Segir nauðsynlegt að meta þörf á breytingum reglna eða verklags Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2019 22:44 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að meta þurfi hvort breyta þurfi reglum eða verklagi vegna brottvísunar óléttrar konu frá Albaníu í nótt. Í röð tísta sem hún birti í kvöld segist Áslaug fyrst hafa frétt af málinu, sem vakið hefur mikla athygli í dag, í fjölmiðlum. Þó hún geti ekki tjáð sig um einstök mál var henni brugðið. „Við viljum öll að farið sé varlega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra, fædd og ófædd,“ segir Áslaug. Ráðherrann segir enn fremur að almennt sé verklagið á þann veg að fengin séu tilmæli frá heilbrigðisyfirvöldum um hvort hætta sé vegna brottfarar þeirra hælisleitenda sem um ræðir. Sé svo, sé brottvísun frestað. „Ég óskaði eftir upplýsingum um þetta tiltekna mál sem fjallað hefur verið um í dag og fékk þau svör að þeim almennu reglum hefði verið fylgt í málinu. Landlæknir hefur boðað að skoða skuli verklagið og Útlendingastofnun mun fara yfir gildandi reglur með þeim. Ég fagna því.“Ég fékk fregnir af þessu máli í fjölmiðlum í morgun líkt og aðrir. Þó ég geti ekki tjáð mig um einstök mál get ég þó sagt að mér var brugðið líkt og öðrum. Við viljum öll að farið sé varlega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra, fædd og ófædd. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 5, 2019 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja Útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. Konan er gengin tæpar 36 vikur. Eftir að ljóst var að fjölskyldunni yrði flogið úr landi aflaði konan sjálf læknisvottorðs frá mæðravernd Landspítala í gærkvöldi, þar sem fram kemur að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og “ætti erfitt með langt flug”.Sjá einnig: Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistökSamtökin No Borders birtu í kvöld færslu á Facebook þar sem segir að konan hafi verið í Vín fyrr í kvöld, eftir þrjár flugferðir á fjórtán klukkustundum. Hún hafi verið vakandi í einn og hálfan sólarhring og sé örmagna. Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 „Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin. 5. nóvember 2019 14:44 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að meta þurfi hvort breyta þurfi reglum eða verklagi vegna brottvísunar óléttrar konu frá Albaníu í nótt. Í röð tísta sem hún birti í kvöld segist Áslaug fyrst hafa frétt af málinu, sem vakið hefur mikla athygli í dag, í fjölmiðlum. Þó hún geti ekki tjáð sig um einstök mál var henni brugðið. „Við viljum öll að farið sé varlega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra, fædd og ófædd,“ segir Áslaug. Ráðherrann segir enn fremur að almennt sé verklagið á þann veg að fengin séu tilmæli frá heilbrigðisyfirvöldum um hvort hætta sé vegna brottfarar þeirra hælisleitenda sem um ræðir. Sé svo, sé brottvísun frestað. „Ég óskaði eftir upplýsingum um þetta tiltekna mál sem fjallað hefur verið um í dag og fékk þau svör að þeim almennu reglum hefði verið fylgt í málinu. Landlæknir hefur boðað að skoða skuli verklagið og Útlendingastofnun mun fara yfir gildandi reglur með þeim. Ég fagna því.“Ég fékk fregnir af þessu máli í fjölmiðlum í morgun líkt og aðrir. Þó ég geti ekki tjáð mig um einstök mál get ég þó sagt að mér var brugðið líkt og öðrum. Við viljum öll að farið sé varlega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra, fædd og ófædd. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 5, 2019 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja Útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. Konan er gengin tæpar 36 vikur. Eftir að ljóst var að fjölskyldunni yrði flogið úr landi aflaði konan sjálf læknisvottorðs frá mæðravernd Landspítala í gærkvöldi, þar sem fram kemur að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og “ætti erfitt með langt flug”.Sjá einnig: Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistökSamtökin No Borders birtu í kvöld færslu á Facebook þar sem segir að konan hafi verið í Vín fyrr í kvöld, eftir þrjár flugferðir á fjórtán klukkustundum. Hún hafi verið vakandi í einn og hálfan sólarhring og sé örmagna.
Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 „Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin. 5. nóvember 2019 14:44 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11
„Þetta, herra forseti, er algjörlega óboðlegt, ómanneskjulegt og ég fordæmi þessi vinnubrögð“ Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar fordæmir vinnubrögðin. 5. nóvember 2019 14:44
Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26
Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15