Borgin kaupir hús á Hringbraut fyrir fatlað fólk á 230 milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2019 12:40 Húsið stendur á horni Hringbrautar og Hofsvallagötu. Þar hefur verið mikil útleiga til ferðamanna undanfarin ár. Já.is Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar verður íbúðakjarni fyrir fatlað fólk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Kaupverðið er 230 milljónir króna. Hringbraut 79 samanstendur af tveimur íbúðum ásamt tvöföldum bílskúr. Íbúðirnar skiptast í 7 íbúðaeiningar, sem allar eru með sér eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Með húsinu fylgir húsbúnaður. Húsið hefur verið tekið rækilega í gegn undanfarin ár og var garðurinn meðal annars grafinn niður við framkvæmdir á kjallaranum. Kaupin eru liður í samþykki borgarráðs í janúar 2019 um forgangsröðun á uppbyggingu og eða kaupum á húsnæði fyrir íbúðakjarna fyrir konur með geðfötlun og fjölþættan vanda. „Hlutverk kjarnans er að veita þeim aðstoð til að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf innan og utan heimils með því að mæta þörfum þeirra á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt með áherslu á sjálfstætt líf og valdeflandi stuðning,“ segir í tilkynningunni. Húsið er samtals 395,3 fermetrar að stærð og verður framleigt til velferðasviðs Reykjavíkurborgar. Á næstu dögum verður auglýst eftir forstöðumanni og í kjölfar þess eftir öðru starfsfólki en í kjarnanum verður sólarhringsþjónustu. Áætlað er að starfsemi hefjist í húsinu síðla næsta haust. Húsið var í eigu rekstarfélagsins Kjarna sem er í eigu hjónanna Elínar Árnadóttur og Magnúsar Arnar Friðjónssonar.Nánar í fundargerð borgarráðs frá 20. júní. Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt kaup borgarinnar á Hringbraut 79 í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar verður íbúðakjarni fyrir fatlað fólk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Kaupverðið er 230 milljónir króna. Hringbraut 79 samanstendur af tveimur íbúðum ásamt tvöföldum bílskúr. Íbúðirnar skiptast í 7 íbúðaeiningar, sem allar eru með sér eldhúsinnréttingu og baðherbergi. Með húsinu fylgir húsbúnaður. Húsið hefur verið tekið rækilega í gegn undanfarin ár og var garðurinn meðal annars grafinn niður við framkvæmdir á kjallaranum. Kaupin eru liður í samþykki borgarráðs í janúar 2019 um forgangsröðun á uppbyggingu og eða kaupum á húsnæði fyrir íbúðakjarna fyrir konur með geðfötlun og fjölþættan vanda. „Hlutverk kjarnans er að veita þeim aðstoð til að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf innan og utan heimils með því að mæta þörfum þeirra á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt með áherslu á sjálfstætt líf og valdeflandi stuðning,“ segir í tilkynningunni. Húsið er samtals 395,3 fermetrar að stærð og verður framleigt til velferðasviðs Reykjavíkurborgar. Á næstu dögum verður auglýst eftir forstöðumanni og í kjölfar þess eftir öðru starfsfólki en í kjarnanum verður sólarhringsþjónustu. Áætlað er að starfsemi hefjist í húsinu síðla næsta haust. Húsið var í eigu rekstarfélagsins Kjarna sem er í eigu hjónanna Elínar Árnadóttur og Magnúsar Arnar Friðjónssonar.Nánar í fundargerð borgarráðs frá 20. júní.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira