Borgin skoðar mál Kalla í Pelsinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2019 12:41 Lokað hefur verið fyrir gangandi umferð um tröppur frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu. Vísir/Baldur Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, hefur lokað með grindverki fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu. Því hefur verið haldið fram að lokunin brjóti í bága við deiliskipulag borgarinnar. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Í samtali við Vísi segir Karl enga kvöð um gangandi umferð hvíla á svæðinu samkvæmt deiliskipulagi. Borgin er með málið til skoðunar. „Þeir hafa verið að sekta bílana okkar þarna og hafa ekki verið almennilegir, stöðumælaverðirnir,“ segir Karl. Hann segir að svæðið sem um ræðir tilheyri einkalóð sinni en ekki borgarlandi. „Þeir eru að túlka þetta eitthvað voðalega vitlaust,“ segir Karl og áréttar þar að hann eigi við borgaryfirvöld en ekki stöðumælaverði í Reykjavík. „Einhvers staðar að koma fyrirmælin.“Karl J. Steingrímsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum.Karl segir málið „hundfúlt“ og vill hann helst sjá Reykjavíkurborg ganga frá málinu sem fyrst. „Við erum ekki að halda þessu opnu fyrir almenning. Þetta er búið að vera bílastæði í 30 ár. Við erum búin að eiga þetta svo lengi, fjölskyldan, svo allt í einu byrja þeir að sekta, svo hætta þeir að sekta, svo byrja þeir aftur.“ Karl segir að þrátt fyrir allt sé hann jákvæður og vilji sjá málið klárað í öllu réttlæti.Borgin skoðar málið Vert er að taka fram að í deiliskipulagi miðborgarinnar segir: „Á milli Tryggvagötu 18 og Vesturgötu 8-10A gengur sund með grásteinsveggjum á báðar hliðar, annars vegar sökklar Vesturgötuhúsanna og hins vegar bakhlið Tryggvagötu 18. Þetta sund er skemmtileg tenging um tröppur upp á Vesturgötu og er lögð áhersla á að það haldi sér enda er gert ráð fyrir að millisvæði reitsins verði eftirsóknarvert miðbæjarrými með góðum göngutengingum um þennan hluta reitsins.“Allt lokað og læst eins og sjá má.Vísir/BaldurÞá segir einnig að hugmyndin sé að skapa nýtt „borgarrými“ á milli húsanna. Í dag sé baklóðin frekar eins og „afgangssvæði“ við Tryggvagötuna. „Kvöð um göngutengsl er sett á lóðina austast,“ stendur einnig í deiliskipulaginu. Vísir hafði samband við Bjarna Brynjólfsson, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar og spurðist fyrir um málið. Eftir að hafa kannað málið stuttlega sagðist Bjarni lítið geta tjáð sig um lokun Karls fyrir gangandi umferð. „Þetta er bara í skoðun hjá borginni, hvort hann sé í rétti til þess að gera þetta,“ sagði Bjarni. Og þar við sat. Reykjavík Skipulag Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, hefur lokað með grindverki fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu. Því hefur verið haldið fram að lokunin brjóti í bága við deiliskipulag borgarinnar. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Í samtali við Vísi segir Karl enga kvöð um gangandi umferð hvíla á svæðinu samkvæmt deiliskipulagi. Borgin er með málið til skoðunar. „Þeir hafa verið að sekta bílana okkar þarna og hafa ekki verið almennilegir, stöðumælaverðirnir,“ segir Karl. Hann segir að svæðið sem um ræðir tilheyri einkalóð sinni en ekki borgarlandi. „Þeir eru að túlka þetta eitthvað voðalega vitlaust,“ segir Karl og áréttar þar að hann eigi við borgaryfirvöld en ekki stöðumælaverði í Reykjavík. „Einhvers staðar að koma fyrirmælin.“Karl J. Steingrímsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum.Karl segir málið „hundfúlt“ og vill hann helst sjá Reykjavíkurborg ganga frá málinu sem fyrst. „Við erum ekki að halda þessu opnu fyrir almenning. Þetta er búið að vera bílastæði í 30 ár. Við erum búin að eiga þetta svo lengi, fjölskyldan, svo allt í einu byrja þeir að sekta, svo hætta þeir að sekta, svo byrja þeir aftur.“ Karl segir að þrátt fyrir allt sé hann jákvæður og vilji sjá málið klárað í öllu réttlæti.Borgin skoðar málið Vert er að taka fram að í deiliskipulagi miðborgarinnar segir: „Á milli Tryggvagötu 18 og Vesturgötu 8-10A gengur sund með grásteinsveggjum á báðar hliðar, annars vegar sökklar Vesturgötuhúsanna og hins vegar bakhlið Tryggvagötu 18. Þetta sund er skemmtileg tenging um tröppur upp á Vesturgötu og er lögð áhersla á að það haldi sér enda er gert ráð fyrir að millisvæði reitsins verði eftirsóknarvert miðbæjarrými með góðum göngutengingum um þennan hluta reitsins.“Allt lokað og læst eins og sjá má.Vísir/BaldurÞá segir einnig að hugmyndin sé að skapa nýtt „borgarrými“ á milli húsanna. Í dag sé baklóðin frekar eins og „afgangssvæði“ við Tryggvagötuna. „Kvöð um göngutengsl er sett á lóðina austast,“ stendur einnig í deiliskipulaginu. Vísir hafði samband við Bjarna Brynjólfsson, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar og spurðist fyrir um málið. Eftir að hafa kannað málið stuttlega sagðist Bjarni lítið geta tjáð sig um lokun Karls fyrir gangandi umferð. „Þetta er bara í skoðun hjá borginni, hvort hann sé í rétti til þess að gera þetta,“ sagði Bjarni. Og þar við sat.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira