Hóta konum lögsóknum vegna ummæla um Hafþór við mynd Sofiu Vergara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2019 11:00 Færsla Sofiu Vergara á Instagam frá 20. janúar. Instagram @sofiavergara. Íslensk kona á þrítugsaldri hefur fjarlægt ummæli sín um Hafþórs Júlíus Björnsson sem hún lét falla við Instagram færslu kólumbísku leikkonunnar Sofiu Vergara. Lögmaður Hafþórs sendi konunni bréf og hótaði lögsókn og skaðabótakröfu yrðu ummælin ekki fjarlægð. Hún varð við því en fleiri íslenskar konur hafa sagt skoðun sína á Hafþóri við færslu leikkonunnar.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær þar sem vísað var í bréf frá Ólafi Val Guðjónssyni, lögmanni Hafþórs, til konunnar. Þar segir meðal annars: „Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist að þér fjarlægið án tafar framangreind ummæli og öll önnur ummæli sem þér kunnið að hafa viðhaft um umbjóðanda minn. Þá er þess enn fremur krafist að þér látið af framangreindri háttsemi.“Tveggja vikna gömul færsla Ólafur Valur vill lítið tjá sig um málið umfram það sem fram kemur í bréfinu. Konan hafi fjarlægt ummælin eins og krafist var og málið því úr sögunni. Hann vill ekki greina frá því hve mörgum hafi verið sent kröfubréf en það séu að minnsta kosti tvær konur. Sofia Vergara birti myndina þann 20. janúar. Á myndinni eru auk Sofiu eiginmaður hennar, Joe Manganiello, Hafþór Júlíus og eiginkona hans Kelsey Henson. Ummælin sem krafist var að yrðu fjarlægð voru eftirfarandi: „Hafþór (the mountain) is an abuser. It makes me sad to see such an amazing woman promote him.“ Forsaga málsins er viðtal í Fréttablaðinu sumarið 2017 þar sem rætt var við barnsmóður Hafþórs sem bar honum ekki vel söguna. Sagði hann heimilisofbeldismann. Sömuleiðis var fjallað um að þrjár fyrrverandi ástkonur Hafþórs lýstu líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi hans.Var Hafþór að minnsta kosti einu sinni kærður til lögreglu. Þá sagði Kjartan Ragnars, lögmaður sem gætti hagsmuna Hafþórs á þeim tíma, í samtali við Vísi í morgun að ein kæra hefði verið lögð fram af hálfu Hafþórs vegna ummælanna.Hyggst ekki sitja lengur undir ásökunum Í bréfi Ólafs Vals segir að engin gögn styðji fullyrðingar sem komið hafi í viðtalinu við barnsmóður Hafþórs á sínum tíma. „Á sínum tíma tók umbjóðandi minn þá ákvörðun að aðhafast ekki vegna viðtalsins og þeirra ummæla sem hann mátti þola í kjölfarið. Umbjóðandi minn mun hins vegar ekki lengur sitja undir þessum ásökunum.“ Sofia Vergara er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Modern Family. Hún er með 16 milljónir fylgjenda á Instagram. Fleiri hafa látið ummæli falla á Instagram þar sem fullyrt er að Hafþór sé ofbeldismaður og vísað til fyrrnefnds viðtals í Fréttablaðinu. Hafþór hefur svarið fyrir að vera ofbeldismaður. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Íslensk kona á þrítugsaldri hefur fjarlægt ummæli sín um Hafþórs Júlíus Björnsson sem hún lét falla við Instagram færslu kólumbísku leikkonunnar Sofiu Vergara. Lögmaður Hafþórs sendi konunni bréf og hótaði lögsókn og skaðabótakröfu yrðu ummælin ekki fjarlægð. Hún varð við því en fleiri íslenskar konur hafa sagt skoðun sína á Hafþóri við færslu leikkonunnar.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær þar sem vísað var í bréf frá Ólafi Val Guðjónssyni, lögmanni Hafþórs, til konunnar. Þar segir meðal annars: „Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist að þér fjarlægið án tafar framangreind ummæli og öll önnur ummæli sem þér kunnið að hafa viðhaft um umbjóðanda minn. Þá er þess enn fremur krafist að þér látið af framangreindri háttsemi.“Tveggja vikna gömul færsla Ólafur Valur vill lítið tjá sig um málið umfram það sem fram kemur í bréfinu. Konan hafi fjarlægt ummælin eins og krafist var og málið því úr sögunni. Hann vill ekki greina frá því hve mörgum hafi verið sent kröfubréf en það séu að minnsta kosti tvær konur. Sofia Vergara birti myndina þann 20. janúar. Á myndinni eru auk Sofiu eiginmaður hennar, Joe Manganiello, Hafþór Júlíus og eiginkona hans Kelsey Henson. Ummælin sem krafist var að yrðu fjarlægð voru eftirfarandi: „Hafþór (the mountain) is an abuser. It makes me sad to see such an amazing woman promote him.“ Forsaga málsins er viðtal í Fréttablaðinu sumarið 2017 þar sem rætt var við barnsmóður Hafþórs sem bar honum ekki vel söguna. Sagði hann heimilisofbeldismann. Sömuleiðis var fjallað um að þrjár fyrrverandi ástkonur Hafþórs lýstu líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi hans.Var Hafþór að minnsta kosti einu sinni kærður til lögreglu. Þá sagði Kjartan Ragnars, lögmaður sem gætti hagsmuna Hafþórs á þeim tíma, í samtali við Vísi í morgun að ein kæra hefði verið lögð fram af hálfu Hafþórs vegna ummælanna.Hyggst ekki sitja lengur undir ásökunum Í bréfi Ólafs Vals segir að engin gögn styðji fullyrðingar sem komið hafi í viðtalinu við barnsmóður Hafþórs á sínum tíma. „Á sínum tíma tók umbjóðandi minn þá ákvörðun að aðhafast ekki vegna viðtalsins og þeirra ummæla sem hann mátti þola í kjölfarið. Umbjóðandi minn mun hins vegar ekki lengur sitja undir þessum ásökunum.“ Sofia Vergara er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Modern Family. Hún er með 16 milljónir fylgjenda á Instagram. Fleiri hafa látið ummæli falla á Instagram þar sem fullyrt er að Hafþór sé ofbeldismaður og vísað til fyrrnefnds viðtals í Fréttablaðinu. Hafþór hefur svarið fyrir að vera ofbeldismaður.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira