman fyrir hann sem og Gróttu að sjá hann spreyta sig í efstu deild á Íslandi. Orri Steinn mun byrja á því að spila með sautján ára liði FCK og það er síðan undir honum komið að sýna sig og sanna. Orri hefur þegar öðlast mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur og það verður fróðlegt að fylgjast með framþróun hans í Kaupmannahöfn. Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira
Hinn stórefnilegi Orri Steinn Óskarsson hefur gengið frá samningi við danska félagið FC Kaupmannahöfn en Danirnir og Grótta sögðu frá þessu á heimasíðum sínum í dag. Orri Steinn er aðeins fimmtán ára gamall en hefur samt leikið sautján leiki fyrir Gróttu í deild og bikar. Hann hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og er að auki með 7 mörk í 4 leikjum með fimmtán ára landsliðinu sem KSÍ telur ekki með á heimasíðu sinni.Talentafdelingen har sikret sig det 15-årige islandske offensiv-talent Orri Steinn Oskarsson, der tiltræder på vores U17-hold i sommeren 2020 #fcklivthttps://t.co/AIB70daMfR — F.C. København (@FCKobenhavn) November 5, 2019 Orri Steinn var með eitt mark í tólf leikjum með Gróttu í Inkasso deildinni í sumar en liðið vann deildina mjög óvænt og tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn. Orri Steinn spilaði undir stjórn föðurs síns Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Gróttu en Óskar Hrafn hætti með Gróttuliðið eftir tímabilið og tók við Breiðabliki. Grótta segir frá þessum tímamótum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Orri verður fyrsti leikmaður Gróttu sem erlent atvinnumannalið fær til sín frá félaginu. Þetta er mikill áfangi fyrir þennan efnilega leikmann og ekki síður tímamót fyrir knattspyrnudeild Gróttu. Orri Steinn er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og byrjaði að æfa fótbolta hjá Gróttu 6 ára gamall. Hann hefur verið undir handleiðslu margra þjálfara hjá Gróttu en helst ber þó að nefna Óskar Hrafn Þorvaldsson, föður Orra, sem hóf störf hjá Gróttu haustið 2015. Óskar þjálfaði Orra Stein í 4. og 3. flokki, og síðar í meistaraflokki, en í fyrra stýrði Óskar 3. flokki Gróttu í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem Orri var lykilmaður. Í fyrra varð Orri yngsti leikmaðurinn til að spila með meistaraflokki Gróttu þegar hann kom inn á í 2. deildinni á móti Hetti og gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk. Orri var þá 13 ára og 354 daga gamall en metið átti Daði Már Jóhannsson sem var 14 ára og 330 daga gamall þegar hann lék með meistaraflokki. Orri Steinn mun ekki fara til FCK fyrr en næsta sumar og því gæti strákurinn náð að spila leiki með Gróttu í Pepsi Max deild karla 2020 áður en hann fer út. Það væri bæði gaman fyrir hann sem og Gróttu að sjá hann spreyta sig í efstu deild á Íslandi. Orri Steinn mun byrja á því að spila með sautján ára liði FCK og það er síðan undir honum komið að sýna sig og sanna. Orri hefur þegar öðlast mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur og það verður fróðlegt að fylgjast með framþróun hans í Kaupmannahöfn.
Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira