Fótbolti

Lukaku varð fyrir rasisma er hann skoraði úr vítaspyrnu í sigri Inter

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku fagnar í leik með Inter.
Lukaku fagnar í leik með Inter. vísir/getty
Inter er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í ítölsku úrvalsdeildinni en þeir unnu 2-1 sigur á Cagliari á útivelli í kvöld.

Lautaro Martinez kom Inter yfir á 27. mínútu en á fimmtu mínútu síðari hálfleiks var það Joao Pedro sem jafnaði metin.

Á 72. mínútu fengu leikmenn Inter svo vítaspyrnu. Romelu Lukaku bjó sig undir að taka vítaspyrnuna en stuðningsmenn Cagliari urðu sér þá til skammar og sendu frá sér apahljóð.





Lukaku lét þá vitleysu ekki stöðva sig og skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni. Hann tryggði þar með Inter 2-1 sigur og sex stig úr fyrstu tveimur leikjunum.

Belgíski framherjinn hefur skorað í báðum leikjum Inter í deildinni eftir að hafa gengið í raðir ítalska félagsins frá Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×