Gerrard gæti mætt með Rangers á Meistaravelli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 23:30 Gerrard og strákarnir hans gætu mætt KR, toppliði Pepsi Max-deildarinnar, í forkeppni Evrópudeildarinnar. vísir/getty Skoska stórveldið Rangers, sem Steven Gerrard stýrir, er eitt þeirra liða sem KR getur mætt í forkeppni Evrópudeildarinnar. Dregið verður í 1. umferð forkeppni Evrópu- og Meistaradeildarinnar á morgun. Leikirnir fara fram í næsta mánuði. KR er í neðri styrkleikaflokki í drættinum í forkeppni Evrópudeildarinnar. Auk Rangers getur KR mætt Hirti Hermannssyni og félögum í danska liðinu Bröndby, Cork (Írlandi), Molde (Noregi) og Crusaders (N-Írlandi). Annað árið í röð geta Íslandsmeistarar Vals mætt Noregsmeisturum Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Valur er neðri styrkleikaflokki og getur dregist á móti Rosenborg, BATE Borisov (Hvíta-Rússlandi), HJK Helsinki (Finnlandi), Maribor (Slóveníu), Dundalk (Írlandi) og The New Saints (Wales). Rosenborg sló Val út í 1. umferðinni í fyrra á afar umdeildan hátt, samanlagt 3-2. Danski framherjinn Nicklas Bendtner skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Valsmenn voru afar ósáttir við dómgæsluna og Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, fékk tveggja leikja bann frá UEFA fyrir mótmæli. Willum Þór Willumsson leikur með BATE Borisov sem sló Val út úr forkeppni Meistaradeildarinnar fyrir ellefu árum. HJK, Dundalk, Maribor og The New Saints hafa einnig öll mætt íslenskum liðum á undanförnum árum, bæði í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar. Bikarmeistarar Stjörnunnar eru í efri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og ætti að fá nokkuð viðráðanlegan andstæðing. Stjarnan getur mætt Saint Patrick's (Írlandi), RoPS Rovaniemi (Finnlandi), Liepaja (Lettlandi), Barry Town (Wales)/Cliftonville (N-Írlandi), Levadia Tallin (Eistlandi) og KÍ (Færeyjum)/Tre Fiori (San Marinó). Breiðablik er í neðri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og geta mætt Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í sænska liðinu Malmö, Vaduz (Liechtenstein), Brann (Noregi), Vitebsk (Hvíta-Rússlandi) og Kilmarnock (Skotlandi). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Skoska stórveldið Rangers, sem Steven Gerrard stýrir, er eitt þeirra liða sem KR getur mætt í forkeppni Evrópudeildarinnar. Dregið verður í 1. umferð forkeppni Evrópu- og Meistaradeildarinnar á morgun. Leikirnir fara fram í næsta mánuði. KR er í neðri styrkleikaflokki í drættinum í forkeppni Evrópudeildarinnar. Auk Rangers getur KR mætt Hirti Hermannssyni og félögum í danska liðinu Bröndby, Cork (Írlandi), Molde (Noregi) og Crusaders (N-Írlandi). Annað árið í röð geta Íslandsmeistarar Vals mætt Noregsmeisturum Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar. Valur er neðri styrkleikaflokki og getur dregist á móti Rosenborg, BATE Borisov (Hvíta-Rússlandi), HJK Helsinki (Finnlandi), Maribor (Slóveníu), Dundalk (Írlandi) og The New Saints (Wales). Rosenborg sló Val út í 1. umferðinni í fyrra á afar umdeildan hátt, samanlagt 3-2. Danski framherjinn Nicklas Bendtner skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Valsmenn voru afar ósáttir við dómgæsluna og Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, fékk tveggja leikja bann frá UEFA fyrir mótmæli. Willum Þór Willumsson leikur með BATE Borisov sem sló Val út úr forkeppni Meistaradeildarinnar fyrir ellefu árum. HJK, Dundalk, Maribor og The New Saints hafa einnig öll mætt íslenskum liðum á undanförnum árum, bæði í forkeppni Meistara- og Evrópudeildarinnar. Bikarmeistarar Stjörnunnar eru í efri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og ætti að fá nokkuð viðráðanlegan andstæðing. Stjarnan getur mætt Saint Patrick's (Írlandi), RoPS Rovaniemi (Finnlandi), Liepaja (Lettlandi), Barry Town (Wales)/Cliftonville (N-Írlandi), Levadia Tallin (Eistlandi) og KÍ (Færeyjum)/Tre Fiori (San Marinó). Breiðablik er í neðri styrkleikaflokki í Evrópudeildinni og geta mætt Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í sænska liðinu Malmö, Vaduz (Liechtenstein), Brann (Noregi), Vitebsk (Hvíta-Rússlandi) og Kilmarnock (Skotlandi).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira