Makedónar færast nær NATO Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Nikola Dimitrov og Jens Stoltenberg á sameiginlegum blaðamannafundi í gær. Nordicphotos/AFP Atlantshafsbandalagið (NATO) undirritaði í gær samkomulag við Makedóníu um aðild ríkisins að varnarbandalaginu. Þetta þótti óhugsandi fyrir fáeinum árum vegna afstöðu Grikkja. Eftir að Makedónar og Grikkir sömdu um breytingu á nafni fyrrnefnda ríkisins og að Grikkir myndu þá ekki beita neitunarvaldinu gegn aðild Makedóna að NATO og ESB er þetta orðin raunin. Undirritunin færir Makedóna nær því að breyta nafni ríkisins í Lýðveldið Norður-Makedónía. Ríki Atlantshafsbandalagsins eiga eftir að fullgilda sáttmálann. Nikola Dimitrov, utanríkisráðherra Makedóna, sagði að í kjölfar undirritunar taki aðeins fáeina daga að breyta nafninu. „Þessi niðurstaða var ekki óhjákvæmileg. Hún var ekki einu sinni líkleg. Ég tek ofan fyrir leiðtogum beggja hliða sem sýndu fram á að hið ómögulega er í raun mögulegt […] Á næstu dögum munum við útkljá síðustu deilumálin sem við eigum við nágranna okkar,“ sagði Dimitrov. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði daginn sögulegan. Heimasíða Nató greindi frá því að Stoltenberg óskaði stjórnvöldum í Grikklandi og Makedóníu til hamingju og hrósaði þeim fyrir hugrekkið sem stjórnirnar hafi sýnt. Val Stoltenbergs á orðinu „hugrekki“ er skiljanlegt enda markar samkomulagið endalok áratugalangrar deilu Grikkja og Makedóna. Frá því Makedónar fengu sjálfstæði frá Júgóslavíu 1991 og völdu þetta nafn á ríki sitt hafa Grikkir verið ósáttir. Óánægja Grikkja er tvíþætt. Þeir óttast að með nafnið að vopni geri Makedónar tilkall til grísks landsvæðis, það er að segja gríska héraðsins Makedóníu. Hins vegar þykir þeim nafnið ótækt í sögulegu samhengi. Hið forna konungsríki Makedónía, sem Alexander mikli stýrði til að mynda, var að mestu leyti innan grísku Makedóníu og er álitið hluti af menningararfi Grikkja. Þótt stjórnvöld beggja ríkja hafi nú samið um nafnbreytingu og um að hvorugt ríkið geri tilkall til landsvæðis hins er stór hluti grísks almennings ósáttur, já og gríska þingsins. Skoðanakannanir benda til að meirihluti Grikkja sé á móti samkomulaginu. Sextíu prósent samkvæmt mælingu Pulce RC í janúar. Kyriakos Mitsotakis, formaður stjórnarandstöðuflokksins Nýs lýðræðis, hefur til að mynda gagnrýnt að Grikkir viðurkenni makedónska tungu með gerð samkomulagsins. Og Makedónar eru margir ósáttir sömuleiðis. Vilja ekki beygja sig undir Grikki og breyta nafni ríkisins. Ljóst er þó að ávinningurinn er mikill að mati makedónskra stjórnvalda. Fá að öllum líkindum langþráða aðild að bæði NATO og ESB. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Makedónía NATO Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Atlantshafsbandalagið (NATO) undirritaði í gær samkomulag við Makedóníu um aðild ríkisins að varnarbandalaginu. Þetta þótti óhugsandi fyrir fáeinum árum vegna afstöðu Grikkja. Eftir að Makedónar og Grikkir sömdu um breytingu á nafni fyrrnefnda ríkisins og að Grikkir myndu þá ekki beita neitunarvaldinu gegn aðild Makedóna að NATO og ESB er þetta orðin raunin. Undirritunin færir Makedóna nær því að breyta nafni ríkisins í Lýðveldið Norður-Makedónía. Ríki Atlantshafsbandalagsins eiga eftir að fullgilda sáttmálann. Nikola Dimitrov, utanríkisráðherra Makedóna, sagði að í kjölfar undirritunar taki aðeins fáeina daga að breyta nafninu. „Þessi niðurstaða var ekki óhjákvæmileg. Hún var ekki einu sinni líkleg. Ég tek ofan fyrir leiðtogum beggja hliða sem sýndu fram á að hið ómögulega er í raun mögulegt […] Á næstu dögum munum við útkljá síðustu deilumálin sem við eigum við nágranna okkar,“ sagði Dimitrov. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði daginn sögulegan. Heimasíða Nató greindi frá því að Stoltenberg óskaði stjórnvöldum í Grikklandi og Makedóníu til hamingju og hrósaði þeim fyrir hugrekkið sem stjórnirnar hafi sýnt. Val Stoltenbergs á orðinu „hugrekki“ er skiljanlegt enda markar samkomulagið endalok áratugalangrar deilu Grikkja og Makedóna. Frá því Makedónar fengu sjálfstæði frá Júgóslavíu 1991 og völdu þetta nafn á ríki sitt hafa Grikkir verið ósáttir. Óánægja Grikkja er tvíþætt. Þeir óttast að með nafnið að vopni geri Makedónar tilkall til grísks landsvæðis, það er að segja gríska héraðsins Makedóníu. Hins vegar þykir þeim nafnið ótækt í sögulegu samhengi. Hið forna konungsríki Makedónía, sem Alexander mikli stýrði til að mynda, var að mestu leyti innan grísku Makedóníu og er álitið hluti af menningararfi Grikkja. Þótt stjórnvöld beggja ríkja hafi nú samið um nafnbreytingu og um að hvorugt ríkið geri tilkall til landsvæðis hins er stór hluti grísks almennings ósáttur, já og gríska þingsins. Skoðanakannanir benda til að meirihluti Grikkja sé á móti samkomulaginu. Sextíu prósent samkvæmt mælingu Pulce RC í janúar. Kyriakos Mitsotakis, formaður stjórnarandstöðuflokksins Nýs lýðræðis, hefur til að mynda gagnrýnt að Grikkir viðurkenni makedónska tungu með gerð samkomulagsins. Og Makedónar eru margir ósáttir sömuleiðis. Vilja ekki beygja sig undir Grikki og breyta nafni ríkisins. Ljóst er þó að ávinningurinn er mikill að mati makedónskra stjórnvalda. Fá að öllum líkindum langþráða aðild að bæði NATO og ESB.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Makedónía NATO Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira