Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2019 12:13 Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur séu jákvæðar fréttir. Ákvörðunin staðfesti að markmið nýgerðra kjarasamninga um að bæta lífskjör á breiðum grunni hafi gengið eftir.Sjá nánar: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtalækkun „Vaxtalækkun er mikilvæg fyrir launafólk og efnahagslífið allt og sé enn eitt skrefið í átt að markmiðum samninganna að bæta lífskjör og afkomu fólks.“ Með ákvörðuninni sé Seðlabankinn að bregðast við breyttum aðstæðum í efnahagslífinu en umsvif í hagkerfinu hafa dregist saman undanfarin misseri. „Þar munar mestu um breyttar horfur í útflutningsgreinum en Seðlabankinn spáði í síðustu peningamálum að útflutningur myndi dragast saman um 3,7% á þessu ári. Vöxtur einkaneyslunnar mælist þó enn nokkur en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar jókst einkaneysla um 2,8% milli ára á fyrsta ársfjórðungi,“ segir í frétt ASÍ. „Ljóst er að efnahagsleg óvissa hefur aukist og vænta má þess að atvinnuleysi komi til með að aukast með haustinu. Seðlabankinn væntir þess þó að verðbólga sé búin að ná hámarki og komi til með að hjaðna á næstu misserum en tekur þó fram að lækkun gengis krónunnar geti sett strik í þann reikning. Núverandi spá Seðlabankans er þannig að verðbólga verði að jafnaði 3,2% á þessu ári en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar mældist verðbólga 3,3% nú í júní.“ Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur séu jákvæðar fréttir. Ákvörðunin staðfesti að markmið nýgerðra kjarasamninga um að bæta lífskjör á breiðum grunni hafi gengið eftir.Sjá nánar: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtalækkun „Vaxtalækkun er mikilvæg fyrir launafólk og efnahagslífið allt og sé enn eitt skrefið í átt að markmiðum samninganna að bæta lífskjör og afkomu fólks.“ Með ákvörðuninni sé Seðlabankinn að bregðast við breyttum aðstæðum í efnahagslífinu en umsvif í hagkerfinu hafa dregist saman undanfarin misseri. „Þar munar mestu um breyttar horfur í útflutningsgreinum en Seðlabankinn spáði í síðustu peningamálum að útflutningur myndi dragast saman um 3,7% á þessu ári. Vöxtur einkaneyslunnar mælist þó enn nokkur en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar jókst einkaneysla um 2,8% milli ára á fyrsta ársfjórðungi,“ segir í frétt ASÍ. „Ljóst er að efnahagsleg óvissa hefur aukist og vænta má þess að atvinnuleysi komi til með að aukast með haustinu. Seðlabankinn væntir þess þó að verðbólga sé búin að ná hámarki og komi til með að hjaðna á næstu misserum en tekur þó fram að lækkun gengis krónunnar geti sett strik í þann reikning. Núverandi spá Seðlabankans er þannig að verðbólga verði að jafnaði 3,2% á þessu ári en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar mældist verðbólga 3,3% nú í júní.“
Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira